Skagafjörður

Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ríkisstjórnin hefur gert lítið sem ekkert til að auka framboð á húsnæði til að mæta hinni gríðarlegu eftirspurn á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar. Okkur hefur fjölgað um 15% frá 2017. Um 1.200 íbúðir i Grindavík hurfu vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Til að ná niður verðbólgu og vöxtum er gríðarlega mikilvægt að tryggja nægt framboð á húsnæði um allt land fyrir lág- og millitekjufólk og fyrstu kaupendur.
Meira

Stóllinn, Stóllinn, Stóllinn, Tindastóll!

Nýr Stóll hefur litið dagsins ljós og var dreift í hús á Sauðárkróki í gær. Það er körfuknattleiksdeild Tindastóls sem gefur út en starfsfólk Nýprents safnar efni, útbýr viðtöl og hefur veg og vanda að uppsetningu og vinnslu. Það er síðan meistari Davíð Már sem annast myndatökur.
Meira

Öflugur landbúnaður er lykill að kröftugri byggð

Til að stuðla að farsæld og heilbrigðum vexti landbúnaðar og fæðutengdrar starfsemi þurfum við að hugsa fyrir framtíðinni í stærra samhengi en mér sýnist hafa verið gert hingað til. Opinber stuðningur skiptir augljóslega máli, en fleiri þurfa að leggja lóð sitt á vogaskálarnar.
Meira

Tækifærin í Norðvesturkjördæmi

Norðvesturkjördæmi er einstakt, þar sem stórbrotin náttúra, rík saga og menning mætast. Til að byggja upp öflugt samfélag og skapa jákvæðar framtíðarhorfur, verðum við að nýta þau tækifæri er hér felast. Við í Vinstri grænum leggjum áherslu á vel mannaða heilsugæslu, bættar samgöngur, fjölbreytta atvinnu og verndun náttúrunnar, því þannig leggjum við grunninn að öflugu samfélagi til langframa.
Meira

Ég vil vera sterkur málsvari fyrir ykkur

Meira

Geymt en ekki gleymt | Leiðari 45. tbl. Feykis

Það er búið að gjósa en nú á að kjósa. Já, það styttist í kjördag, hann er á laugardaginn ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum, og nú verða allir sem vettlingi geta valdið að nýta atkvæðisréttinn.
Meira

Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu.
Meira

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? | Kristófer Már Maronsson skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 2013 og lagt áherslu á að lækka skatta og styrkja velferðarkerfið. Þó eru til stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram.
Meira

Ilze tekur sæti Mélissu hjá Stólastúlkum

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á leikmannahópi kvennaliðs Tindastóls. Í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að Melissa Diawkana hafi kvatt liðið og í hennar stað hafi verið samið við hina lettnesku Ilze Jakobsone. Ilze er mætt til landsins og verður klár fyrir næsta leik.
Meira

Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ísland er eyja í norður Atlantshafi. Sú staðsetning gerir það að verkum að þegar kemur að grænmeti þá höfum við tvo valkosti í boði. Við getum annaðhvort flutt það inn með skipum eða flugi, og borgað mikla álagningu fyrir vöru sem er ekki fersk, eða nýtt okkar grænu orku og hreina vatn til að rækta fyrsta flokks grænmeti á Íslandi.
Meira