Skagafjörður

Vegagerðin býður út vetrarþjónustu

Vegagerðin hefur boðið út í vetrarþjónustu í Skagafirði árin 2013 – 2016 í tvennu lagi. Annars vegar er um að ræða vegakafla á Sauðárkróksbraut, Siglufjarðarvegi og Hólavegi, alls 105 km. Hins vegar er um að ræða leiðirna...
Meira

Guðrún Sif tekur til starfa

 Nýr blaðamaður, Guðrún Sif Gísladóttir, tekur til starfa hjá Feyki í vikunni og mun vera hjá blaðinu í sumar. Guðrún er fædd og uppalin á Sauðárkrók, dóttir Bjarnfríðar Hjartardóttur og Gísla Rúnars Konráðssonar. Gu...
Meira

Sýningum á Tifar tímans hjól hætt fyrir fullu húsi

Síðasta sýning á leikriti Leikfélags Sauðárkróks Tifar tímans hjól var haldin í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi. Stemningin í salnum var gríðarlega góð og stóðu áhorfendur upp og klöppuðu leikurum og öðrum er að sýningu...
Meira

Úrslit úr Firmakeppni Léttfeta

Firmakeppni Léttfeta var haldin á Fluguskeiði, félagssvæði félagsins,  á Sauðárkróki laugardaginn 18. maí sl. Keppt var í barnaflokki (13 ára á árinu og yngri), unglingaflokki (14-17 ára á árinu), ungmennaflokki (18-21 ára á ...
Meira

Sauðárkróksvöllur sennilega úr leik út júní

Góðir gestir heimsóttu Sauðárkróksvöll í gær en þá mættu fulltrúar frá KSÍ og sérfræðingar um knattspyrnuvelli til að skoða völlinn sem svo sannarlega hefur munað sinn fífil fegurri.  Gestirnir tóku sýni og veltu hlutunum...
Meira

Jafnt í Boganum

Lið Tindastóls mátti sætta sig við jafntefli í fyrsta heimaleiknum í 1. deildinni sem fór fram í Boganum á Akureyri í gær. Andstæðingurinn var Völsungur frá Húsavík og varð niðurstaðan 1-1 jafntefli. Húsvíkingar byrjuðu le...
Meira

Helgihald um Hvítasunnu

Hátíðarmessur og fermingar einkenna helgihald á Norðurlandi vestra um Hvítasunnuna, líkt og venja er. Samkvæmt upplýsingum úr Sjónhorninu og Glugganum eru neðantaldar guðsþjónustur í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði í dag. ...
Meira

Stólastúlkur lutu í lægra haldi fyrir sterku liði Fylkis

Meistaraflokkur Tindastóls kvenna í knattspyrnu beið lægri hlut fyrir Fylkisstúlkum í fyrsta leik sínum í 1. deildinni þetta tímabilið. Leikið var á Fylkisvellinum í strekkingsvindi sem þær norðlensku léku á móti í fyrri hálf...
Meira

Félag kúabænda á Suðurlandi sendir kollegum sínum norðan heiða góða kveðju

Þeir miklu erfiðleikar sem margir bændur á Norður- og Austurlandi eiga við að glíma vegna mikilla snjóa sem enn hylja tún þeirra hafa vakið athygli og bændur annarsstaðar á landinu hugsað hlýlega til þeirra. Hvort það hjálpi t...
Meira

Sundlaugar loka vegna viðhalds

Framundan er viðhald á tveimur sundlaugum í Skagafirði, sundlauginni á Sauðárkróki og sundlauginni á Hofsósi. Þær verða því báðar lokaðar vegna viðhalds dagana frá mánudeginum 27. til miðvikudagsins 29. maí og opna síðan s...
Meira