Hyggjast endurbyggja Málmeyjarhúsið í nýja miðbænum á Selfossi
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
27.10.2022
kl. 13.50
Nýr miðbæjarkjarni á Selfossi var opnaður á síðasta ári og hefur vakið mikla athygli og gleður augað þó ekki hafi kannski allir verið á eitt sáttir um framkvæmdina. Nú á dögunum var boðað til íbúafundar sunnan heiða þar sem nýr áfangi í byggingu miðbæjar Selfoss var kynntur. Áætlað er að 40 ný hús muni fylla annan áfanga verkefnisins og er hugmyndin að um endurbyggingar af sögulegum húsum verði að ræða, víðsvegar að af landinu. Þar með talið Málmeyjarhúsið, gullfallegt hús sem stóð í Málmey á Skagafirði en brann um miðja síðustu öld.
Meira
