Það var lagið strákar!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.03.2022
kl. 15.13
Það voru sorglega fáir stuðningsmenn Tindastóls (þó 208 samkvæmt skýrslu) sem sáu sér fært að mæta í Síkið í gær þar sem lið Stólanna og Stjörnunnar hristu fram úr erminni hina bestu skemmtun. Við skulum vona að Króksarar hafi ekki óvart verið bólusettir við körfuboltabakteríunni en kórónuveiran er í það minnsta skæð þessa dagana og líklegt að stór hluti stuðningsmanna hafi ekki átt heimangegnt og aðrir veigrað sér við að mæta í Síkið. Þeir sem mættu létu hins vegar vel í sér heyra, voru í dúndurstuði, enda sáu þeir sína menn í 40 mínútna ham sem endaði með sætum sigri, 94-88.
Meira