Skagafjörður

Meistaraefnin úr Keflavík stöðvuðu bikardrauma Stólastúlkna

Það verður ekki sagt að Stólastúlkur hafi haft heppnina með sér þegar dregið var í VÍS bikarnum nú í haust því ekki var nóg með að lið Tindastóls þyrfti að spila á útivelli heldur dróst liðið á móti liði Keflavíkur sem enn hefur ekki tapað leik í Subway-deild kvenna. Það er skemmst frá því að segja að heimastúlkur reyndust sterkari aðilinn í leiknum og unnu hann af öryggi. Lokatölur 88-52 og lið Tindastóls því úr leik í VÍS bikarnum.
Meira

Stafasúpan stendur í íslenskufræðingnum Friðgný

Hringt var úr Fljótum í ritstjórn Feykis á dögunum. Í símanum var Friðgnýr Þórmóðsson frá Hraunkoti og var honum nokkuð niðri fyrir. Má með sanni segja að stafasúpan hafi staðið í honum. Samtalið fer hér á eftir...
Meira

Mögulegt að flýta framkvæmdum við Vatnsnesveg, segir Unnur Valborg, sveitarstjóri

Feykir hafði samband við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, sveitastjóra Húnaþings vestra og spurði hvernig henni litist á þá nálgun Haraldar Benediktssonar, alþingismanns, sem hann sagði frá á Hvammstanga í upphafi mánaðar. Þar kynnti Haraldur tillögu um flýtingu framkvæmda vegagerðar um Vatnsnes. Hefur þessi hugmynd vakið mikla athygli en hann sagði hana hvorki frumlega né óumdeilanlega en ætlunin væri að flytja sérstakt þingmannafrumvarp til að hún fái framgang í stjórnkerfinu.
Meira

Mjög sprækir og stemming yfir liðinu :: Liðið mitt Halla Rut Stefánsdóttir

Sókn er besta vörnin segir máltækið og ekki er verra að hafa prest í sókninni en sr. Halla Rut Stefánsdóttir er einmitt sóknarprestur í utanverðum Skagafirði, allt frá Hólum í Hjaltadal og út í Barð í Fljótum. Svo brandarinn sé mjólkaður meira þá getur presturinn jarðað andstæðinginn án þess að fá spjald.
Meira

Stefnir í fróðlega og skemmtilega samkomu í Kakalaskála

Flugumýrarbrenna og hefnd Gissurar kallast viðburður helgaður Sturlungu sem fram mun fara í Kakalaskála í Skagafirði laugardaginn 29. október og hefst kl. 14:00. Í eldlínunni verða miklir kappar og sérfræðingar í Sturlungatímum; Óttar Guðmundsson geðlæknir, Einar Kárason rithöfundur og Sigurður Hansen staðarhaldari.
Meira

Ný færanleg hraðamyndavél tekin í notkun hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra

Embætti lögreglunnar á Norðurlandi vestra hefur tekið í notkun nýtt tæki sem auðvelda mun starf lögreglunnar við umferðareftirlit. Tækið er færanleg hraðamyndavél, auðveld í meðförum, sem hægt er að staðsetja nánast hvar sem segja þeir Ívar Björn Sandholt Guðmundsson lögregluþjónn, og Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn.
Meira

Skellur í háspennuleik fyrir austan

Ekki er byrjun Tindastóls í Subwaydeildinni þetta hausið alveg eins og stuðningsmenn höfðu gert sér vonir um. Þrjú töp í fjórum leikjum en það má svo sem segja að lukkan hafi ekki verið í liði með Stólunum. Í gær héldu strákarnir austur á Egilsstaði, Arnar enn ekki með en Pétur ónotaður bekkjarsetumaður. Ragnar var borinn af velli í fyrri hálfleik og Keyshawn kláraði leikinn með tvö stig eftir að hafa sett niður eitt af 17 skotum sínum í leiknum! Leikurinn var engu að síður jafn og spennandi en það voru heimamenn í Hetti sem reyndust sterkari á lokametrunum. Úrslitin 73-69.
Meira

Garðfuglakönnun fyrir alla - landið allt

Hin árlega garðfuglakönnun Fuglaverndar hefst nk. sunnudag, 30. október, en tilgangur könnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina og að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi.
Meira

Hrekkjavaka í Glaumbæ

Það verður hryllilega gaman í Glaumbæ laugardaginn 29. október frá kl. 18-21! Sýningarnar í gamla bænum taka á sig skuggalega mynd og Miklabæjar-Sólveig og fleiri fara á stjá.
Meira

Fjármálaráðherra skilur ekki skilmála íbúðabréfanna

Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum.
Meira