Skagafjörður

Nýprent fékk rekstarstuðning vegna Feykis

Í frétt á RÚV segir af því að 25 einkareknir fjölmiðlar hafi fengið rekstrarstuðning árið 2022. Úthlutunarnefnd veitti þremur fjölmiðlaveitum; Árvakri, Sýn og Torgi, hæstu úthlutunarupphæðina, tæplega 67 milljónir. Þessar þrjár veitur hlutu því rúmlega 200 milljónir af þeim tæpu 381 milljón sem úthlutað var. Nýprent á Sauðárkróki, sem gefur út Feyki og heldur úti Feykir.is, fær stuðning sem nemur 4.249.793 kr.
Meira

Glaðlega leikur skugginn í sólskininu - Steinn Kárason gefur út skagfirska skáldsögu

Brottflutti Skagfirðingurinn Steinn Kárason sendi nýlega frá sér skáldsöguna „Glaðlega leikur skugginn í sólskininu.“ Sögusviðið er Sauðárkrókur og austan-Vatna árin 1962-1964. „Ungur drengur vex upp í sjávarþorpi við fjörð sem fóstrar blómlegar sveitir. Nánd við sjó og sjómenn, bændur og búalið, mynda bakgrunn sögunnar. Leiksviðið er bærinn, gömul hús, fjaran, bryggjurnar, sveitin,“ segir á bókarkápu.
Meira

FISK Seafood býður áhorfendum á úrslitaleik Tindastóls og FH

Nú er það baráttan um grasið! Síðasti fótboltaleikur sumarsins á Króknum fer fram nú á föstudagskvöldið þegar Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) mætir og spilar hreinan úrslitaleik við lið Tindastóls um efsta sætið í Lengjudeildinni. Bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári og því engin pressa – aðeins metnaður og vilji til að krækja í titilinn. Það er því ekkert annað í stöðunni en að fjölmenna undir flóðljósin í stúkuna góðu og styðja Stólastúlkur til sigurs. FISK Seafood býður áhorfendum á völlinn þannig að þetta er bara rakið dæmi!
Meira

Ýmist lamandi hiti eða svarta þoka :: Veður setur strik í smalamennsku

Um helgina fóru göngur og réttir víðast hvar fram á landinu og fara æði misjafnar fréttir af gangi mála sérstaklega á Norðurlandi. Sums staðar gekk allt eftir áætlunum en annars staðar hafði veður mikil áhrif og tafði framgöngu þeirra, þá einkum þoka sem umlék fjöll og dali um helgina eða sól og einmunablíða fyrir helgi.
Meira

Smábátasjómenn vilja takmarka dragnótaveiðar á Skagafirði

Á aðalfundi Drangeyjar- smábátafélags Skagafjarðar, sem haldinn var 11. september voru samþykktar ályktanir þar sem stjórnvöld eru brýnd til framfaramála fyrir smábátasjómenn í Skagafirði og víðar. Telur félagið m.a. ljóst að vísindalegar forsendur veiðiráðgjafar Hafrannsóknastofnunar, t.d. í þorski, grásleppu og fleiri tegundum, hafa engan veginn staðist og skýringar stofnunarinnar ótrúverðugar og án viðunandi rökstuðnings.
Meira

Það er eins og almáttugur eigi endalausar birgðir þokuskýja

Um liðna helgi voru víða aðal smölunar og réttardagar haustsins. Skaginn austanverður skiptist í nokkur gangasvæði og var Hafragilsfjallið og Sandfellið smalað í blíðviðri á föstudaginn, en þar er féð rekið framfyrir Þverárfjallsveginn og í veg fyrir Enghlíðinga enda að lang mestu leiti kindur þaðan. Almennur gangnadagur var síðan áætlaður á laugardaginn en þann dag varð tæplega sauðljóst vegna þoku og hreifði sig ekki nokkur maður nema flokkur mikill sem gekk Tindastólinn undir styrkri stjórn Friðriks Steinssonar.
Meira

Frítt á leik Kormáks og Hvatar gegn föllnu liði KH

Fyrir réttu ári var mikið um dýrðir í Húnaþingi, þegar sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tryggði sér í fyrsta sinn sæti í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Römm blanda heimamanna og erlendra lykilmanna reyndist rétt í þriðju tilraun, en árin tvö á undan höfðu Húnvetningar farið í hina snúnu úrslitakeppni 4. deildar án þess að ná alla leið.
Meira

Guðrún Eik í nýrri stjórn Bjargráðasjóðs

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur skipað nýja stjórn Bjargráðasjóðs til fjögurra næstu ára en honum er ætlað að bæta tjón í landbúnaði af völdum náttúruhamfara sem ekki fæst bætt annars staðar. Guðrún Eik Skúladóttir, bóndi á Tannstaðabakka í Húnaþingi vestra er ein þriggja sem skipa stjórnina.
Meira

Planleggja líf og fjör á Króknum

Í lok ágúst sagði Feykir frá sviptingum í veitingabransanum á Sauðárkróki. Þar kom m.a. fram að viðræður stæðu yfir um kaup fyrri eigenda Kaffi Króks, hjónanna Kristínar Elfu Magnúsdóttur og Sigurpáls Aðalsteinssonar (Sigga Dodda), á KK Restaurant við Aðalgötuna á Króknum. Nú eru kaupin staðfest og stefna Siggi Doddi og Kristín að því að opna um miðjan október og auglýsa nú eftir starfsfólki. „Það verður erfitt að opna ef við fáum ekki fólk í lið með okkur,“ sagði Siggi Doddi þegar Feykir spurði hvenær stæði til að opna.
Meira

Sigríður Garðarsdóttir stóð uppi sem sigurvegari

Meistaramót GSS í holukeppni lauk nú í lok sumars og var það Sigríður Garðarsdóttir sigraði að lokum eftir úrslitaviðureign við Sylvíu Dögg Gunnarsdóttur. Sigga vann leikinn á 14. holu og er þar með sigurvegari Meistaramóts GSS 2022. Alls voru 22 keppendur skráðir til leiks í holukeppninni en þar er keppt í einstaklings viðureignum í útsláttarkeppni þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.
Meira