1.500 tonn af þorski bætast við strandveiðipottinn
feykir.is
Skagafjörður, Vestur-Húnavatnssýsla
26.04.2022
kl. 11.42
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um strandveiðar þar sem nú verða alls 10.000 tonn af þorski í strandveiðipottinum á þessu tímabili, þar af 1.500 tonn sem skiluðu sér af skiptimörkuðum á útmánuðum og ráðherra ákvað að bæta í strandveiðipottinn. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því 4,5% og hefur ekki hefur svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða.
Meira