Litaregn á öskudegi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
02.03.2022
kl. 14.00
Það voru kannski óvenju fáar heimsóknir í Nýprent og Feyki þennan öskudaginn enda sjálfsagt óvenju margir að basla með Covid og aðra kvilla þessa fyrstu daga eftir tilslakanir. Það voru þó nokkrir kátir krakkahópar sem litu við, flestir í skrautlegri kantinum, og þáðu pínu nammi fyrir söng. Inn poppaði brúðarmær, pizzasneið, ruslapokar, jólasveinar, bófar og beinagrindur, fáeinir hundar, prinsessur, Harry Potter og nokkrar kökusneiðar með logandi kertum svo eitthvað sé nefnt.
Meira