Stólastúlkur á fljúgandi siglingu upp í Bestu deildina
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
09.09.2022
kl. 21.18
Kvennalið Tindastóls sýndi fádæma öryggi í kvöld þegar þær heimsóttu lið Augnabliks á Kópavogsvöll. Það var ljóst fyrir umferðina að sigur í Kópavogi mundi tryggja Stólastúlkum sæti í Bestu deild kvenna að ári og það var hreinlega aldrei spurning hvort liðið tæki stigin í kvöld. Lið Tindastóls tók snemma völdin í leiknum og þær voru 0-4 yfir í hálfleik. Heldur hægðist á leiknum í síðari hálfleik en stelpurnar bættu við einu marki, sigruðu því 0-5 og eru í góðum gír að mæta toppliði FH á Króknum um næstu helgi – sigur tryggir Stólastúlkum efsta sætið í Lengjudeildinni.
Meira
