Skagafjörður

Fór bara út í fótbolta þegar hann var búinn að lesa allar bækurnar á bókasafninu

Það þekkja allir Gunna Helga, enda margir eftirminnilegir kappar með því nafni. Bók-haldið er hins vegar búið að banka stafrænt upp á hjá rithöfundinum, leikaranum og leikstjóranum Gunnari Helgasyni í Hafnarfirði. Það er sjaldnast einhver lognmolla í kringum hann og það er rétt með naumindum að hann nái að svara spurningum Feykis í tæka tíð – hann er nefnilega eitthvað að sprella með Ladda og félögum.
Meira

Nýr hátíðarbúningur Pilsaþyts afhjúpaður í gær

Í gær afhenti Pilsaþytur í Skagafirði Sveitarfélaginu Skagafirði kyrtil til afnota fyrir Fjallkonu sveitarfélagsins við hátíðlega athöfn. Frá haustdögum 2019 hefur félagið unnið að því að sauma búninginn en því verki lauk í nóvember á síðasta ári og til stóð að afhenda hann 1. desember en samkomutakmarkanir o.fl. komu í veg fyrir það.
Meira

Hvað geta einstaklingar og fyrirtæki gert til að bæta aðgengi?

Við þurfum ekki öll að sigra heiminn. Margt smátt gerir eitt stórt og þannig ber okkur að hugsa þegar kemur að aðgengi. Við skulum fyrst og fremst huga að okkar nærumhverfi og þeim verkefnum sem við sjálf vinnum að og standa okkur nærri. Hér koma nokkrar hugmyndir um hluti sem ég tel mikilvæga og ættu allir að geta fundið eitthvað sem þeir geta gert:
Meira

Já það er fjör!

Tindastólsmenn fylgdu eftir glæstum sigri á Keflvíkingum á páskadegi með mögnuðum sigri í fyrsta leik einvígisins gegn deildarmeisturum Njarðvíkinga í undanúrslitum Subway-deildarinnar sem leikinn var í gærkvöldi suður með sjó. Heimamenn höfðu frumkvæðið framan af leik en Stólarnir héldu haus og svöruðu öllum góðu köflum heimamanna með glæsibrag. Í fjórða leikhluta skiptust liðin á um að hafa forystuna en Stólarnir höfðu fleiri tromp á hendi að þessu sinni og tryggðu sér sigurinn eftir talsverða dramatík á lokasekúndunum. Lokatölur 79-84 og Tindastólsmenn til alls líklegir.
Meira

VG og óháð í Skagafirði opna kosningaskrifstofu

Í dag kl. 17:00 munu Vinstri græn og óháð í Skagafirði opna kosningaskrifstofu sína í húsnæði Þreksports, Borgarflöt 1. Allir eru velkomnir en meðal þeirra sem boða hafa komu sína er forsætisráðherra Íslands, formaður VG.
Meira

Sjaldan fleiri holur á vegum landsins eftir erfiðan vetur

„Vorverkin hjá Vegagerðinni eru komin í fullan gang, enda sumarið handan við hornið,“ segir í frétt Vegagerðarinnar en unnið er nú hörðum höndum að því að gera við holur sem hafa myndast í bundnu slitlagi á vegum víða um land. Í myndbandi sem tekið var upp á dögunum kemur fram að umhleypingar í veðri, frost og þíða, hafa mikil áhrif á holumyndun á vegum.
Meira

Gleðilegt sumar!

Feykir óskar öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir samveruna í vetur.
Meira

Ný leikskólaviðbygging ferðaðist um Þjóðveg 1 í nótt

Í morgun var hafist handa við að koma viðbyggingu leikskólans Ársala við Árkíl á Sauðárkróki á sinn stað en um er að ræða einingar frá Eðalbyggingum á Selfossi. Fór flutningurinn fram í nótt en lagt var af stað frá Selfossi um kl. 21 í gærkvöldi og rétt fyrir klukkan 5 í morgun liðaðist fimm trukka bílalest í lögreglufylgt inn í Krókinn með farangurinn.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Hópur listamanna frá Þýskalandi er nú staddur á Skagaströnd og dvelur í Salthúsinu og eru margir þeirra tíðir gestir á NES listamiðstöð. Í dag er opið hús og allir velkomnir að sjá hvað listafólkið hefur haft fyrir stafni undanfarið.
Meira

Til mikils að vinna á umhverfisdegi FISK Seafood

Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn þann 7. maí nk. í Skagafirði en áætlað er að tína rusl á strandlengjunni á Sauðárkróki, í Varmahlíð og á Hofsósi. Til mikils er að vinna því fyrirtækið greiðir 10.000 kr. á hvern einstakling sem tekur þátt, inn á reikning aðildarfélags eða deildar innan UMSS sem þátttakandi óskar.
Meira