Leggja til að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.04.2022
kl. 11.40
Formenn stjórnarflokkanna hafa gefið út yfirlýsingu vegna sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars og hefur verið á milli tannanna á fólki og margir gagnrýnt. Formennirnir eru sammála um að söluferlið hafi ekki staðið að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast við með því að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Meira