Skagafjörður

Farsælt skólastarf til framtíðar - Skólaþing sveitarfélaga fór fram í gær

Fyrsti hluti skólaþings sveitarfélaga fór fram í gær á netinu en þingið átti að fara fram í fyrra, 2021, 25 árum frá yfirfærslu grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Þinginu er skipt upp í fimm hluta og verður dagskránni skipt upp á nokkra mánudaga, sem gerir það m.a. að verkum að þátttakendur geta tekið þátt í öllum málstofum en þurfa ekki að velja á milli þeirra.
Meira

Gillon gefur út Bláturnablús

Bláturnablús er 5. sólóplata Gillons (Gísla Þórs Ólafssonar) og sú fyrsta eftir sex ára hlé. Upptökur hófust sumarið 2020 og tekið upp með hléum í Stúdíó Benmen fram undir lok ársins 2021. Platan inniheldur níu lög og texta eftir Gísla Þór Ólafsson og syngur Gísli þau öll og spilar á kassagítar og bassa.
Meira

Staða HSN vegna Covid þyngist - 233 í einangrun á Norðurlandi vestra

Smitum á Norðurlandi fer hratt fjölgandi sem hefur mikil áhrif á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands en á heimasíðu hennar kemur fram að vaxandi fjöldi starfsmanna sé frá vinnu vegna Covid eða 67 starfsmenn af 609, sem gerir 11% starfsmanna. Vísbendingar eru um að þetta hlutfall geti hækkað á næstu dögum. Jafnframt segir í frétt stofnunarinnar að nokkur fjöldi starfsmanna vinni nú í vinnusóttkví B.
Meira

Ísak Óli varði Íslandsmeistaratitil sinn í fjölþrautum

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum í Kaplakrika í Hafnarfirði þar sem 36 keppendur skráðu sig til leiks frá 14 félögum. Ísak Óli Traustason úr UMSS kom sá og sigraði enn á ný er hann varð Íslandsmeistari í sjöþraut karla. Ísak Óli hlaut 4333 stig í keppninni sem dugði til sigurs en athygli vekur að hann gerði allt ógilt í langstökki og hlaut því ekki stig fyrir það.
Meira

Stormur eða rok í nótt og líkur á foktjóni

Suðaustan illviðri gengur yfir landið í kvöld og í nótt og versnar veðrið fyrst sunnanlands, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Suðvestan óveður skellur síðan á Suðurlandi í nótt og á Vesturlandi fyrripartinn á morgun. Vegna þessa hefur verið gefin út gul viðvörun sem tekur gildi seinni partinn í dag sem breytist svo fljótlega í appelsínugula viðvörun fyrir landið allt áður en dagur er allur.
Meira

Ofnbakaður teriyaki silungur og marengsrúlluterta

Matgæðingar í tbl 20, 2021, voru þau Vigdís Elva Þorgeirsdóttir, leiðbeinandi við Höfðaskóla á Skagaströnd og kennaranemi við Háskóla Íslands, og eiginmaður hennar, Þröstur Árnason sjómaður á Drangey SK-2. Þau eiga saman fjögur börn á aldrinum 8 til 20 ára og búa á Skagaströnd.
Meira

Kjölfestan er í fólkinu - í öllu hinu er óvissa :: Framúrskarandi fyrirtæki FISK Seafood

FISK Seafood, sem stofnað var árið 1955, hefur vaxið hratt á undanförnum árum og tekið sér stöðu á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Félagið hefur byggst upp með kaupum og samruna nokkurra félaga á löngum tíma, m.a. Fiskiðju Sauðárkróks, Útgerðarfélags Skagfirðinga, Hraðfrystihússins Skjaldar, Hraðfrystihússins á Hofsósi, Skagstrendings, Hraðfrystihúss Grundarfjarðar og Soffaníasar Cecilssonar sem rekur umfangsmikla saltfiskverkun í Grundarfirði.
Meira

Skagfirðingar sameinaðir

Íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykktu í dag sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi 15 dögum síðar. Yfirgnæfandi meirihluti var fyrir sameiningunni í Sveitarfélaginu Skagafirði en mjórra var á munum í Akrahreppi þó sameiningin hafi engu að síður verið samþykkt með um 65% atkvæða.
Meira

Ástríður skipuð framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar

Á Húnahorninu er sagt frá því að Landskjörstjórn hefur skipað Ástríði Jóhannesdóttur lögfræðing í embætti framkvæmdastjóra Landskjörstjórnar en hún er Húnvetningur. Ástríður lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1998 og meistaraprófi frá Háskólanum í Konstanz í Þýskalandi árið 2000. Hún hefur sinnt margvíslegum störfum hjá opinberum aðilum og starfaði árin 2000-2008 hjá Fasteignamati ríkisins og 2008-2011 hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.
Meira

Kjörstaðir sameiningarkosninga

Í dag fara fram kosningar um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps annars vegar og Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hins vegar og fara kjörfundir fram víðsvegar í sveitarfélögunum. Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.
Meira