Skagafjörður

Þorrablót Seyluhrepps í beinni í kvöld

Í kvöld, þorraþræl seinasta degi þorra, verður haldið rafrænt þorrablót íbúa fyrrum Seyluhrepps í Skagafirði og geta allir fengið að vera með. Útsending hefst klukkan 20 og ættu allir Skagfirðingar að sýna fyrirhyggju og vera búnir að mæta á kjörstað þá.
Meira

Er alveg hugfangin af prjónaskap

Kristín Guðmundsdóttir býr á Hvammstanga í Húnaþingi vestra. Hún er handlitari, þ.e litar ull í höndunum og selur undir merkinu Vatnsnes Yarn. Kristín er með vinnustofu í Skrúðvangi á Laugarbakka núna en byrjaði í eldhúsinu heima hjá sér árið 2016.
Meira

Athyglissjúk á við alheimsdrottningu

Mini Shnauzer eða dvergshnauzer eru mjög glæsilegir og kröftugir hundar sem er með feld sem fellir ekki hárin og gefur frá sér litla sem enga hundalykt. Feldurinn er strýr og þarf reglulega að reyta hann og hefur hann þann eiginleika að hrinda frá sér vatni og óhreinindum. Þeir eru bæði sjálfstæðir og forvitnir, eru með langt höfuð, skegg og augabrýr sem einkennir þessa mögnuðu tegund.
Meira

Ég er Íslendingur! Áskorandinn Laufey Kristín Skúladóttir

Ég var eitt sinn spurð að því á kaffistofu á Sauðárkróki hvaðan ég væri. Hvort ég væri Skagfirðingur. Þær samræður fóru svo yfir í það hvað þyrfti til til að geta talist Skagfirðingur, hvort það væri nóg að manni fyndist það sjálfum eða hvort það þyrfti að uppfylla einhverjar tilteknar kröfur. Um það voru skiptar skoðanir, eins og vera ber.
Meira

Covid tölur rjúka upp

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú í morgun má sjá að Civid-smituðum á Norðurlandi vestra fjölgar sem aldrei fyrr. Alls eru 198 manns í einangrun í umdæminu, flestir á Sauðárkróki þar sem nær helmingur hinna smituðu dvelja.
Meira

Þrjár kindur til viðbótar greinast með ARR arfgerðina

Í dag komu niðurstöður úr arfgerðargreiningum á sýnum 95 kinda í Þernunesi og segir á heimasíðu Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins að þrjár ær hafi bæst í hóp „gullklumpanna“ sem bera ARR arfgerðina sem er hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé. Eru því alls níu kindur á bænum sem vitað er að bera þessa arfgerð.
Meira

Sameining Akrahrepps og Svf. Skagafjarðar samþykkt í skuggakosningum

Mikill meirihluti kjósenda skuggakosninganna svokölluðu sem fram fóru meðal nemenda í 8.-10. bekkja grunnskólanna í Skagafirði og nemenda í FNV sem ekki höfðu náð 18 ára aldri, var samþykkur sameiningu Akrahrepps og Svf. Skagafjarðar en í aðdraganda kosninga um sameiningartillögu sveitarfélaganna, sem fram fara á morgun, var ákveðið að efna til fyrrgreindra skuggakosninga.
Meira

Mátturinn var með liði Tindastóls

Tindastólsmenn héldu vestur á Verbúðaslóðir í gær og léku við lið Vestra í Subway-deildinni. Eins og stuðningsmenn Stólanna vita þá hefur gengið ekki verið gott á okkar mönnum upp á síðkastið og fjórir leikir í röð tapast. Sigurinn hér heima gegn liði Vestra fyrir áramót var torsóttur og áttu því margir von á erfiðum leik á Ísafirði. Strákarnir blésu á allt slíkt og áttu glimrandi leik í öðrum og þriðja leikhluta og ekki skemmdi fyrir að Sigtryggur Arnar kom niður á gullæð og mokaði þristum eins og enginn væri morgundagurinn. Lokatölur 88-107 fyrir Stólana.
Meira

Krakkar geta sótt körfuboltanámskeið um helgina

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra verður með þrjú námskeið um helgina, tvö á Sauðárkróki, í samstarfi við unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og eitt á Blönduósi. Á morgun laugardag hefst fyrra námskeiðið á Króknum klukkan kl. 11:30 og stendur til kl. 13:30 og það seinna frá kl. 10:00 - 12:00 á sunnudag. Á Blönduósi verður námskeið á sunnudaginn milli klukkan 14:30 - 16:30.
Meira

Miklar rafmagnstruflanir þar sem orkumálin voru rædd

Þingmenn hafa þeyst um landið þvert og endilangt í kjördæmaviku sem nú er að renna sitt skeið en einnig hefur tæknin verið nýtt til fundahalda líkt og á dögunum þegar sveitarstjórnarfólk á Norðurlandi vestra og þingmenn Norðvesturkjördæmis ræddu saman á Teams. Þingmenn fengu þá að sjá með eigin augum hve rafmagnsöryggið á landsbyggðinni getur verið ótryggt.
Meira