Skagafjörður

Nördaferð á U2 tónleika væri geggjuð / BALDVIN SÍMONAR

„Ég er sonur Símonar Skaphéðinssonar frá Gili og Brynju Ingimundardóttur frá Ketu í Hegranesi,“ segir Baldvin Ingi þegar Tón-lystin krækir í brottfluttan Króksarann. „Mér skilst að ég hafi tekið mín fyrstu skref hjá afa í Ketu en hann þurfti að hafa smá stjórn á mér þar. Afi átti Ketu áður en Símon [Traustason] keypti býlið. Þegar ég var á þriðja ári fluttum við á Krókinn, í Birkihlíð 19, og síðar í Dalatúnið sem eru í mínum huga æskustöðvarnar.“
Meira

Dreymir um gervigrasvöll í Húnabyggð :: Lee Ann í mörgum verkefnum fyrir Hvöt

Lee Ann Maginnis var á dögunum ráðin verkefnastjóri í afmörkuð verkefni af aðalstjórn Ungmennafélagsins Hvatar á Blönduósi samfara því að hafa einnig verið ráðin framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Hvatar. Mörg spennandi verkefni sem þarf að sinna.
Meira

„Gat varla lesið þar sem augun flóðu í tárum“

Bók-haldið bankar að þessu sinni upp á á fremsta bænum í Fljótum, Þrasastöðum, og raskar ró Írisar Jónsdóttur, bónda. Hún er af árgangi 1971, stúdent frá FSu á Selfossi og búfræðingur frá Hvanneyri. Auk þess að vera bóndi vinnur Íris í Grunnskólanum austan Vatna, að hluta á bókasafninu.
Meira

Biðja fyrir snjóléttum vetri

„Helsta vandamálið við þetta verk er að við erum að leggja lögnina hálfum metra undir sjávarmáli í byrjun og gætir því flóðs og fjöru í lagnaskurðum. Við þurfum að láta dælu ganga allan sólarhringinn til að halda skurðum á þurru,“ segir Rúnar S. Símonarson hjá Vinnuvélum Símonar Skarphéðinssonar sem eru nú að vinna á Skagaströnd við fyrsta áfanga að fráveitu sem kallast Hólanes-Einbúastígur.
Meira

Söngstund í fjárhúsum :: Sönghópurinn Veirurnar heimsækir Norðlendinga

Í haustlitunum bjóða bændur í Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, í Þingeyjarsveit, og Sönghópurinn Veirurnar upp á „Söngstund í fjárhúsum“ föstudaginn 21. og laugardaginn 22. október. Frítt er inn á meðan húsrúm leyfir.
Meira

Tindastólsstúlkur fóru tómhentar heim úr Þorlákshöfn

Kvennalið Tindastóls í körfunni skellti sér í Þorlákshöfn í gær og spilaði þar við sameinað lið Hamars/Þórs í 5. umferð 1. deildar kvenna. Bæði lið voru með tvö stig að loknum fjórum umferðum. Stólastúlkur fóru vel af stað og voru yfir í hálfleik en heimastúlkum tókst að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik og sigruðu að lokum 94-87.
Meira

Norðan hvassviðri og rigning eða slydda á morgun

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs sem tekur til Vestfjarða, Stranda og alls Norðurlands en búist er við hvassri norðanátt með ofankomu á morgun sem stendur í sólarhring. „Norðan og norðaustan 13-20 m/s með rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli, en snjókomu á heiðum. Erfið akstursskilyrði vegna takmarkaðs skyggnis og snjóþekju, sérílagi á fjallvegum. Fólki er bent á að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er af stað og fylgjast með veðri og veðurspám,“ segir á heimasíðu stofunnar.
Meira

Malbikað við Sauðárkrókskirkjugarð

Það er stundum talað um að óvíða í kirkjugörðum sé útsýnið magnaðra en í kirkjugarðinum á Nöfum á Sauðárkróki. Kirkjugarðar þurfa hinsvegar mikla umhirðu og fólk gerir kröfur um að aðgengi sé gott og garðarnir snyrtilegir. Nú í haust var ráðist í að malbika nýlega götu og plan vestan kirkjugarðsins, setja upp lýsingu og frárennsli og er þetta mikil bragarbót þar sem gatan nýja var með eindæmum hæðótt og leiðinleg yfirferðar.
Meira

Þægilegur sigur Stólanna gegn Breiðhyltingum

Fyrsti heimaleikur Tindastóls í Subway-deildinni fór fram í gærkvöldi og óhætt að fullyrða að Króksarar hafi beðið spenntir eftir körfunni því um 600 manns skelltu sér í Síkið og sáu sína menn landa ansi öruggum tveimur stigum gegn kanalausum ÍR-ingum. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Stólarnir frábærum 19-2 kafla seinni part fyrsta leikhluta og það bil náðu gestirnir aldrei að vinna almennilega á. Lokatölur eftir þægilegan fjórða leikhluta voru 85-70 fyrir Stólana.
Meira

Viltu vinna miða á heiðurstónleika Helenu Eyjólfs?

Tónleikar til heiðurs einnar ástsælustu söngkonu þjóðarinnar, Helenu Eyjólfsdóttur, verða haldnir föstudaginn 21. október í Hofi á Akureyri og laugardaginn 29. október í Salnum Kópavogi. Heppnir lesendur Feykis geta unnið miða.
Meira