Skagafjörður

Opnir fundir með Kristrúnu Frostadóttur

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið á ferðinni um landið og heiðrar íbúa Norðurlands vestra í dag, reyndar í gær líka þar sem hún boðaði fund á Hvammstanga. Fyrsti fundur dagsins hefst klukkan 12 á hádegi á Harbour á Skagaströnd.
Meira

Matgæðingar vikunnar - Lambaskankar og Toblerone mús

Sara Katrín Stefánsdóttir og Hjörleifur Björnsson eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. Þau eru bæði Skagfirðingar í húð og hár en eru búsett í Kópavoginum ásamt börnunum sínum tveimur, þeim Hinriki og Guðrúnu Katrínu. Sara er geislafræðingur og vinnur á Geislameðferðardeild krabbameina á Landspítalanum og Hjörleifur er pípari og rekur sitt eigið fyrirtæki, Lagnaafl.
Meira

Bændurnir á Kúskerpi í fyrsta þætti Sveitalífs

Sjónvarpsstöðin N4 frumsýndi þáttinn Sveitalífið á miðvikudag og voru bændurnir á Kúskerpi sem fengu þann heiður að vera viðmælendur í fyrsta þætti. Sagt er frá fjósbyggingum, tæknibreytingum, upphaf ævintýrisins við byggðalínuna þar sem heimasætan fann ástina fyrir 50 árum.
Meira

Covid smit á hraðri uppleið

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra fyrr í dag segir frá áframhaldandi aukningu á smitum í umdæminu: „Töluverð hreyfing er á töflunni, en enn sem komið er eru fleiri ný smit að koma inn en þau sem að eru að detta út.“
Meira

Hrefna Jóhannesdóttir, formaður samstarfsnefndar í Skagafirði, hvetur alla til að mæta á kjörstað og kjósa út frá eigin sannfæringu

Hrefna Jóhannesdóttir, skógarbóndi á Silfrastöðum í Blönduhlíð, er oddviti Akrahrepps og formaður samstarfsnefndar hreppsins og Svf. Skagafjarðar. Í nefndinni sitja tíu fulltrúar, fimm frá hvoru sveitarfélagi og tveir til vara. Hrefna er ánægð með þátttöku á íbúafundum og ekki síst fyrir málefnalegar og góðar umræður sem fram fóru. En fyrst er hún spurð hvernig sameiningarviðræður hafi gengið hjá nefndinni.
Meira

Fjórgangsmóti Skagfirðings frestað

Hestamannafélagið Skagfirðingur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að fjórgangsmótinu, sem halda átti á nk. laugardag, hafi verið frestað í ljósi aðstæðna í samfélaginu til laugardagsins 5. mars. Vonast mótanefnd til að sjá sem flesta þá.
Meira

Kjósendur í einangrun athugið

Vakin er athygli kjósenda í einangrun vegna Covid-19 á því að unnt er að beina óskum um kosningu utan kjörfundar á netfang embættisins, nordurlandvestra@syslumenn.is, til kl. 13:00 á kjördag, þann 19. febrúar nk. Fylgja þarf staðfesting sóttvarnayfirvalda á því að einangrun vari fram yfir kjördag.
Meira

Mætum á kjörstað – Leiðari Feykis

Það fer líklega framhjá fáum þessa dagana að sameiningarkosningar eru framundan hjá íbúum Skagafjarðar og hluta Austur-Húnavatnssýslu. Þessar kosningar varða miklu um framtíð sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduóss annars vegar og Skagafjarðar og Akrahrepps hins vegar, og í raun hvort sameiningar fari fram með vilja íbúanna næsta laugardag eða með lögþvinguðum aðgerðum síðar meir eins og búið er að boða af ríkisvaldinu.
Meira

Hugleiðing inn í daginn varðandi kosningarnar næsta laugardag

Fólk á að hugleiða alla möguleika og kjósa það sem þeim finnst réttast. Okkar álit er það að þessi tvö sveitarfélög standa örugglega betur sameinuð við það að þjónusta börn og fjölskyldur þeirra, sem eru langveik og þurfa öðruvísi og meiri þjónustu en aðrir.
Meira

Smitaðist aftur af Covid

Nú hækka smittölur umtalsvert á stöðutöflu aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra þar sem æ fleiri veikjast af Covid-19. Veikin leggst mis illa á fólk og í einstaka tilvikum smitast það oftar en einu sinni. Það á alla vega við um Ólu Pétursdóttur, á Sauðárkróki, sem hefur glímt við afleiðingar veikinnar í marga mánuði.
Meira