Skagafjörður

Ticket to ride

TIcket to ride er vinsælt tveggja til fimm manna borðspil þar sem leikmaðurinn reynir að tengja saman borgir og leggja langar lestarleiðir um hinar ýmsu heimsálfur.
Meira

Meirihlutasáttmáli undirritaður í Skagafirði

Skrifað var undir meirihlutasáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í dag 3. júní. Athöfnin fór fram í Kakalaskála að Kringlumýri í Blönduhlíð. Í fréttatilkynningu frá meirihlutanum segir að ráðningarsamningur við núverandi sveitarstjóra, Sigfús Inga Sigfússon verði endurnýjaður.
Meira

Tíminn er takmörkuð auðlind!

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu.
Meira

Sterkur sigur Stólastúlkna á Víkingum

Lið Tindastóls í Lengjudeild kvenna hélt suður í höfuðborgina í dag en þar beið þeirra sterkt lið Víkingsstúlkna sem spáð var einu af tveimur efstu sætum deildarinnar fyrir tímabilið. Úr varð hörkuleikur þar sem bæði lið sóttu til sigurs og það reyndust Stólastúlkur sem kláruðu dæmið, sýndu góðan karakter eftir að hafa lent undir snemma leiks og fögnuðu öflugum 1-2 sigri.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við leikmenn

Í dag, á Gránu, skrifaði körfuknattleiksdeild Tindastóls undir samninga við nokkra leikmenn. Allt eru þetta kunnugleg andlit og sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, að stefnan væri að vera með sama lið og var, eða svona því sem næst.
Meira

Karlakórinn Heimir á Blönduósi í kvöld

Heimismenn stefna á Blönduós í kvöld, fimmtudaginn 2. júní, og halda tónleika í Blönduóskirkju kl. 20:30. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason og undirleikari er Valmar Väljaots.
Meira

Vel heppnaður opinn dagur Skagfirðingasveitar

Laugardaginn 28. maí hélt Björgunarsveitin Skagfirðingasveit á Sauðárkróki opinn dag fyrir bæjarbúa. Ýmislegt var um að vera í húsinu og gafst gestum meðal annars kostur á að prófa klifurvegginn, spreyta sig í kassaklifri, fara rúnt með snjóbílnum og skoða tæki sveitarinnar.
Meira

Rektorsskipti við Háskólan á Hólum

Þann 31. maí var haldin hátíðleg athöfn þegar fóru fram formleg rektorsskipti við Háskólann á Hólum. Erla Björk Örnólfsdóttir lét af störfum sem rektor og Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir tók formlega við embættinu.
Meira

Viljayfirlýsing undirrituð um uppbygging fjölskyldugarðs á Sauðárkróki

Í síðustu viku var skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki milli Svf. Skagafjarðar og Kiwanisklúbbsins Freyju. Markmið fjölskyldugarðsins er að stuðla að ánægjulegum samverustundum barna og foreldra og um leið að efla útiveru og hreyfingu í anda heilsueflandi samfélags.
Meira

Aðalfundur UMFT

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls boðar til aðalfundar miðvikudaginn 15. júní kl. 20:00 í Húsi frítímans Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.
Meira