Skagafjörður

Þytur í laufi - Villimenn og villtar meyjar :: Frumsamið hugverk Jóhönnu og Margrétar á Hofsósi

Alheimsfrumsýning á Þytur í laufi: Villimenn og villtar meyjar fer fram 22. október í Höfðaborg á Hofsósi. Hér er á ferðinni frumsamið hugverk eftir þær Jóhönnu Sveinbjörgu Traustadóttur og Margréti Berglindi Einarsdóttur á Hofsósi.
Meira

Skilaboðaskjóðan frumsýnd í gær – Flott sýning sem höfðar til allra

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi Skilaboðaskjóðuna í Menningarhúsinu Miðgarði í gærkvöldi en eins og áður hefur komið fram í fréttum er það í fyrsta skipti sem leikfélagið frumsýnir verk sitt þar. Á sviðinu mátti sjá blöndu af reyndum og óreyndum leikurum sem töfruðu fram skemmtilega frásögn þessa skemmtilega leikrits Þorvaldar Þorsteinssonar.
Meira

Píratar vilja lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu um að Alþingi lýsi formlega yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og feli ríkisstjórninni að haga áætlanagerð sinni og aðgerðum í samræmi við það.
Meira

Brautskráning frá Háskólanum á Hólum

Síðastliðinn föstudag var brautskráningarathöfn við Háskólann á Hólum og var hún haldin í húsakynnum Sögusetursíslenska hestsins. Ellefu nemendur brautskráðust að þessu sinni; fimm frá Ferðamáladeild, sömuleiðis fimm frá Fiskeldis og fiskalíffræðideild og loks brautskráðist einn nemandi frá Hestafræðideild.
Meira

Sigurður Bjarni formaður nýrrar stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra

Ný stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra, sem skipuð var í kjölfar veitarstjórnarkosninganna í vor, hélt sinn fyrsta fund í byrjun október. Stjórnin er skipuð fulltrúum þeirra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem aðild eiga að Náttúrustofunni en það eru Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnaþing Vestra.
Meira

Skemmtileg norðlensk tenging fylgdi góðri gjöf í Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið spilaði við lið Portúgals í Pacos de Fer­reira í Portúgal í gær í umspilsleik þar sem sæti á HM kvenna næsta sumar var í húfi. Eftir smá dómaraskandal náðu heimastúlkurnar yfirhöndinni í leiknum og sigruðu 4-1 eftir framlengdan leik. Feykir ákvað að senda ekki blaðamann á leikinn en það gerði Vísir. Í frétt í morgun var sagt frá því að einn stuðningsmanna íslenska liðsins, Elísabet Ólafsdóttir, leikmaður á eldra ári í 5. flokki KR, hafi fengið góða gjöf í flugstöðinni eftir leik og flaug heim með stjörnur í augum.
Meira

Snjórinn er sumum gleðigjafi

„Það er alltaf gleði og gaman hjá ungu kynslóðinni þegar fyrsti snjórinn kemur, þó að þeir fullorðnu séu ekki alveg eins glaðir,“ segir í frétt á heimasíðu Varmahlíðarskóla sem birtist sl. mánudag eða í kjölfar sunnudagsskellsins. Það var því ákveðið að nýta snjógleðina með nemendum í 3. og 4. bekk og farið út í snjóhúsagerð.
Meira

Sigur hjá 10 fl. drengja á móti Þór

Í gær, þriðjudaginn 11. okt, fór fram nágrannaslagur Tindastóls og Þórs frá Akureyri í 10. flokki drengja í Síkinu. Fyrirfram var búist við hörkuleik, en viðureign liðanna fyrr í haust í Eyjafirðinum var jöfn og spennandi og endaði með naumum sigri Skagfirðinga.
Meira

Efling félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins

Strandveiðifélag Íslands styður fyllilega við tillögu til þingsályktunar um sem lögð var fram af Bjarna Jónssyni (flm), ásamt meðflutningsmönnunum Steinunni Þóru Árnadóttur, Jódísi Skúladóttur, Orra Páli Jóhannssyni og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þann 15. sept. sl.
Meira

Forseti kosinn til forystu :: Leiðari Feykis

Samkvæmt dagskrá lýkur 45. þingi ASÍ í dag eftir kosningar um forseta. Eins og allir vita sem eitthvað fylgjast með fréttum hefur gustað um verkalýðshreyfinguna síðustu misseri og sagði Drífa Snædal af sér embætti forseta sambandsins í ágúst sl. enda átök innan þess verið óbærileg að hennar mati og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
Meira