Skagafjörður

Tindastóll með öruggan sigur á liði Keflvíkinga í fyrsta leik

Úrslitakeppni Subway-deildarinnar í körfuknattleik fór í gang í kvöld og það voru lið Tindastóls og Keflavíkur sem riðu á vaðið. Stólarnir höfðu unnið sjö síðustu leiki sína í deildinni og mættu til leiks þrútnir af sjálfstrausti, enda varð leikurinn hin besta skemmtun fyrir stuðningsmenn Stólanna því liðið sýndi sínar bestu hliðar og skellti Keflvíkingum af miklu öryggi. Lokatölur 101-80 og það er lið Tindastóls sem nær í fyrsta sigurinn í rimmu liðanna sem mætast að nýju í Keflavík nk. föstudag.
Meira

4. umferð MB11 haldin á Norðurlandi sl. helgi

Margt var um manninn á Sauðárkróki og Blönduósi sl. helgi þegar strákar úr 6. bekk, og foreldrar þeirra, voru komnir á Norðurland til að keppa á törneringu í körfubolta (MB11). Skráðir voru til leiks um 350 þátttakendur í 59 liðum alls staðar að af landinu en spilað var í 12 riðlum sem endaði í 119 leikjum.
Meira

Fyrsti leikur Stóla í úrslitum Subway deildarinnar verður háður í kvöld

Fyrstu tveir leikir úrslitakeppni Subwaydeildar karla fara fram í kvöld er Tindastóll tekur á móti Keflavík í Síkinu á Sauðárkróki og Valur fær Stjörnuna í heimsókn í Origo-höllina á Hlíðarenda. Á morgun mætast svo Íslandsmeistarar Njarðvíkur og KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík og Þór Þorlákshöfn og Grindavík í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn.
Meira

Álfhildur leiðir VG og óháð í Skagafirði

V listi, Vinstri grænna og óháðra í Skagafirði var samþykktur á félagsfundi VG í félagsheimilinu í Hegranesi í gærkvöldi. Þetta mun vera ellefti VG listinn sem lítur dagsins ljós fyrir kosningarnar 14. maí í vor. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari og sveitarstjórnarfulltrúi og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur leiða listann, í þriðja sæti er Pétur Örn Sveinsson, tamningamaður og bóndi.
Meira

Hópur frá FNV heimsótti Vilníus á vegum Erasmus+

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er þátttakandi í Erasmusverkefninu og á heimasíðu skólans segir að dagana 27. mars til 3. apríl heimsóttu fimm nemendur FNV í félagi við tvo kennara Vilníus í Litháen og tóku þar þátt í vinnuviku á vegum verkefnisins. Auk Íslendinga og Litháa voru þáttakendur frá Eistlandi, Tékklandi, Englandi og Spáni.
Meira

Æfingaferðin til Portúgal hefur gengið frábærlega

Knattspyrnufólk í Tindastóli skaust á dögunum suður til Portúgals til æfinga og undirbúnings fyrir komandi tímabil í boltanum. Að sögn Sæþórs Más Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Stólanna, er ferðin búin að ganga alveg frábærlega, mjög góð stemning í hópnum og æfingarnar hafa heppnast mjög vel. Hópurinn, sem telur 35 manns, er á svæði sem heitir Colina Verde. „Eru í rauninni með hótelið út af fyrir sig og mjög gott æfingasvæði,“ segir Sæþór.
Meira

Spennandi vinnustofur í TextílLabinu á Blönduósi

Á vegum Textílmiðstöðvar Íslands verða haldnar sjö spennandi vinnustofur í TextílLabinu á Blönduósi að Þverbraut 1 dagana 22. apríl - 7. maí nk. Námskeiðin eru ókeypis fyrir þátttakendur á kostnað Shemakes Evrópuverkefnisins sem Textílmiðstöðin tekur þátt í.
Meira

Byggðagleraugun enduðu á nefi HMS á Sauðárkróki

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa veitt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022 fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðvar stofnunarinnar á Sauðárkróki. Starfsstöðin hefur mikla þýðingu fyrir samfélögin á Norðurlandi vestra og þykir fyrirmyndardæmi um árangursríkan flutning verkefna á landsbyggðina. Starfsstöðin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri og fer starfsmönnum fjölgandi með fjölgun verkefna. Vinnustaður eins og HMS hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið.
Meira

Skagfirðingar á palli á Íslandsmóti í crossfit

Íslandsmótið í crossfit fór fram um helgina í CrossFit Reykjavík en um svokallaða boðskeppni var að ræða þar sem tólf efstu á Íslandi í Open, sem er alþjóðleg netkeppni á vegum crossfit, fengu sæti á mótinu. Þrír Skagfirðingar fengu þetta boð, Áslaug Jóhannsdóttir, Haukur Rafn Sigurðsson og Ægir Björn Gunnsteinsson.
Meira

Bjartir tímar framundan í Gránu

„Eftir magra tíð á tímum heimsfaraldurs er lífið í Gránu að færast í eðlilegra horf,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, yfirsturlungur í Gránu á Króknum, þegar Feykir spyr hann út í hvað sé framundan en Grána Bistro og sýningin 1238 – Baráttan um Ísland voru lokuð nú í byrjun árs en þá urðu breytingar í veitingarekstri og sömuleiðis herjaði Covid-veiran sem sjaldan fyrr á okkar svæði.
Meira