Gervihnattafjarskipti á Blönduósi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.02.2022
kl. 13.10
Borealis Data Center og ítalska fyrirtækið Leaf Space hafa gert samning sem felst í hýsingu og rekstri á búnaði fyrir gervitunglafjarskipti. Um er að ræða samskiptabúnað, loftnetastöð og annan tæknibúnað sem sinnir móttöku og meðhöndlun gagna frá gervitunglum á sporbraut um jörðu. Gervihnattastöðin er staðsett við gagnaver Borealis Data Center á Blönduósi þar sem allur búnaður er hýstur.
Meira