Skagafjörður

Vel heppnað byggðasöguþing á Hólum

Föstudaginn 30. september s.l. buðu Sögufélag Skagfirðinga og ferðamálafræðideild Háskólans á Hólum til málþings í tilefni af því að lokið er ritun Byggðasögu Skagafjarðar. Boðið var upp á fjölda erinda sem fjölluðu um ritun byggðasögu frá ýmsum hliðum. Fjallað var meðal annars um mikilvægi þess fyrir samfélög að hafa ritaða sögu sína og hvernig Byggðasaga Skagafjarðar hefur aukið þekkingu ábúenda á næruhverfi sínu.
Meira

Íslenskur landbúnaður í Höllinni um helgina

Sýningin Íslenskur landbúnaður 2022 verður haldin í Laugardalshöllinni 14. til 16. október næstkomandi. Sýningin er beint framhald af samnefndri sýningu sem haldin var haustið 2018 en sú sýning var einstaklega vel sótt og engin ástæða til annars en að ætla að svo verði á ný að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra Íslensks landbúnaðar 2022.
Meira

Yngri flokkar Tindastóls sigursælir um helgina

Það voru margir leikir spilaðir um helgina hjá barna og unglingastarfi Körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Tveir hópar MB10, stelpu og stráka, fóru á fjölliðamót, sameiginlegt lið Tindastóls/Kormáks í 9 fl. kvenna spilaði við Keflavík, 11. flokkur karla spilaði við Njarðvík og Ungmennaflokkur karla spilaði við Hraunamenn/Laugdæli og fóru allir leikirnir fram á laugardaginn.
Meira

Réttindagæsla barna

Embætti umboðsmanns barna hefur nú hafið tilraunaverkefni til tveggja ára, um réttindagæslu barna, en um er að ræða aðgerð sem kveðið er á um í aðgerðaáætlun stjórnvalda um innleiðingu Barnasáttmálans.
Meira

Lið Snæfells lék Stólastúlkur grátt í Síkinu

Stólastúlkur fengu lið Snæfells frá Stykkishólmi í heimsókn í Síkið í kvöld í 1. deild kvenna í körfunni. Leikinn átti að spila í gær en honum var frestað um sólarhring sökum veðurs. Ekki virtist ferðalagið hafa farið illa í gestina sem tóku völdin snemma leiks og unnu öruggan sigur. Lið Snæfells var yfir í hálfleik, 19-32, og náðu síðan góðum endaspretti eftir að Stólastúlkur náðu að minnka muninn í átta stig þegar sjö mínútur voru eftir. Lokatölur 51-75.
Meira

Meintur Skagfirðingur vann skemmdarverk á sendibúnaði FM Trölla

Undanfarnar vikur og mánuði hafa útsendingar FM Trölla í Skagafirði legið niðri vegna bilunar og segir á heimasíðu Trölla að í fyrstu hafi verið talið að ástæðan væri breytingar á netsambandi í húsnæðinu sem hýsir sendibúnað FM Trölla í Skagafirði. Voru menn búnir að skoða ýmislegt, spá og spekúlera en allt kom fyrir ekki.
Meira

Opnir dagar í TextílLab á Blönduósi um mhelgina

Opnir dagar verða í TextílLab Textílmiðstöðvarinnar á Þverbrautinni á Blönduósi 15.-16. október nk. Allir eru velkomnir en auk metnaðarfullrar dagskrár verður boðið upp á kaffi og pönnukökur!
Meira

Unastaðir og Fjall í Kolbeinsdal

Glöggir lesendur áttuðu sig á því að myndatexti átti engan veginn við í grein um ævintýraferð nemenda Grunnskólans austan Vatna sem birtist í 36. tölublaði Feykis. Þar stóð í myndatexta að húsið á Fjalli væri alveg til fyrirmyndar, sem það er, en myndin er hins vegar af húsinu á Unastöðum í Kolbeinsdal. Villan er alfarið á ábyrgð Feykis og leiðréttist hér með.
Meira

Keflvíkingar lögðu Stólana í hörkuleik í Blue-höllinni

Það var nánast eins og framhald á úrslitakeppninni frá í vor þegar lið Keflavíkur og Tindastóls mættust í Blue-höll Reykjanesbæjar í fyrstu umferð Subway-deildarinnar í gærkvöld. Leikurinn var æsispennandi og liðin banhungruð og því ekki þumlungur gefinn eftir. Gestirnir byrjuðu betur og leiddu í hálfleik en smá rót kom á leik Stólanna þegar Drungilas var sendur úr húsi eftir að hafa rekið olnboga í höfuð Milka. Keflvíkingar komust yfir í kjölfarið og náðu með herkjum að innbyrða sigur gegn baráttuglöðum Tindastólsmönnum. Lokatölur 82-80.
Meira

Viðarsson frá Hofi valinn besti hrúturinn

Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hélt í gær lambhrútasýningu í Hvammi í Vatnsdal. Góð mæting var á viðburðinn, bæði af fólki og fénaði. Í flokki mislitra stóð efstur Grettissonur frá Akri. Í flokki kollóttra stóð efstur Fálkasonur frá Kornsá. Í flokki hyrntra stóð efstur Viðarssonur frá Hofi, og var hann jafnframt valinn besti hrútur sýningarinnar.
Meira