Tindastóll með öruggan sigur á liði Keflvíkinga í fyrsta leik
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.04.2022
kl. 22.07
Úrslitakeppni Subway-deildarinnar í körfuknattleik fór í gang í kvöld og það voru lið Tindastóls og Keflavíkur sem riðu á vaðið. Stólarnir höfðu unnið sjö síðustu leiki sína í deildinni og mættu til leiks þrútnir af sjálfstrausti, enda varð leikurinn hin besta skemmtun fyrir stuðningsmenn Stólanna því liðið sýndi sínar bestu hliðar og skellti Keflvíkingum af miklu öryggi. Lokatölur 101-80 og það er lið Tindastóls sem nær í fyrsta sigurinn í rimmu liðanna sem mætast að nýju í Keflavík nk. föstudag.
Meira