Skagafjörður

Gervihnattafjarskipti á Blönduósi

Borealis Data Center og ítalska fyrirtækið Leaf Space hafa gert samning sem felst í hýsingu og rekstri á búnaði fyrir gervitunglafjarskipti. Um er að ræða samskiptabúnað, loftnetastöð og annan tæknibúnað sem sinnir móttöku og meðhöndlun gagna frá gervitunglum á sporbraut um jörðu. Gervihnattastöðin er staðsett við gagnaver Borealis Data Center á Blönduósi þar sem allur búnaður er hýstur.
Meira

Enn fjölgar smitum á Norðurlandi vestra

Samkvæmt stöðutöflu sem aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra opinberaði nú í morgun heldur Covid-smituðum einstaklingum að fjölga í umdæminu en nú eru 115 skráðir í einangrun 18 fleiri en í gær. „Það er mikil hreyfing á töflunni og þá aðallega upp á við því miður. Því munum við reyna að uppfæra hana örar,“ segir í færslu almannavarna á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Horft til framtíðar

Á laugardaginn kemur, 19. febrúar, verður kosið um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar. Hinn 26. mars kjósa svo íbúar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps um sameiningu sem og íbúar í Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ.
Meira

Hittumst í þinni heimabyggð! Flokkur fólksins á Kaffi Krók nk. föstudag

Þingflokkur Flokks fólksins verður á ferð og flugi í kjördæmaviku, sem átti að hefjast á Sauðárkróki síðasta mánudag en vegna ófærðar og slæms veðurs syðra tafðist ferðin um sólarhring og hófst ferðin því í gær í gamla heimabæ formannsins, Ingu Sæland, á Ólafsfirði. Flokkur fólksins verður hins vegar á Króknum á föstudaginn.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar stendur yfir hjá sýslumönnum vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga sem fram fer nk. laugardag 19. febrúar: Blönduósbær og Húnavatnshreppur; Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur; Snæfellsbær og Eyja- og Miklaholtshreppur.
Meira

Smitum fjölgar á Norðurlandi vestra

Samkvæmt nýrri stöðutöflu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur orðið töluverð aukning í smitum í umdæminu þar sem 97 einstaklingar eru skráðir í einangrun. Enginn er í sóttkví enda búið að fella hana niður með reglugerð sem birt var sl. föstudag en þá losnuðu hátt í 10.000 manns undan þeim sóttvarnaraðgerðum á landsvísu.
Meira

Skráning hafin í Körfuboltabúðir Tindastóls

Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar í ágúst og er skráning þegar hafin. Til að mæta vaxandi eftirspurn hefur verið ákveðið að bjóða upp á tvö námskeið, annars vegar dagana 8.-12. ágúst fyrir 12-16 ára krakka og 13.-14. ágúst fyrir 9-11 ára.
Meira

Þórsarar lagði í háspennuleik í 1. deild körfuboltans

Stólastúlkur áttu góðan leik sl. laugardag er þær mættu nágrönnum sínum frá Akureyri í 1. deild kvenna í körfubolta á heimavelli og nældu sér í montréttinn yfir Norðurlandi um. Leikurinn var spennandi frá upphafi til enda og um hörkuleik að ræða og myndaðist sannkölluð sigurstemning hjá þeim rúmlega 200 áhorfendum sem létu sig ekki vanta á pallana.
Meira

Ólympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson heimsótti Árskóla

Árskóli á Sauðárkróki fékk góðan gest í heimsókn sl. föstudag þegar ólympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson ræddi við nemendur um heima og geima.
Meira

Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag

Slaufunarmenning, stafrænt ofbeldi, stéttskipting í íslensku ljósi, viðhorfsbreytingar tengdar #metoo, frjósemisréttindi fatlaðra kvenna, valdójafnvægi innan íþrótta, textíll og hringrásarkerfi sem jafnréttismál, ljósmyndasýning tengd mannúðarstörfum kvenna og staða jafnréttismála innan háskóla landsins er meðal þeirra fjölbreyttu umfjöllunaref
Meira