Skagafjörður

Árið 2021: „Við bændur munum ekki sakna þurrkanna“

Nyrst á Skaga, út við ysta haf, býr Karen Helga Rabølle Steinsdóttir ásamt Jóni Helga manni sínum og tveimur ungum herramönnum. Þau búa nánar tiltekið í Víkum þar sem þau reka sauðfjárbú en Karen vinnur að auki á leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd. Auk þess er hún sporðdreki. Feykir plataði hana til að gera upp árið 2021 sem hún lýsir svona í þremur orðum: „ Leið of fljótt.“
Meira

Laufey Harpa Halldórsdóttir fékk farandbikar Stefáns og Hrafnhildar

Í gær var Laufeyju Hörpu Halldórsdóttur, fótboltakonu á Sauðárkróki, veittur farandbikar og skjöldur til minningar um Stefán Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga, og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Bikarinn var fyrst veittur fyrir um áratug og hefur sú athöfn farið fram jafnhliða úthlutun menningarstyrkja Kaupfélags Skagfirðinga.
Meira

Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum

Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn.
Meira

Zoran Vrkic á Krókinn og Massamba sendur heim

Nú um áramótin verður gerð breyting á karlaliði Tindastóls í körfuboltanum þar sem hinn eitilharði varnarmaður, Thomas Massamba, heldur heim á leið en í hans stað kemur hinn tveggja metra Króati, Zoran Vrkic.
Meira

Covid sýnatökur um áramót

Opnunartími í Covid sýnatökur verður rýmkaður yfir áramótin á nokkrum starfsstöðvum HSN og þannig mögulegt að fara í hraðpróf á heilsugæslustöðinni á Sauðárkróki á gamlársdag og PCR próf sama dag auk 1. og 2. janúar.
Meira

Árið 2021: Vill skella andlitsgrímunni á brennuna

Króksarinn Halldór Þormar Halldórsson hefur búið á Siglufirði um drjúglangan tíma en hann starfar sem lögfræðingur hjá íslenska ríkinu. Hann gerir nú upp árið fyrir lesendur Feykis. Hann segist hafa hætt að telja skó sína við 25 pör en notar skónúmer 43/44. Þegar hann er spurðu hver helsta lexía ársins 2021 hafi verið svarar hann: „Hvert ár sem líður færir manni einhverja lexíu en sú sem kannski stendur eftir þetta ár er að telja aldrei hænsnin fyrr en þau eru komin inn í kofann, eins og dagljóst er orðið.“
Meira

Vænasta vetrarveður á gamlársdag en hvellur í ársbyrjun

Það er hið ágætasta vetrarveður á Norðurlandi vestra í dag eins og sést á myndinni sem hér fylgir sem tekin var upp úr tíu í morgun. Veður stillt og víða heiður himinn, frost frá tveimur og niður í tíu stig. Veðurstofan gerir ráð fyrir svipuðu veðri á morgun, gamlársdag, en nánast um leið og nýtt ár gengur í garð skellur víða á norðaustanstormur en ekki er gert ráð fyrir úrkomu fyrr en á sunnudag.
Meira

Jómfrúrræða Eyjólfs Ármannssonar á Alþingi

Fyrr í mánuðinum flutti Eyjólfur Ármannsson jómfrúrræðu sína á Alþingi í tengslum við fjárlagafrumvarpið sem nú er nýsamþykkt. Eyjólfur er sjötti þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Flokk fólksins. Hann er 2. varaformaður fjárlaganefndar og 1. varaformaður allsherjar- og menntmálanefndar.
Meira

23 í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra sendi í hádeginu frá sér tilkynningu vegna Covid-bylgjunnar sem nú ríður yfir landið en smit hafa aldrei verið fleiri en nú um jólin. Brýnt er fyrir fólki að halda vöku sinni og sinna persónulegum sóttvörnum og er fólk hvatt til að halda lágstemmda hátíð nú um áramótin. Í smittöflu sem fylgir tilkynningunni kemur fram að 23 séu smitaðir á Norðurlandi vestra og 39 í sóttkví.
Meira

HSN á Sauðárkróki tekur við sjúklingum frá Landspítala

Greint var frá því í gær að Landspítalinn hafi verið settur á neyðarstig þar sem mikið álag hefur lengi verið þar innan húss og mjög vaxandi undanfarnar vikur, eftir því sem fram kemur á heimasíðu hans. Til að létta undir hefur verið ákveðið að flytja sjúklinga þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu m.a. á Sauðárkrók.
Meira