Iðnaðarsigur Stólastúlkna í Grafarvoginum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.06.2022
kl. 00.39
Stólastúlkur spiluðu í dag við lið Fjölnis á Extra vellinum í Grafarvogi í sjöundu umferð Lengjudeildarinnar. Lið heimastúlkna hafði fyrir leikinn aðeins krækt í eitt stig en lið Tindastóls hefur hniklað vöðvana í baráttunni um sæti í Bestu deildinni að ári. Stólastúlkur byrjuðu leikinn vel og gerðu fljótt tvö mörk en náðu ekki að bæta við og unnu á endanum 0-2 sigur sem fleytti liðinu upp í annað sæti deildarinnar.
Meira
