Skagafjörður

„Það er oft þrautin þyngri að koma vitinu fyrir fólk“ :: Liðið mitt Hrafn Margeirsson

Hrafn Margeirsson er mörgum kunnur úr handboltanum en hann var ungur kominn suður og kynntist þar íþróttinni sem varð hans eftir það. „Lék í meistaraflokki í 19 ár og á, að mig minnir, 48 landsleiki að baki fyrir Íslands hönd,“ segir hann. Hrafn sleit barnskónum á Mælifellsá, fremsta bæ á Efribyggð í Lýdó hinum forna.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Lambalæri & marengs

Matgæðingar vikunnar eru Baldur Sigurðsson, eigandi Bílaþjónustu Norðurlands og umboðsmaður Bílaleigunnar Avis, og eiginkona hans, Helga Skúladóttir, starfsmaður Landsbankans, og eru þau búsett á Sauðárkróki.
Meira

Samstaða :: Áskorandapistill Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir, Lilla - brottfluttur Króksari

Ég vil byrja á að þakka Laufeyju Kristínu vinkonu minni fyrir áskorunina, ég tek henni með bros á vör. Við þekktumst ekki mikið þegar við bjuggum báðar á Sauðárkróki, en svo virðist sem Skagafjörðurinn haldi áfram að gefa utan landsteinanna, þvílík lukka að eignast vini úr heimahögunum í Kaupmannahöfn!
Meira

Donni ánægður með leik Tindastóls þrátt fyrir tap í Mjólkurbikarnum

Það var leikið í Mjólkurbikarnum á Sauðárkróksvelli í dag en þá mætti lið Tindastóls grönnum sínum í Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar (KS og Leiftur) en þetta var síðasti leikurinn í fyrstu umferð keppninnar. Nokkur munur hefur verið á gengi liðanna síðustu misserin, Stólarnir komnir í 4. deildina en lið KF verið að gera sig gildandi í 2. deildinni. Það kom á daginn að gestirnir voru sterkari í rigningunni á Króknum og skunduðu áfram í 2. umferða eftir 0-4 sigur.
Meira

Hvar er miðbærinn á Sauðárkróki?

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lagt til að hafin verði hugmyndavinna að skipulagi og hönnun miðbæjarsvæðis á Sauðárkróki. Í nýju Aðalskipulagi eru þrjú miðsvæði nefnd en í fundargerð nefndarinnar segir að nokkuð óljóst hafi verið hvar íbúar telji miðbæinn sinn vera.
Meira

Matgæðingur í viku 13 - Tælenskur chilikjúklingur og sænsk kladdkaka

Matgæðingur vikunnar í tbl 13 í ár var Kristrún Ósk Sigurðardóttir en hún fékk áskorun frá Völu Frímannsdóttur. Kristrún er þjónustufulltrúi í Vörumiðlun á Sauðárkróki og er gift Arnari Skúla Atlasyni þjónustufulltrúa hjá VÍS. Kristrún og Arnar eiga þrjú börn, tvíburana Arnar Smára og Atla Skúla og Erlu Lár.
Meira

„Þetta er náttúrulega hörku lið í Keflavík, ekki má gleyma því,“ segir Svavar Atli sem býst við stríðsátökum í kvöld

Í kvöld fer fram fjórði leikur í rimmu Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Subway deildarinnar í körfubolta en með sigri komast Stólar áfram í undanúrslit. Fari hins vegar svo að Keflvíkingar beri sigur úr býtum ráðast úrslit, um hvort liðið fer áfram, í oddaleik á páskadag í Síkinu á Sauðárkróki.
Meira

Loksins eftirhermur - Páskatúr Sóla Hólm

Þeir fara víða skemmtikraftarnir þessa dagana og svo er um Sóla Hólm sem hefur sinn (engan veginn) árvissa páskatúr á Króknum í kvöld. Sýningin Loksins eftirhermur hefur gengið fyrir fullu húsi í Bæjarbíói í Hafnarfirði í vetur en nú verður hann í Háa salnum á Gránu á Sauðárkróki og segir Áskell Heiðar, framkvæmdastjóri 1238, að nokkrir miðar séu enn til.
Meira

Vel heppnuð uppskeruhátíð Matsjárinnar

Í fyrstu viku aprílmánaðar var haldin glæsileg uppskeruhátíð og matarmarkaður Matsjárinnar sem fór fram á Hótel Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Um var að ræða lokaviðburð 14 vikna masterclass-námskeiðs sem fór af stað í byrjun ársins. Í frétt á vef SSNV segir að á þessu 14 vikna tímabili voru haldnir sjö fræðslufundir og sjö svokallaðir heimafundir sem fram fóru á netinu. Lagt var upp með að veita fræðslu til smáframleiðenda matvæla til að styðja þá í að auka verðmætasköpun, styrkja stöðu sína, efla framleiðslu, auka sölutekjur og sjálfbærni í rekstri.
Meira

Flugeldur kveikti sinueld í Litlaskógi

Mikinn reyk lagði upp úr Litlaskógi á Sauðárkróki seinni partinn í gær þar sem eldur logaði í sinu og visinni lúpínu. Kviknað hafði í út frá flugeldi sem stefnulaust endaði í brekkunni ofan gömlu sundlaugarinnar en krakkar höfðu tekið prikið af flugeldinum og tendrað. „Þegar þeir kveikja í honum fer hann bara út í loftið og lendir þarna í hlíðinni svo berst eldurinn í sinuna og lúpínuna sem er þarna. Þetta var bara fikt,“ segir Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri.
Meira