Skagafjörður

Ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun staðfest fyrir dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun fimm einstaklinga vegna smita af völdum Covid. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis er þetta í þriðja sinn sem látið er reyna á lögmæti ákvörðunar sóttvarnalæknis um einangrun fyrir dómi, segir á heimasíðu stjórnarráðsins.
Meira

Árið 2021: Þvottaefni í púðum fyrir þvottavélar – ætti ekki að nota í uppþvottavélar

Nú skýst Feykir með lesendur sína í uppgjörsleiðangur yfir snjóþakta Öxnadalsheiði og nemur staðar á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit hvar fyrrum prófarkalesari blaðsins, Karl Jónsson, unir hag sínum í góðum félagsskap. Kalli, sem er uppalinn á Hólaveginum á Króknum, starfar nú sem verkefnastjóri á Akureyri, hefur góðan smekk á íþróttum og er í nautsmerkinu. Árið í þremur orðum? Allt á uppleið.
Meira

Flestar athugasemdir endurskoðaðs Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 komu frá fjáreigendum á Nöfum

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 30. nóvember Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 ásamt umhverfismatsskýrslu. Alls bárust athugasemdir og umsagnir frá 102 aðilum vegna aðalskipulagsins frá umsagnaraðilum, íbúum og öðrum aðilum og voru langflestar þeirra í formi samhljóða bréfs frá frístundabændum á Nöfunum og vörðuðu fyrirhugaða stækkun íþróttasvæðisins á Nöfunum sem einkum er ætlað undir golfvöll.
Meira

Samningar undirritaðir við Eðalbyggingar ehf. um gerð nýrrar viðbyggingar Ársala á Sauðárkróki

Í dag var undirritaður samningur við Eðalbyggingar ehf. (SG-Hús ehf.) um byggingu og hönnun séruppdrátta nýrrar viðbyggingar við leikskólann Ársali á Sauðárkróki. Aðaluppdrættir og verkefnastjórnun var unnið af Stoð ehf. verkfræðistofu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Stefnt er á að taka fyrri áfanga hússins í notkun næsta vor.
Meira

Gul veðurviðvörun og óvissustig á Tröllaskaga

Þæfingsfærð er nú á Siglufjarðarvegi samkv. heimasíðu Vegagerðarinnar, snjóþekja á Þverárfjalli og hálka á flestum leiðum norðanlands. Lýst var yfir óvissustigi í dag vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Unnið er að mokstri á Siglufjarðarvegi, Þverárfjalli og Svalbarðsströnd að Grenivík en Víkurskarð er lokað vegna snjóa. Snjókoma er á Öxnadalsheiði og éljagangur á Vatnsskarði líkt og víða á Norðurlandi vestra og er vegfarendum bent á að hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku auk éljagangsins en vel fært öllum bílum.
Meira

Árið 2021: Lífið á Smáragrundinni spennusögu líkast

Það er komið að Álfhildi Leifsdóttur að gera upp árið á netsíðu Feykis. Hún býr á Smáragrundinni á Króknum, í hjarta bæjarins, en er að sjálfsögðu uppalin í Keldudal í Hegranesi. Álfhildur er kennari og sveitarstjórnarfulltrúi og auk þess fiskur. Til að lýsa árinu notar hún þrjú orð sem öll byrja á eff; Fjölskyldusamvera, fjarfundir, fordæmalaust!
Meira

Styttist í að markmið um leikskólarými fyrir börn frá 12 mánaða aldri náist í Skagafirði

Í frétt á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sagði frá því nú fyrir jólin að á síðustu misserum hefur óskum eftir leikskóladvöl barna frá 12 mánaða aldri fjölgað umtalsvert. Það á ekki ekki bara við í Skagafirði heldur um land allt. Svf. Skagafjörður hefur unnið að því að koma til móts við óskir um leikskólarými fyrir börn frá 12 mánaða aldri og segir í fréttinni að nú hilli undir að það markmið sé að verða að veruleika.
Meira

Af hverju er heilagt kl. 18 á aðfangadag?

Margir hafa velt því fyrir sér af hverju jólin hefjast hjá okkur Íslendingum, sem og öðrum Norðurlandabúum, á aðfangadag en víðast hvar í heiminum daginn eftir eða þann 25. desember. Skýringuna er m.a. að finna á Vísindavefnum en þar segir að til forna hafi nýr dagur hafist um miðjan aftan, það er kl. 18 og hefst því jóladagur klukkan sex síðdegis á aðfangadag.
Meira

Covid lætur á sér kræla í herbúðum Tindastóls

Það virðast ansi margir hafa fengið eitthvað óvænt og óvelkomið í jólagjöf þetta árið. Covid-smitum fer hratt fjölgandi í kjölfarið á útbreiðslu Ómikron-afbrigðis veirunnar sem er augljóslega bráðsmitandi en virðist þó sem betur fer ekki hafa í för með sér alvarleg veikindi. Íbúar á Norðurlandi vestra hafa alla jafna sloppið nokkuð vel undan pestinni í ár en nú herma fréttir að leik Þórs Akureyri og Tindastóls í Subway-deildinni, sem fram átti að fara annað kvöld, hafi verið frestað vegna smits í herbúðum Tindastóls.
Meira

Árið 2021: Saknar viknanna tveggja

Nú er það Sveinbjörg Rut Pétursdóttir sem leiðir okkur í allan sannleikann um árið sem er að líða. Hún býr í Grundartúninu á Hvammstanga, starfar sem atvinnuráðgjafi hjá SSNV og er sporðdreki. Sveinjörg segir ást, samveru og ferðalög lýsa árinu hennar best.
Meira