Flugeldur kveikti sinueld í Litlaskógi
feykir.is
Skagafjörður
13.04.2022
kl. 10.48
Mikinn reyk lagði upp úr Litlaskógi á Sauðárkróki seinni partinn í gær þar sem eldur logaði í sinu og visinni lúpínu. Kviknað hafði í út frá flugeldi sem stefnulaust endaði í brekkunni ofan gömlu sundlaugarinnar en krakkar höfðu tekið prikið af flugeldinum og tendrað. „Þegar þeir kveikja í honum fer hann bara út í loftið og lendir þarna í hlíðinni svo berst eldurinn í sinuna og lúpínuna sem er þarna. Þetta var bara fikt,“ segir Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri.
Meira