Skagafjörður

Flugeldur kveikti sinueld í Litlaskógi

Mikinn reyk lagði upp úr Litlaskógi á Sauðárkróki seinni partinn í gær þar sem eldur logaði í sinu og visinni lúpínu. Kviknað hafði í út frá flugeldi sem stefnulaust endaði í brekkunni ofan gömlu sundlaugarinnar en krakkar höfðu tekið prikið af flugeldinum og tendrað. „Þegar þeir kveikja í honum fer hann bara út í loftið og lendir þarna í hlíðinni svo berst eldurinn í sinuna og lúpínuna sem er þarna. Þetta var bara fikt,“ segir Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri.
Meira

Margrét Eir í Sauðárkrókskirkju að kvöldi skírdags

Lífið virðist loks vera að nálgast sitt gamla form eftir tvö skrýtin ár undir oki kórónuveirunnar með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Eitt dæmi um þetta er að Sauðárkrókskirkja býður á ný til tónleika að kvöldi skírdags en nú mun söngkonan góðkunna, Margrét Eir, syngja sín uppáhaldslög við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar.
Meira

Íþróttahreyfingin fær styrk vegna tekjutaps af völdum heimsfaraldurs

Ákveðið var á fundi ríkisstjórnar sl. föstudag að íþróttahreyfingin í landinu fengi 500 m.kr. fjárframlag frá stjórnvöldum sem mótvægisaðgerð gegn tekjutapi af völdum heimsfaraldurs.
Meira

Fimmgangur í Meistaradeild KS á morgun

Meistaradeild KS í hestaíþróttum heldur áfram á morgun 13. apríl þegar keppt verður í fimmgangi í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Sýnt verður beint frá mótinu á Alendis TV. Í tilkynningu frá stjórn Meistaradeildar segir að húsið verði opið frá klukkan 17 þar sem hægt verður að spjalla yfir kjötsúpu, kaffi, súkkulaði og samlokum. „Endilega mætið tímanlega - hlökkum til að sjá ykkur.“
Meira

Hjalti Pálsson útnefndur heiðursborgari Svf. Skagafjarðar á útgáfuhátíð Byggðasögunnar

Í gærkvöldi náðist loks að halda útgáfuhátíð Byggðasögu Skagafjarðar en tíunda og jafnframt seinasta bindi ritraðarinnar kom út skömmu fyrir síðustu jól en tafir urðu á athöfn vegna Covid. Í lok dagskrár var Hjalti Pálsson, ritstjóri verksins, útnefndur heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Meira

Sókn til framtíðar

Þann 14. maí næstkomandi verða sveitarstjórnarkosningar haldnar um land allt. Þá ákveðum við hverja við veljum til þess að stjórna nærsamfélögum okkar næstu fjögur árin. Í ljósi eftirfarandi lagatexta er gott og rétt að við íhugum vandlega hverja við viljum sjá við stjórnvölin. Í Sveitarstjórnarlögum segir meðal annars: “Sveitarstjórn hefur ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna, lántökur og ráðstöfun eigna og um framkvæmd verkefna sveitarfélagsins. Sveitarstjórn skal sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitarfélags.
Meira

Allt á suðupunkti í Síkinu þegar Stólarnir lögðu Keflvíkinga í framlengdum leik

Það var raf-mögnuð stemning í Síkinu í kvöld þegar Keflvíkingar heimsóttu Tindastólsmenn í þriðju viðureign liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Bæði lið höfðu unnið örugga sigra í sínum fyrstu heimaleikjum í rimmunni og það lá í loftinu að boðið yrði upp á naglbít í þriðja leiknum. Það stóð heima, leikurinn var æsispennandi og endaði með framlengingu og þar tryggði Zoran Vrkic Stólunum sigur með laglegri íleggju þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir á klukkunni. Lokatölur 95-94 og Tindastóll leiðir einvígið 2-1.
Meira

Útibú Arionbanka á Sauðárkróki gefur húsgögn og málverk á sjúkrahúsið

Vegna breytinga á húsnæði útibús Arionbanka á Sauðárkróki þurfti að finna nýjan stað fyrir stóla og sófa sem ekki nýttust lengur þar en að sögn Sigrúnar Ólafsdóttur, útibússtjóra er að ræða muni sem voru í góðu ásigkomulagi en pössuðu ekki lengur í nýtt útibú. Auk þessa færði bankinn sjúkrahúsinu tólf málverk til eignar.
Meira

Skagfirðingabók komin út

Út er komin Skagfirðingabók númer 41, rit Sögufélags Skagfirðinga, en sú fyrsta kom fyrir almenningssjónir árið 1966. Átta greinar eru í bókinni að þessu sinni og höfuðgreinin um Ingibjörgu Jóhannsdóttur á Löngumýri, eftir Gunnar Rögnvaldsson.
Meira

Útgáfuhátíð Byggðasögu Skagafjarðar

Annað kvöld, mánudaginn 11. apríl, stendur Sögufélag Skagfirðinga fyrir útgáfuhátíð tíunda og síðasta bindis Byggðasögu Skagafjarðar. Fer hátíðin fram í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi og hefst kl. 20:00. Í lokabindinu, sem kom út í lok síðasta árs, er fjallað um Hofsós, Grafarós, Haganesvík og eyjarnar Drangey og Málmey.
Meira