Skagafjörður

Allt helgihald í Skagafirði fellur niður um jól og áramót

Vegna samkomutakmarkana fellur allt helgihald í Skagafirði niður um jól og áramót, samkvæmt því sem fram kemur á Facebooksíðunni Kirkjan í Skagafirði. Jólamessur í Hóladómkirkju og Sauðárkrókskirkju verða sendar út á netinu.
Meira

Málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra fær rúma eina og hálfa milljón af 400 milljóna viðbótarframlagi Jöfnunarsjóðs

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 10. desember sl. um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2021 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæð framlagsins 400 milljónum króna. Sveitarfélagið Skagafjörður fær rúma eina og hálfa milljón kr. í málefnið fyrir Norðurland vestra.
Meira

„Get ekki beðið eftir að koma aftur og berjast með liðinu mínu“

Stúlkurnar sem reimuðu á sig takkaskóna fyrir lið Tindastóls síðastliðið sumar og þustu um iðagræna fótboltavelli í efstu deild kvennaboltans, stóðu fyrir sínu og vel það – þrátt fyrir að fall hafi verið niðurstaðan. Fremst meðal jafningja var þó markvörður Stólastúlkna, Amber Michel, sem kemur frá San Diego í Kaliforníu. Hún átti marga stórleiki í markinu, hélt vörninni á tánum og vakti oft athygli fyrir mögnuð tilþrif og ekki síður mikið keppnisskap. Nokkrum sinnum var hún í liði umferðarinnar hjá fjölmiðlum og í lok tímabilsins í Pepsi Max deildinni var hún valin leikmaður ársins á uppskeruhátíð Tindastóls. Það gladdi því stuðningsfólk Tindastóls þegar fréttist að Amber hefði ákveðið að skrifa undir nýjan samning og spila þriðja sumarið sitt á Króknum. Það gerði líka hin einstaka Murielle Tiernan sem verður þá fimmta sumarið með liði Tindastóls.
Meira

Hrímhvítur og hrollkaldur desemberdagur

Það var kaldur en fallegur dagur í Skagafirði í gær og eftir frostþoku sem læddist inn í Krókinn við sólhvörf, stysta dags ársins sl. þriðjudag, varð allt þakið hvítum hrímfeldi sem gerði umhverfið örlítið jólalegra. Ekki skemmdi fyrir að sólarupprásin var einkar falleg sem gaf góð fyrirheit um bjartan og fallegan dag. Feykir fór á stúfana og fangaði nokkrar náttúrupásur.
Meira

Degi bætt við í bólusetningu fyrir áramótin

„Góð þátttaka var í bólusetningum hjá HSN á Sauðárkróki fyrir jólin og því höfum við ákveðið að bæta við einum degi milli hátíða,“ segir í orðsendingu frá HSN á Sauðárkróki. Bólusett verður fimmtudaginn 30.desember.
Meira

Námskeiði Knattspyrnuakademíu Norðurlands frestað vegna Covid

Í byrjun vikunnar var sagt frá því í Feyki aðKnattspyrnuakademía Norðurlands yrði með námskeið dagana 27. og 28. desember nk. á Sauðarkróksvelli þar sem systurnar og landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur héldu m.a. fyrirlestra. Uppselt var á námskeiðið í vikunni eða í þann mund sem herða þurfti sóttvarnarreglur vegna uppsveiflu í Covid-smitum og þarf því að fresta námskeiðinu um sinn.
Meira

Linmæltur Sunnlendingur lendir í orðaskaki

Það eru liðin nokkur ár síðan Kristján Gísli Bragason flutti norður í land en hann á ættir að rekja á suðurlandsundirlendið, alinn upp í Þykkvabænum eða þar um slóðir. Hann hafði samband við ritstjórn á dögunum og sagði í raun allt gott að frétta. Hann væri smám saman farinn að geta borðað kartöflur á ný, var kominn með bagalegt ofnæmi fyrir þeim sem var nú kannski helsta ástæðan fyrir því að hann flutti norður. „Hér er gott að vera, ég kann vel við fólkið og hafgoluna, hér er gott að ríða út og versla í kaupfélaginu ... en það er eitt sem ég ekki skil.“
Meira

Íþróttamaður ársins 2021 í Skagafirði

Á síðasta ári gat Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og Sveitarfélagið Skagafjörður ekki haldið sína árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt er hver hlaut kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins, árið 2020. Á þessum hátíðarsamkomum er öllum þeim sem eru tilnefnir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veitt viðurkenningar en einnig fá krakkarnir okkar sem hafa verið tilnefnd til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.
Meira

Laufey Harpa skiptir yfir í lið Breiðabliks

Stólastúlkan frábæra, Laufey Harpa Halldórsdóttir, hefur ákveðið að söðla um eftir sex ár með meistaraflokki Tindastóls í fótboltanum og skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik sem er eitt af sterkustu kvennaliðum landsins. Laufey Harpa á að baki 119 leiki með liði Tindastóls þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul og í þeim hefur hún skorað 11 mörk en hún spilar jafnan í stöðu vinstri bakvarðar en stundum framar á vellinum.
Meira

Innanlandstakmarkanir hertar til að sporna við hraðri útbreiðslu smita

Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns og nándarregla tveir metrar í stað eins með ákveðnum undantekningum, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu stjórnarráðsins. Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka kl. 21 á kvöldin en hraðprófsviðburðir verða takmarkaðir við 200 manns. Sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda.
Meira