Skagafjörður

Innanlandstakmarkanir hertar til að sporna við hraðri útbreiðslu smita

Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns og nándarregla tveir metrar í stað eins með ákveðnum undantekningum, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu stjórnarráðsins. Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka kl. 21 á kvöldin en hraðprófsviðburðir verða takmarkaðir við 200 manns. Sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda.
Meira

Heilsugæslan á Sauðárkróki fékk tvær ungbarnavogir frá Marel

Tveir starfsmenn tæknifyrirtækisins Marels, þeir Þórarinn Kristjánsson og Benedikt Bergmann Arason, komu færandi hendi á heilsugæsluna á Sauðárkróki á dögunum og gáfu tvær glæsilegar hátækni - ungbarnavogir frá fyrirtækinu.
Meira

Samstaða og kærleikur hjá Jólahúnum í Hvammstangakirkju í kvöld

Í kvöld, 21. desember kl. 20:00, munu Jólahúnar í Húnaþingi vestra syngja inn jólin. Allur hagnaður af tónleikunum í Hvammstangakirkju rennur óskiptur til Margrétar Eikar Guðjónsdóttur sem verður næstu mánuði frá vinnu að jafna sig eftir krabbameinsaðgerð.
Meira

Öryrkjar fá jólabónus

Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar fagna því að samstaða hafi náðst í fjárlaganefnd um tillögu stjórnarandstöðunnar að greiða öryrkjum 53.000 kr. aukagreiðslu skattfrjálst og skerðingarlaust.
Meira

Ostaframleiðendur í Fljótum tilnefndir til norrænna matvælaverðlauna

Brúnastaðir ostavinnsla í Fljótum hefur verið tilnefnd til norrænu matvælaverðlaunanna, Emblan, í flokknum Norrænn matvælalistamaður. Fram kemur í frétt á vef SSNV að sex norræn bændasamtök standa að baki verðlaununum, þar á meðal Bændasamtök Íslands. Markmiðið er að lyfta norrænni matarmenningu og skapa aukinn áhuga á henni útaf svæðisins. Embluverðalunin fara fram í mars á næsta ári í Osló.
Meira

Skagfirskur köttur í topp 10 í jólamyndakeppni Brit

Hvað er meira krúttlegra en köttur í sínu fínasta pússi sem keppist um að verða valinn jólaköttur Brit. Feykir rakst á einn skagfirskan sem þráir athygli og vantar læk til að hreppa fyrstu verðlaun.
Meira

Veiruskita í kúm í Eyjafirði

Sagt er frá því á heimasíðu MAST að veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Segir í tilkynningu stofnunarinnar að mikilvægt sé að bændur hugi vel að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á búin.
Meira

Bólusetning fyrir jólin

HSN á Sauðárkróki hefur ákveðið að bæta við bólusetningardögum þar sem margir hafa verið á faraldsfæti og ekki komist í bólusetningu. Bólusett verður þriðjudaginn 21. des og miðvikudaginn 22. des frá kl.10-12 báða daga. Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á HSN, gengið inn við hlið endurhæfingar.
Meira

Jól án matarsýkinga

Mikið álag er á eldhúsum landsmanna við jólaundirbúning í desember og yfir hátíðirnar og bendir Matvælastofnun á það á heimasíðu sinni hvað hreinlæti, kæling og rétt hitun matvæla sé mikilvæg svo koma megi í veg fyrir að gestir og heimilisfólk fái matarborna sjúkdóma með tilheyrandi óþægindum.
Meira

Stólastúlkur með sigur í síðasta leik fyrir jól

Á laugardaginn mættust Tindastóll og Fjölnir B í tíundu og síðustu umferð fyrri umferðar 1. deildar kvenna í körfunni. Fyrir leikinn voru Stólastúlkur í níunda sæti (af ellefu liðum í deildinni) en lið Grafarvogsstúlkurnar voru sæti neðar. Það var því mikilvægt fyrir bæði lið að næla í sigur en eftir spennandi leik, þar sem gestirnir höfðu frumkvæðið framan af, þá reyndust síðustu tvær mínútur leiksins drjúgar heimastúlkum í Síkinu sem sigruðu 85-78 og hafa nú unnið fjóra af tíu leikjum sínum.
Meira