Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins opnar með pompi og prakt
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
07.06.2022
kl. 10.45
Ragnheiður Björk Þórsdóttir, veflistakona er höfundur Sumarsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins 2022. Nefnist sýningin ÞRÁÐLAG og opnaði Ragnheiður hana sunnudaginn 29. maí að viðstöddum gestum. Verkin eru flest ný og gefa góða innsýn í fjölbreyttan heim veflistarinnar. Við opnunina sungu og spiluðu hjónin Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Jón Ólafur Sigurjónsson (Hugrún og Jonni) nokkur lög við góðar undirtektir áheyrenda.
Meira
