Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa sent umsögn um drög að frumvarpi til laga um sýslumann í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin voru birt 13. júlí en frestur til umsagnar er til 15. ágúst. Í umsögninni kemur fram að ekki hafi verið brugðist við áðursendum áhyggjum eða athugasemdum samtakanna sem settar voru fram á fyrri stigum.
Bandaríski Ítalinn Paolo Roberto Gratton er genginn til liðs við Tindastól og verða hann og Nacho Falcón klárir í slaginn eftir mánaðamótin en næsti leikur er 5. ágúst. Er þá innkaupmánuði Donna þjálfara lokið í bili og bæði meistaraflokkslið Tindastóls væntanlega sterkari en áður.
Nýlega var samþykkt deiliskipulag þar sem fram kemur að stækka eigi Hlíðarendavöll. Lengi hafa kylfingar sem nýta sér völlinn haft orð á því að gaman væri að stækka völlinn.
„Mér hugnast illa hverskyns gjaldheimta af samgöngum sem mismunar fólki eftir búsetu. Til þess hefur innviðaráðherra ekki sérstakar heimildir svo ég viti til og slíkt hefur ekki verið rætt í tíð þess þings sem nú situr eða samgöngunefnd alþingis sem ætti að véla um slíkar ákvarðanir“ segir Bjarni Jónsson alþm. um áform um gjaldtöku af umferð um jarðgöng.
Argentíski Ítalinn Juan Ignacio Falcón, eða í stuttu máli Nacho Falcón, hefur skrifað undir samning við 4. deildar lið Tindastóls.Hann kemur í stað Jordán Basilo Meca (Basi) sem var í markahróksformi með Stólunum í sumar eða allt þar til hann meiddist og var það sameiginleg ákvörðun hans og Tindastóls að hann héldi heim.
Lokatónleikar og skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar voru haldnir Í Frímúrarasalnum 20. maí kl.16. Þar komu fram nemendur með fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Þá voru tveir kennarar kvaddir vegna starfsloka, þeir Rögnvaldur Valbergsson, eftir 43 ár í kennslu, og Thomas R. Higgersson, eftir 30 ár við kennslu.
Það var stórleikur í Kórnum í Kópavogi í gærkvöldi þegar liðin í öðru og þriðja sæti Lengjudeildar kvenna mættust í hörkuleik og skiptu stigunum á milli sín. Eins og leikir Stólastúlkna að undanförnu var þessi ekki frábrugðinn að því leyti að leikur liðsins var kaflaskiptur – fyrri hálfleikur slakur en síðari hálfleikur mun betri. Jafnteflið þýðir að stað þriggja efstu liða er óbreitt en nú geta liðin í fjórða og fimmta sæti blandað sér enn frekar í toppbaráttuna nái þau hagstæðum úrslitum. Lokatölur í Kórnum voru 1-1.
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við hinn króatíska Vladimir Anzulovic um að taka við þjálfun meistaraflokks karla auk þess sem hann mun koma að þjálfun unglingaflokks og stjórna Körfuboltakademíu FNV.
Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins er hann talinn hafa verið ríflega 11 milljónir tonna. Það er ríflega fjórfföld aukning.
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Séra Fjölnir Ásbjörnsson er prestur í Holti í sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Hann er fæddur árið 1973, alinn upp á Króknum frá 8 ára aldrei og segist skilgreina sig sem Króksara þegar spurt er eftir uppruna. Hljóðfærið hans Fjölnis er Yamaha BB1600 bassi sem var til sölu í Radíólínunni fyrir rúmum 20 árum en kom óvænt í hans hendur fyrir nokkrum árum og hefur ekki farið úr þeim síðan.