Skagafjörður

Spennandi námskeið á Króknum milli jóla og nýárs fyrir ungt knattspyrnufólk

Knattspyrnuakademía Norðurlands verður með námskeið dagana 27. og 28. desember á Sauðarkróksvelli og er námskeiðið ætlað krökkum allt frá 7. flokki og upp í 3. flokk karla og kvenna. Systurnar og landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur verða með fyrirlestra á námskeiðinu. „Það er frábært að fá jafn reynda fyrirlesara og þær systur. Nú þegar hafa rúmlega 30 krakkar skráð sig. Foreldrar barna sem koma á námskeiðið geta setið þessa fyrirlestra sem er frábært því þarna er farið yfir allt sem skiptir máli. Einar Örn,Margrég Lára og Elísa eru öll mikið íþróttafólk og fagmenn í því sem þau eru að gera,“ segir Tóti yfirþjálfari yngri flokkaTindastóls.
Meira

Öruggur sigur gegn Samherjum

Tindastóll spilaði annan leik sinn í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í gær þegar liðið sótti Samherja úr Eyjafirði heim á KA-völlinn. Líkt og í síðasta leik þá hafðist öruggur sigur en lokatölur urðu 5-1 og Stólarnir því í góðum málum í B-deild mótsins.
Meira

Draugamót Molduxa í stað Jólamóts

Jólamót Molduxa í körfubolta fellur niður annað árið í röð vegna Covid-19 sóttvarnatakmarkana en í staðinn verður svokallað draugamót líkt og í fyrra þar sem fólki er gefinn kostur á að styðja við rekstur körfuboltadeildar Tindastóls.
Meira

Brugðist við myglu í skólahúsinu á Hofsósi

Í athugun frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra sl. vor komu fram jákvæð svörun í ætisskálar fyrir myglu á tveimur stöðum í eldri hluta skólans á Hofsósi. Brugðist var strax við með ákveðnar aðgerðir og nú hefur hluta skólahússins verið lokað meðan verkið er klárað.
Meira

Opið á skíðasvæðinu í Stólnum

Þrátt fyrir yfirstandandi hitabylgju og snjóleysi í byggð þá er nægur snjór á skíðasvæðinu í Tindastólnum. Opið er frá 15-20 í dag og veðrið ku vera gott og færi fínt. Neðri lyftan er opin og sömuleiðis Töfrateppið og göngubrautin.
Meira

Kjör til Manns ársins 2021 á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust sjö tilnefningar sem teknar voru til greina.
Meira

Viðburðaríkt ár hjá Textílmiðstöð Íslands

Þetta ár hefur verið viðburðaríkt hjá Textílmiðstöð Íslands og nú þegar jól og áramót nálgast er gott að líta til baka. Ullin var í sviðsljósinu síðastliðið vor þegar haldið var „Ullarþon“ í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Yfir 100 aðilar tók þátt í hugmyndasamkeppni um íslenska ull og viljum við þakka öllum sem að keppninni komu kærlega fyrir þátttökuna og samstarfið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti vinningsteymum verðlaun við hátíðlega athöfn á HönnunarMars í Reykjavík þann 20 maí. Upplýsingar um vinningshafa og þeirra hugmyndir má finna á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar: https://www.textilmidstod.is
Meira

Tíunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar komið út

Það eru ríflega 26 ár síðan undirbúningur að ritun Byggðasögu Skagafjarðar hófst en fyrsta bókin kom út árið 1999. Lokabindi Byggðasögunnar, og hið tíunda í röðini, er nú komið út hjá Sögufélagi Skagfirðinga og þar er fjallað um Hofsós og Hofsóshrepp, Grafarós, Málmey, Drangey og Haganesvík í Fljótum. Það er Hjalti Pálsson frá Hofi sem hefur ritstýrt verkinu frá upphafi og er auk þess aðalhöfundur.
Meira

Tónleikar Skagfirska kammerkórsins um helgina

Skagfirski kammerkórinn heldur sína árlegu jólatónleika í Blönduóskirkju í kvöld, föstudaginn 17. desember kl. 20.00, og í Hóladómkirkju á sunnudaginn 19. desember kl.16.00 og kl. 18.00. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og segir Svanhildur Pálsdóttir, ein kórsöngvara, að kórinn muni flytja jólalög allt frá miðöldum til okkar tíma, mörg sem heyrast ekki oft.
Meira

Meistaraflokkur Kormáks Hvatar auglýsir eftir aðalþjálfara

Knattspyrnulið Kormáks Hvatar spilar sumarið 2022 í 3. deild í meistaraflokki karla. Afar metnaðarfullt starf er unnið á Blönduósi og Hvammstanga, þar sem sterkur kjarni heimamanna sem hafa spilað lengi saman mynda hryggjarstykki liðsins. Undanfarin sumur hafa lykilleikmenn verið sóttir erlendis frá, svo hér er um að ræða afar spennandi verkefni fyrir metnaðarfullan þjálfara.
Meira