Byggðagleraugun enduðu á nefi HMS á Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.04.2022
kl. 18.57
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa veitt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022 fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðvar stofnunarinnar á Sauðárkróki. Starfsstöðin hefur mikla þýðingu fyrir samfélögin á Norðurlandi vestra og þykir fyrirmyndardæmi um árangursríkan flutning verkefna á landsbyggðina. Starfsstöðin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri og fer starfsmönnum fjölgandi með fjölgun verkefna. Vinnustaður eins og HMS hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið.
Meira