Skagafjörður

Meistararnir með sýnikennslu í körfubolta í Síkinu

Blessaður Stofu-Stóllinn átti ekki von á góðu fyrir hönd sinna manna í Tindastóli fyrir leikinn gegn Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn sem fram fór í Síkinu í kvöld. Spáði nokkuð öruggu tapi. Aðrir voru kannski bjartsýnni þar sem liði Tindastóls hefur upp á síðkastið gengið ágætlega með Þórsarana. En ekki í kvöld. Á meðan meistararnir léku við hvurn sinn fingur var átakanlegt að horfa á lið Tindastóls sem missti móðinn strax í byrjun síðari hálfleiks og vont bara versnaði í framhaldinu. Lokatölur 66-109... ég endurtek ... nei, best að sleppa því.
Meira

Mette Mannseth valin knapi ársins 2021

Í gær var tilkynnt hestamannafélagið Skagfirðingur hverjir væru titilhafar ársins 2021 hjá félaginu. Knapi ársins 2021 er Mette Mannseth en hún átti góðu gengi að fagna á árinu. Mette er íþrótta -og gæðingaknapi ársins hjá Skagfirðingi, Eyrún Ýr Pálsdóttir er skeiðknapi ársins, Guðmar Freyr Magnússon knapi ársins í ungmennaflokki og Pétur Grétarsson knapi ársins í áhugamannaflokki.
Meira

Doktorsvörn Herdísar í Danmörku

Íslendingar hafa löngum sótt sér sérhæfða framhaldmenntun út fyrir landssteinana og hefur Danmörk fóstrað margan stúdentinn á liðnum öldum, enda flestir sammála um að danska menntakerfið og umgjörð sú er nemendum stendur þar til boða sé til fyrirmyndar. Í tilfelli Herdísar Guðlaugar Steinsdóttur frá Hrauni á Skaga var háskólanám í Óðinsvéum ekki erfið ákvörðun enda dönsk að hálfu, dóttir Merete Rabølle og Steins Rögnvaldssonar, en hún varði doktorsritgerð sína í líffræði við SDU eða Suður Danska Háskólann þann 12. nóvember síðastliðinn.
Meira

Formleg opnun Dugs, húsnæðis Krabbameinsfélags Skagafjarðar, í dag

Krabbameinsfélag Skagafjarðar hefur boðað til formlegrar opnunar húsnæði þess á neðri hæð Suðurgötu 3 á Sauðárkróki, Framsóknarhúsinu, í dag á milli klukkan 16 og 18. Vonast stjórn félagsins til að sem flestir sjái sér fært að mæta og njóta samverunnar en minnir á fjarlægðartakmörk og grímuskyldu.
Meira

Þráinn frá Flagbjarnarholti seldur

Íslenskt einkahlutafélag, Þráinsskjöldur ehf, hefur fest kaup á stóðhestinum Þráni frá Flagbjarnarholti. Félagið Þráinsskjöldur, undir forystu Þórarins Eymundssonar á Sauðárkróki, var stofnað nú á dögunum til að koma í veg fyrir að hesturinn færi úr landi.
Meira

Síðasti Feykir ársins veglegur að vanda

Í dag rann úr prentvél Nýprents síðasti Feykir ársins 2021 og er blaðið þegar farið í dreifingu. Um er að ræða svokallað jólakveðjublað og blaðið því yfirfullt af jólakveðjum, auglýsingum og vonandi efni sem glatt getur lesendur.
Meira

Í desember - Jólalag dagsins

Nýjasta jólalag í heimi, alla vega í Skagafirði, er jólalag dagsins hér á Feykir.is „Glænýtt! Skagfirskt og samið í byrjun desember,“ segir höfundurinn Brynjar Páll Rögnvaldsson, tónlistarmaður á Sauðárkróki.
Meira

Leikur tungl við landsins enda

Það fer ekkert mikið fyrir þeim hvíta þessa dagana (nema á skíðasvæðinu í Tindastólnum) og skammdegið því enn drungalegra en ella. Veðurstofan virðist gera ráð fyrir minniháttar hitabylgju fram yfir helgi með tilheyrandi sunnanáttum og eru því talsverðar líkur á rauðum jólum að þessu sinni.
Meira

Hamborgarar til styrktar fjölskyldu Erlu Bjarkar

Í nóvember var stórt skarð höggið í skagfirska fjölskyldu þegar Erla Björk Helgadóttir varð bráðkvödd á heimili sínu á Víðimel í Skagafirði. Til að styrkja fjölskylduna hefur Hard Wok Cafe ákveðið að öll hamborgarasala dagsins renni til hennar.
Meira

Fróðleikur úr fjöllunum og magnaðar myndir :: Hvammshlíðardagatal 2022 komið út

Enn á ný má finna hið skemmtilega dagatal Karólínu í Hvammshlíð sem, auk þess að halda manni við réttu dagana, er jafnan fræðandi og prýtt fjölda mynda.
Meira