Meistararnir með sýnikennslu í körfubolta í Síkinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.12.2021
kl. 21.53
Blessaður Stofu-Stóllinn átti ekki von á góðu fyrir hönd sinna manna í Tindastóli fyrir leikinn gegn Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn sem fram fór í Síkinu í kvöld. Spáði nokkuð öruggu tapi. Aðrir voru kannski bjartsýnni þar sem liði Tindastóls hefur upp á síðkastið gengið ágætlega með Þórsarana. En ekki í kvöld. Á meðan meistararnir léku við hvurn sinn fingur var átakanlegt að horfa á lið Tindastóls sem missti móðinn strax í byrjun síðari hálfleiks og vont bara versnaði í framhaldinu. Lokatölur 66-109... ég endurtek ... nei, best að sleppa því.
Meira