Skagafjörður

Feykir mælir með grilluðum kjúkling með sataysósu og Camembert í ofni

Loksins er að koma smá vorfílingur í mann og þá byrjar allsherjar grillvertíð á mínu heimili. Kjúklingur er eitthvað sem er auðvelt að fá krakkana til að borða og það er eins og þau ætli úr límingunum þegar maður bíður þeim upp á kjúklingaspjót. Ég mæli með að gera tvöfalda uppskrift því þau eru líka góð daginn eftir og ekki skemmir fyrir að notast við þessa sataysósu því hún er guðdómlega góð. Ég hef svo náð að klúðra Camembert osti í ofni, já þið lásuð rétt, en ástæðan var að ég setti hann á eitthvað glerfat sem ég hélt að ætti að þola smá hita en viti menn það gerði það ekki. Fyrir vikið sat ég uppi með að taka ofninn minn í gegn og á þar að leiðandi ennþá eftir að prufa þessa uppskrift sem verður vonandi um helgina.
Meira

Frábær leikhússkemmtun á Shrek!

Nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki frumsýndu á fimmtudagskvöldið í Bifröst leikritið Shrek. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og aðstoðarleikstjóri er Eysteinn Ívar Guðbrandsson. Silla og Eysteinn eru jafnframt handritshöfundar en þau skrifuðu handritið upp úr fyrstu tveimur myndunum.
Meira

Rúmar 23 milljónir til innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum á Norðurlandi vestra

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gerði í vikunni grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum. Gert er ráð fyrir um 2,8 milljarða króna framlagi til næstu þriggja ára. Þrjú verkefni á Norðurlandi vestra fá samtals rúmar 23 milljónir króna.
Meira

Arctic Cat Snocross í Tindastólnum - á sunnudaginn!

Í hádeginu sunnudaginn 27. mars verður keppt í Arctic Cat Snocross á skíðasvæðinu í Tindastólnum – athugið breyttan keppnisdag. Þeir sem elska Formúlu, býflugnahljóð og benzínilm snemma að morgni ættu að skella sér í Stólinn og fylgjast með spennandi keppni. Samkvæmt upplýsingum Feykis er reiknað með um 40 þátttakendum á alvöru keppnissleðum en keppt verður í þremur flokkum.
Meira

Vilhjálmur hafði betur í slagnum við Þórarin um formannssæti SGS

Í morgun var kosið um nýjan formann Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins sem nú fer fram á Akureyri. Valið stóð milli tveggja frambjóðenda; Þórarins G. Sverrisson, formanns Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði annars vegar, og Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness hins vegar. Fór svo að Vilhjálmur hafði nauman sigur, hlaut 70 atkvæði en Þórarinn 60 en kjörsókn var 93%, 130 greiddu atkvæði af 135.
Meira

Tekið til kostanna í Sæluviku

Í tilefni 20 ára afmælis Reiðhallarinnar Svaðastaða verður haldin stórsýning í Skagafirði, Tekið til kostanna! Sýningin fer í fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki í lok Sæluviku, 30. apríl. Samhliða fer fram skeiðmót Meistaradeildar KS þar sem keppt verður í gæðingaskeiði og 150m skeiði.
Meira

Feykir 24+ meðal tíu bestu osta í heimi!

Á Sauðárkróki er búinn til einn besti ostur í heimi en á dögunum vakti Feykir 24+ mikla athygli í Heimsmeistarakeppni osta sem fram fór í Wisconsin í Bandaríkjunum. Segir í frétt Mjólkursamsölunnar að þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskur ostur sé meðal keppenda um heimsmeistaratitilinn.
Meira

Pínu rosalega flott frammistaða Stólanna á parketinu og á pöllunum

Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í kvöld í 20. umferð Subway-deildarinnar í körfubolta og reyndist leikurinn hin besta skemmtun – í það minnsta fyrir heimamenn. Stólarnir voru yfir allan leikinn og með Arnar í banastuði en kappinn skellti í tíu þrista og réðu gestirnir ekkert við hann. Gamla góða stemningin var í Síkinu, taumlaust fjör, sungið og klappað og allir í stuði. Lokatölur reyndust 101-76.
Meira

Ná Stólarnir í tvö stig gegn Keflvíkingum í kvöld?

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld en þá mæta Keflvíkingar til leiks. Liðin eru svo sem ekki á ólíku róli í deildinni, gestirnir í þriðja sæti með 26 stig en lið Tindastóls í sjötta sæti með 22 stig. Lið Tindastóls hefur unnið fjóra leiki í röð og virðist hafa fundið taktinn en hafa ekki spilað í hálfan mánuð og spennandi að sjá hvort hvíldin komi liðinu til góða. Leikurinn hefst kl. 20:15.
Meira

Magnús Þór Ásmundsson ráðinn forstjóri RARIK ohf.

Magnús Þór Ásmundsson hefur verið ráðinn í starf forstjóra RARIK ohf. og tekur hann við starfinu frá 1. maí næstkomandi af Tryggva Þór Haraldssyni sem stýrt hefur fyrirtækinu frá árinu 2003.
Meira