Skagafjörður

Bjarni Haraldsson - Minning

Það er með djúpri virðingu og þakklæti sem ég að leiðarlokum kveð tengdaföður minn Bjarna Haraldsson, kaupmann á Sauðárkróki. Bjarni hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu frá því að ég kynntist honum Lárusi Inga. Örfáum árum áður höfðu Dísa tengdamamma, sem þá var orðin ekkja og Bjarni hafið búskap. Ástarsaga Dísu og Bjarna er um margt sérstök, þau kynnast ung, þekkjast í áratugi og sennilega hefur hann Bjarni beðið lengi eftir henni Dísu sinni. Afrakstur ástar þeirra er hann Lárus minn sem naut þess í raun að eiga tvo feður, dásamlega menn sem báðir reyndust honum vel.
Meira

800. vísnaþátturinn í Feyki :: Guðmundur Valtýsson hefur staðið vaktina í hartnær 35 ár

Vísnaþáttur í einhverri mynd hefur verið fastur liður hjá Feyki í þá fjóra áratugi sem hann hefur komið út og ætíð notið mikilla vinsælda vísnavina. Á vordögum 1987, fyrir hartnær 35 árum tók Guðmundur Valtýsson, frá Eiríksstöðum í Svartárdal, þáttinn að sér og hefur stýrt honum af mikilli röggsemi allt fram á þennan dag.
Meira

Saga hrossaræktar – hrossasalan :: Kristinn Hugason skrifar

Ágætu lesendur, áður en ég vík að efni greinarinnar vil ég óska ykkur gleðilegs og farsæls nýs árs en þetta er fimmta árið sem birtast munu reglulega greinar hér í Feyki frá Sögusetri íslenska hestsins. Í þessari grein verður fjallað um hrossasöluna hér innanlands fyrr og nú og útflutninginn sem á sér lengri og fjölskrúðugri sögu en margur hyggur. Í næstu grein verður svo fjallað sérstaklega um uppbyggingu reiðhrossamarkaða erlendis.
Meira

Var að ljúka við að prjóna hestalopapeysu á ömmustelpuna mína

Í dag býr Björg á Blönduósi en hefur búið í Austur-Húnvatnssýslu í 44 ár en áður bjó hún á Sveinsstöðum í Húna-vatnsshreppi þar sem sonur hennar og tengdadóttir stýra nú búi. Hún á fjögur börn en auk sonar hennar á Sveins-stöðum búa tvö börn á Blönduósi en yngsta dóttirin býr í Reykjavík. Björg á níu barnabörn og þrjú barnabarna-börn og bráðum verða þau fjögur.
Meira

Kjósum já – fyrir framtíðina

Í lok apríl 2021 hófust óformlegar viðræður milli sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Sveitarfélögin hafa alla tíð átt í umfangsmiklu samstarfi um ýmsa þjónustu og því þóttu viðræðurnar eðlilegt framhald á nánu og vaxandi samstarfi sveitarfélaganna undanfarin ár.
Meira

Fjársjóður í fólki :: Áskorandi Guðný Káradóttir, brottfluttur Skagfirðingur

Þegar Hulda Jónasar Króksari og vinkona mín sendi mér áskorandapennann þá hugsaði ég: „Já ég er Skagfirðingur, ekki bara Króksari“. Ræturnar liggja nefnilega víða um Skagafjörðinn.
Meira

Bjarni Har fór síðasta rúntinn í dag

Heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Bjarni Haraldsson, kaupmaður í útbænum á Króknum, var borinn til grafar frá Sauðárkrókskirkju í dag. Að útför lokinni fór líkfylgdin með Bjarna síðasta rúntinn eftir Aðalgötunni og staldraði utan við Verslun Haraldar Júlíussonar þar sem öðlingurinn stóð vaktina nánast alla tíð.
Meira

Blikar í einangrun og leik frestað gegn Stólum

Leik Breiðabliks og Tindastóls sem var á dagskrá í kvöld í Subway deildinni hefur verið frestað vegna einangrunar leikmanna Breiðabliks. Samkvæmt tilkynningu frá KKÍ hefur leiknum verið fundinn nýr leiktími mánudaginn 7. febrúar kl. 19:15. Einn leikur fór fram í gærkveldi Blue-höllin í Keflavík þar sem heimamenn töpuðu óvænt fyrir ÍR 77 – 94.
Meira

Uppbygging skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla í Varmahlíð

Tillögur VA Arkitekta að breytingum á Varmahlíðaskóla og samþættingu skólanna þriggja, leik-, grunn- og tónlistarskóla, á sama stað hafa verið opinberaðar á heimasíðu Svf. Skagafjarðar en í lok árs 2019 var sett fram sameiginleg viljayfirlýsing sveitarfélaganna í Skagafirði þar sem samþykkt var að stefna að þeirri uppbyggingu og verkefnisstjórn skipuð um framkvæmdina.
Meira

Norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur og hríð í kvöld

Búast má við norðvestan stormi eða roki á norðan- og austanverðu landinu í kvöld og fram til hádegis á morgun, auk þess sem gert er ráð fyrir hríð norðanlands, eftir því sem fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Í athugasemd veðurfræðings segir jafnframt að búast megi við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Meira