Skagafjörður

Félag grunnskólakennara hafnar Lífskjarasamningi og slítur kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga

Í morgun sleit Félag grunnskólakennara kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga, en kjarasamningur aðila rennur út um næstu áramót. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð á grunni Lífskjarasamnings er gildir frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023. Tilboðið er í samræmi við þá samninga sem Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa þegar gert við aðra viðsemjendur sína.
Meira

Mesti fjöldi hraðprófa á heilsugæslunni á Sauðárkróki í morgun

Það var nóg að gera á heilsugæslustöðinni á Sauðárkróki í morgun þar sem yfir 400 hraðpróf voru tekin vegna Covid 19 en ekki er boðið upp á sýnatöku um helgar á Króknum. Að sögn Kristrúnar Snjólfsdóttur, yfirhjúkrunarfræðings, gekk sýnatakan mjög vel, enda fólk afar jákvætt í biðröðinni þrátt fyrir mikið frost en sem betur fer flestir frekar neikvæðir í niðurstöðum eftir sýnatöku. „Þetta er mesti fjöldi sem hefur komið til okkar í hraðpróf vegna viðburða,“ segir Kristrún.
Meira

Jólastemning í sundlauginni á Skagaströnd

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að það styttist í jólin. Í öllu hafaríinu sem fylgir undirbúningi jólanna er það að sjálfsögðu tilvalin hugmynd að láta streituna líða úr sér í heitum potti. Á Skagaströnd taka heimamenn þetta jafnvel skrefinu lengra því fram að jólum býðst þeim sem koma í heita pottinn í sundlauginni að fá rjúkandi heitt kakó með rjómatopp í boði hússins.
Meira

Tindastólssigur í fyrsta leik Kjarnafæðimótsins

Þau eru ekki löng fríin í fótboltanum nú um stundir. Lið Tindastóls féll sem kunnugt er niður í 4. deild í haust en það stoðar lítt að staulast um og sleikja sárin. Í fyrrakvöld spiluðu strákarnir fyrsta leik sinn á undirbúningstímabilinu fyrir næsta sumar. Þá mættu þeir liði KA 4 í Boganum á Akureyri í fyrstu umferð Kjarnafæðimótsins. Lokatölur voru 4-1 fyrir Tindastól.
Meira

Soroptimistasambands Íslands roðagyllir heiminn

Guðrún Lára Magnúsdóttir, forseti Soroptimistasambands Íslands, mun afhenda Kvennaráðgjöfinni, sem er ókeypis lögfræði-og félagsráðgjöf fyrir konur, og Sigurhæðum á Selfossi, sem er ný þjónusta á Suðurlandi fyrir konur 18 ára og eldri sem eru þolendur kynbundins ofbeldis í hvaða mynd sem er, fjárstyrki á lokadegi 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur í dag, 10. desember, á Alþjóða mannréttindadeginum sem jafnframt er dagur Soroptimista í heiminum. Styrkirnir eru afrakstur söfnunar allra klúbba landsins.
Meira

Aðventuopnun í Glaumbæ

Föstudaginn 17. desember næstkomandi verður sérstök aðventuopnun hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ. Boðið verður upp á heitt súkkulaði, jólate og kaffi í safnbúðinni við innganginn að svæðinu. Gamli bærinn verður kominn í jólabúning og hátíðarbragur yfir svæðinu og hægt að fara í rökkurgöngu um bæinn.
Meira

Heim að Hólum á aðventu

Háskólinn á Hólum býður alla velkomna á opinn dag heim að Hólum nú á laugardaginn, 11. desember, og verður húsið opið á milli kl. 12-15. Feykir hafði samband við Eddu Matthíasdóttur sem nýlega var ráðin sviðsstjóri mannauðs, gæða og rekstrar við Háskólann á Hólum, og spurði hvað stæði til. Hún benti snöfurmannlega á ítarlega dagskrá sem finna mætti á Hólar.is og segir dagskrána fyrir fólk á öllum aldri, stærðum og gerðum!
Meira

Kallað eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kalla eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2021. Í frétt á heimasíðu SSNV kemur fram að þetta sé í þriðja sinn sem viðurkenningin verður veitt og gert er ráð fyrir að hún verði afhent á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í upphafi árs 2022.
Meira

Litli Hnotubrjóturinn í Miðgarði

Sýningin Litli Hnotubrjóturinn verður sýnd í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð, 15. desember næstkomandi. Tónadans heldur sýninguna í samvinnu við Tónlistarskóla Skagafjarðar og á sýningunni munu einmitt koma fram dansnemendur frá Tónadansi og fiðlunemendur frá Tónlistarskólanum og Tónadansi. Einnig koma fram þau Íris Olga Lúðvíksdóttir og Sveinn Sigurbjörnsson.
Meira

Jólasveinn, taktu í húfuna á þér – Jólalag dagsins

Krakkar mínir komið þið sæl er 33-snúninga LP-hljómplata sem gefin var út af SG - hljómplötum árið 1965. Á henni flytur Ómar Ragnarsson jólalög fyrir börnin og varð platan strax geysivinsæl. Jólasveinn, taktu í húfuna á þér, er eitt af tíu lögum plötunnar og segir frá öðruvísi ævintýrum jólasveinanna en áður hafði verið sungið um.
Meira