Skagafjörður

Ráðherrar og fjárfestar hitta frumkvöðla á Fjárfestahátíð á Siglufirði

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar fjárfestahátíð Norðanáttar á Siglufirði 31. mars og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar munu einnig flytja erindi. Fjöldi fagfjárfesta og fjárfestingarjóða hefur boðað komu sína á hátíðina, en þetta er í fyrsta sinn sem haldin er fjárfestahátíð utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira

Doktorsvörn Ingibjargar Sigurðardóttur

Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, varði doktorsritgerð sína frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sl. föstudag í Hátíðasal Háskóla Íslands. Titill doktorsritgerðar Ingibjargar er „Hestaferðaþjónusta á Íslandi: Klasaþróun og tækifæri til nýsköpunar.“ Leiðbeinandi var dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Meira

Sannfærandi Stólasigur gegn Berserkjum

Tindastóll og Kormákur/Hvöt spiluðu bæði í Lengjubikarnum í dag. Stólarnir áttu heimaleik gegn Berserkjum/Mídasi sem er einskonar B-lið Íslandsmeistara Víkings. Heimamenn voru í blússandi sveiflu, spiluðu vel og sköpuðu sér mörg góð færi og unnu leikinn örugglega 6-1. Húnvetningar spiluðu við KFG sem er B-lið Stjörnunnar og máttu sætta sig við 5-0 tap á Samsungvellinum í Garðabæ.
Meira

Einar E. Einarsson leiðir lista Framsóknar í Skagafirði

Framboðslisti B-lista Framsóknarflokksins í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí nk. var kunngjörður í kvöld. Einar E. Einarsson, loðdýrabóndi á Syðra-Skörðugili, leiðir listann en Hrund Pétursdóttir, sérfræðingur á Sauðárkróki, Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur og oddviti Akrahrepps og Sigurður Bjarni Rafnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri, koma þar á eftir.
Meira

Eyvör Pálsdóttir heimsótti Úganda með skólanum sínum

Ansi mörg ungmenni hafa þann háttinn á að loknu námi í framhaldsskóla að sækja sér tilbreytingu og reyna fyrir sér í lýðháskóla áður en teknar eru stórar ákvarðanir um framhaldsnám, störf og stefnu í lífinu. Sumum finnst upplagt að kynnast nýrri menningu, upplifa smá ævintýri og eignast nýja vini, daðra pínu við sjálfið og finna sér kannski einhverja braut fyrir áhugamálin og sjá hvort það leiðir eitthvert. Blaðamaður Feykis rak augun í það á Facebook að Króksarinn Eyvör Pálsdóttir var stödd í Úganda, í miðri Afríku, nú á dögunum ásamt nemendum og kennurum í ISI íþróttalýðháskólanum.
Meira

Stólastúlkur lögðu lið Völsungs

Næstsíðasti leikurinn í Kjarnafæðismótinu, sem hófst í desember, var leikinn í gær en þá mættust lið Tindastóls og Völsungs í Boganum. Mótið átti að klárast í byrjun febrúar en veður og Covid settu strik í reikninginn og síðan tók Lengjubikarinn yfir hjá liðunum. Stólastúlkur spiluðu sinn síðasta leik á mótinu í gær og báru sigurorð af liði Húsvíkinga en lokatölur voru 3-1. Karlaliðin á Norðurlandi vestra verða síðan í eldlínunni á morgun, sunnudag.
Meira

„Hey, sjáið þið köttinn í glugganum!?“ | Ég og gæludýrið mitt

Kristjana Ýr Feykisdóttir (12 ára) sem býr á Víðimel í Varmahlíð á eina kisulóru sem heitir Mosi og er níu ára. Margir kannast eflaust við Mosa á Sauðárkróki frá því að Kristjana bjó þar því hann var duglegur að lenda í ævintýrum sem enduðu yfirleitt alltaf vel.
Meira

Séra Solveig Lára vígslubiskup kveður Hóla í haustbyrjun

Kirkjuþing kemur nú saman og fundar í húsakynnum biskupsstofu. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, kvaddi sér hljóðs í morgun og tilkynnti hún kirkjuþinginu að hún léti af störfum sem vígslubiskup 1. september næstkomandi.
Meira

Skipulagsfulltrúa þakkað farsælt starf í Húnaþingi

Síðastliðinn fimmtudag leit Eyjólfur Þórarinsson hjá verkfræðistofunni Stoð ehf. við á skrifstofu Húnaþings vestra en hann hefur starfað sem skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins sl. sjö ár. Nú verða hins vegar vaktaskipti því með tilkomu nýrrar skrifstofubyggingar hefur verið ráðinn skipulagsfulltrú í Húnavatnssýslum og hefur Bogi Kristinsson Magnusen tekið við starfi skipulagsfulltrúa fyrir sveitarfélögin í Húnavatnssýslunum.
Meira

Búin að reyna í mörg ár að sannfæra manninn minn um að ég kunni ekki að prjóna fingravettlinga

Sonja býr á Sauðárkróki með eiginmanni sínum honum Magnúsi Hinrikssyni og saman eiga þau þrjú börn, Hugrúnu Líf, Selmu Björt og Viktor Darra og tvö barnabörn þau Aran Leví og Amalíu Eldey.
Meira