Skagafjörður

Tökum vel á móti Eijlert Björkmann

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið Eijlert Björkman til starfa hjá félaginu. Eijlert er sænskur þjalfari með mikla reynslu og mikinnmetnað. Samkvæmt heimildum Feykis er hann ráðinn inn sem þjálfari 2. og 3. flokks karla og verður aðstoðarþjálfari með Donna í meistaraflokkum félagsins. Að auki mun hann sjá um knattspyrnuakademíuna í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og koma að frekari þjalfun. Feykir hafði samband við yfirþjálfara knattspyrnudeildarinnar, Donna Sigurðsson, og spurði hann aðeins út í Eijlert og það sem framundan er hjá Tindastólsliðunum.
Meira

Kaupmennirnir á Skagaströnd frá 1586

Út er komin bókin Kaupmennirnir á Skagaströnd frá 1586, eftir Lárus Ægi Guðmundsson þar sem rakin er saga kaupmennsku á Skagaströnd frá árinu 1586 en þá var gefið út verslunarleyfi handa Ratke Timmermann frá Hamborg.
Meira

Léttur yfir jólin – Jólalag dagsins

Fyrir jólin 1976 kom út jólaplatan Jólastjörnur með ýmsum flytjendum þar sem Ríó tríó kom heldur betur við sögu, eins og sagt er á heimasíðu Glatkistunnar. Platan naut mikilla vinsælda og mörg laganna hafa lifað með landsmönnum allt til dagsins í dag, og má þar m.a. nefna framlög Ríósins, Léttur yfir jólin og Hvað fékkstu í jólagjöf? Hér er um sömu plötu að ræða og Glámur og Skrámur slógu í gegn með Jólasyrpunni sinni, Jólahvað? og Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða.
Meira

Skert þjónusta á skrifstofum Sýslumannsins

Mánudaginn 13. desember nk. má búast við skertri þjónustu á skrifstofum Sýslumannsins á Norðurlandi vestra, á Blönduósi og á Sauðárkróki, vegna flutnings á tölvukerfum sýslumanna.
Meira

SSNV dregur út nöfn tveggja vinningshafa

Þátttakendum í könnun á fjarskiptasambandi í dreifbýli á Norðurlandi vestra var gefinn kostur á að skrá netfang sitt og fara í lukkupott en eins og fram kemur á vef SSNV voru vinningar ekki af verri endanum. Dregið var um tvö 10 þúsund króna gjafabréf í Sölubíl smáframleiðenda sem fer um héruð reglulega og selur gómsætan varning beint frá býli.
Meira

Skákþing Norðlendinga 2021

Tvísýnt var hvort Skákþingið gæti farið fram sökum landsfarsóttar sem herjar á landsmenn alla og setti þetta mjög mark sitt á þátttökuna en undirbúningur að mótinu var í höndum Skákfélags Sauðárkróks og var þar í forystu Jón Arnljótsson á Ytri-Mælifellsá. Löggiltur skákstjóri úr Reykjavík var Edda Birgisdóttir, Eiríkssonar Kristinssonar, þetta er skagfirskur leggur en Eiríkur var bróðir Sveins Kristinssonar er var þekktur skáksnillingur á sinni tíð.
Meira

Á Þorláksmessukvöldi – Jólalag dagsins

Ingi Sigþór Gunnarsson syngur hér lag Skagfirðingsins Hauks Freys Reynissonar Á Þorláksmessukvöldi en það lag var frumflutt fyrir um ári síðan. Heimildir herma að Ingi Sigþór muni flytja lagið á jólatónleikum næstu tveggja helga, og er það vel. Fyrir ári síðan sagði Haukur frá tilurð lagsins a Feyki.is:
Meira

Frístundahús og bílskúrar þurfa ekki lengur byggingarleyfi

Ný reglugerð hefur tekið gildi sem ætlað er að straumlínulaga leyfisveitingaferlið við húsbyggingar. Reglugerðin kveður á um upptöku nýs kerfis við flokkun mannvirkja, sem hafa mun bein áhrif á eftirlit sveitarfélaga, meðferð umsókna og útgáfu leyfa vegna allrar mannvirkjagerðar. Á heimasíðu HMS segir að nýja flokkunarkerfið þýði að bygging einfaldari mannvirkja mun ekki lengur vera háð útgáfu byggingarleyfis, heldur nægir að hafa svokallaða byggingarheimild sem mun draga verulega úr flækjustigi í slíkum framkvæmdum.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Þröm, austan Sæmundarár

Ekki tel jeg rjett, að setja nafnið í upphaflega mynd, Þrömr, því kynsbreytingin Þröm er búin að ná festu í málinu, sem ýms önnur orð er líkt stendur á fyrir. Hjer norðanlands virðist kk. beygingin Þrömr vera horfin um 1500.
Meira

Leyfir illa upplýstum vinnufélögum bara að pústa :: Liðið mitt Alex Már Sigurbjörnsson Liverpool

Alex Már Sigurbjörnsson, veitukall hjá Skagafjarðarveitum, er fæddur og uppalinn á Króknum en flutti sig fram í Varmahlíð og býr þar í dag með fyrirliða meistaraflokksliðs Tindastóls. Ekki fer miklum sögum af afrekum Alex á völlum fótboltans á síðu KSÍ annað en að hann hafi skipt úr Tindastól í Drangey og fengið leikheimild um miðjan júlí 2017. Alex er þekktari fyrir fimi sína á bassagítarinn þar sem hann er m.a. meðlimur Hljómsveitar kvöldsins. Hann vill þakka Halldóru frænku sinni fyrir þessa áskorun og dembir sér í spurningarnar.
Meira