Stefnt að rökkurgöngum í Glaumbæ helgina fyrir jól
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Mannlíf
05.12.2021
kl. 12.55
Það er ljúft að leggja leið sína í Glaumbæ á aðventunni og hverfa einhverjar aldir aftur í tímann. Stemningin einstök í stilltu dimmbláu vetrarrökkrinu, stjörnurnar og ljósin á bæjunum blikandi í fjarska. Í JólaFeyki, sem kom út í lok nóvember tjáði, Berglind Þorsteinsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga, lesendum að stefnt væri á að fara rökkurgöngur í gamla bænum – væntanlega dagana 17. og 18. desember – ef aðstæður í samfélaginu og sóttvarnarreglur leyfa. JólaFeykir spurði Berglindi líka aðeins út í jólahald hennar.
Meira