Nemendafélag FNV með nýtt frumsamið leikrit
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.10.2021
kl. 09.03
Vertu Perfect heitir leikritið sem Nemendafélag FNV setur á svið að þessu sinni og verður þar um heimsfrumsýningu að ræða. Höfundur er hinn geðþekki Akureyringur Pétur Guðjónsson, sem getið hefur sér góðan orðstír á Sauðárkróki fyrir leikstjórn fyrir NFNV og Leikfélag Sauðárkróks. Pétur segist fara óhefðbundna leið að þessu sinni þar sem hann hefur þegar skapað karaktera og skipað í hlutverk en ekki búinn að klára verkið, þó langt komið sé. Svo þegar handrit liggur fyrir muni það taka breytingum.
Meira