Tónleikar Skagfirska kammerkórsins um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
17.12.2021
kl. 09.23
Skagfirski kammerkórinn heldur sína árlegu jólatónleika í Blönduóskirkju í kvöld, föstudaginn 17. desember kl. 20.00, og í Hóladómkirkju á sunnudaginn 19. desember kl.16.00 og kl. 18.00. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og segir Svanhildur Pálsdóttir, ein kórsöngvara, að kórinn muni flytja jólalög allt frá miðöldum til okkar tíma, mörg sem heyrast ekki oft.
Meira