Skagafjörður

Vanda kjörin formaður Knattspyrnusambands Íslands fyrst kvenna

Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var kosin nýr formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands segir að Vanda sé fyrsta konan sem er kosin formaður KSÍ og verður hún fyrst kvenna til þess að taka við embætti formanns í aðildarsambandi UEFA. Hún verður tíundi formaður KSÍ og tekur við af Guðna Bergssyni sem sagði nýverið af sér en ljóst er að verkefnin fram undan fyrir formann KSÍ eru mörg hver afar brýn og erfið.
Meira

Saga hrossaræktar – upphafið :: Kristinn Hugason skrifar

Íslenski hesturinn kom hingað til lands við landnám. Upprunastofninn hefur verið blandaður eins og mannfólkið en þó að uppistöðu til frá Noregi vestanverðum.
Meira

Ungur Skagfirðingur bar sigur úr bítum í evrópskri ljósmyndakeppni

Íris Lilja Jóhannsdóttir vann í vikunni verðlaun fyrir ljósmynd sína „Sæt tortíming“ í ljósmyndakeppni á vegum Umhverfisstofnunar Evrópu. Íris Lilja er frá Hólum í Hjaltadal en stundar nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Í frétt á heimasíðu Landverndar kemur fram að Íris hafi staðið uppi sem sigurvegari Ungs umhverfisfréttafólks á Íslandi á framhaldsskólastigi árið 2021 og komst verkefnið hennar einnig í undanúrslit í alþjóðlegri keppni YRE (young reporters for the environment).
Meira

Góðan daginn, frú forseti

Alexandra Chernyshova, sem Norðlendingar þekkja vel vegna starfa hennar í sönglistinni, hefur ráðist í það stórvirki að semja óperu í þremur þáttum um ævi og störf frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem fyrst kvenna var kjörin þjóðarleiðtogi í heiminum. Alexandra semur bæði tónlist og handrit en ljóðin eiga Sigurður Ingólfsson, Hannes Hafstein, Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir, Þórhallur Barðason, og Elísabet Þorgeirsdóttir auk Alexöndru sjálfrar.
Meira

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Birkimel í Varmahlíð auglýst

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur nú auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð í Birkimel í Varmahlið. Markmiðið með tillögunni er m.a. að svara aukinni eftirspurn eftir íbúðarlóðum á svæðinu er gert er ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa. Feykir sagði fyrst frá því í júlí sl. að mikil eftirspurn hafi verið eftir lóðum í Varmahlíð og í ljósi þess var vinnu við deiliskipulag hraðað.
Meira

Skallar og Blikar fá lið Tindastóls í heimsókn

Dregið var í 32-liða og 16-liða úrslit í VÍS bikarkeppni KKÍ í dag í húsakynnum VÍS í 108 Reykjavík og voru bæði karla- og kvennalið Tindastóls að sjálfsögðu í pottinum góða. Ekki bauð fyrrnefndur pottur Stólum upp á heimaleiki því stelpurnar mæta liði Breiðabliks í Kópavogi en strákarnir fara í Fjósið í Borgarnesi þar sem gulir og glaðir Skallagrímsmenn bíða spenntir.
Meira

Framkvæmdir við leikskólalóð á Hofsósi hafa tafist fram úr hófi en senn líður að flutningum Tröllaborgar

Nýtt húsnæði leikskólans Tröllaborgar á Hofsósi hefur verið tilbúið í nokkurn tíma en ekki hefur tekist að klára lóðaframkvæmdir. Engin tilboð bárust í verkið þegar það var boðið út fyrr á árinu og tafði ferlið. Vegna þessa hefur starfsemi skólans ekki verið flutt úr bráðabirgðahúsnæði sem skólinn flutti inn í eftir að mygla fannst í fyrra húsnæði árið 2016.
Meira

Þakka traustið

Ég vil þakka kjósendum Norðvesturkjördæmis það mikla traust sem mér og Flokki fólksins var sýnt í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Ég þakka árangurinn því að kjósendur í kjördæminu hafa trú okkur og þeim stefnumálum sem flokkurinn berst fyrir. Einnig því hugarfari og nálgun sem Flokkur fólksins stendur fyrir þegar kemur að viðfangsefnum samfélagsins.
Meira

16 frá Tindastól á Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Í dag fara fram æfingar í Boganum á Akureyri þar sem ungir og efnilegir knattspyrnukrakkar af öllu Norðurlandi taka þátt í og fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Eru þær liður í Hæfileikamótun sem N1 og KSÍ. Sextán fara frá Tindastóli.
Meira

Ístak kærir Vegagerðina vegna útboðs Þverárfjallsvegar

Verktakafyrirtækið Ístak hefur kært ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Skagfirska verktaka, sem áttu lægsta tilboð í byggingu nýs vegar á milli Blönduóss og Skagastrandar, eða nánar tiltekið Þverárfjallsvegar (73) í Refasveit og Skagastrandarvegar (74) um Laxá. Meðan málið er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála verður ekki skrifað undir samning eins og til stóð.
Meira