Vanda kjörin formaður Knattspyrnusambands Íslands fyrst kvenna
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
02.10.2021
kl. 15.15
Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var kosin nýr formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands segir að Vanda sé fyrsta konan sem er kosin formaður KSÍ og verður hún fyrst kvenna til þess að taka við embætti formanns í aðildarsambandi UEFA. Hún verður tíundi formaður KSÍ og tekur við af Guðna Bergssyni sem sagði nýverið af sér en ljóst er að verkefnin fram undan fyrir formann KSÍ eru mörg hver afar brýn og erfið.
Meira