Skagafjörður

Nóg að sýsla í Grunnskólanum austan Vatna

Feykir hefur örlítið dundað við að heimsækja heimasíður grunnskólanna hér á Norðurlandi vestra upp á síðkastið og nú kíkjum við á fréttir úr Grunnskólanum austan Vatna sem starfræktur er á Hofsósi og Hólum. Síðust viku nóvembermánaðar var áhugasviðs- og dansvika í skólanum en þá voru allir nemendur saman komnir á Hofsósi þar sem þeir voru í viðfangsefnum sem þau höfðu valið sér sjálf.
Meira

Engin Stólajól í Keflavíkinni

Það var nú varla nein jólaskemmtiferð sem Tindastólsmenn fóru í Keflavík í gær og engir afslættir í gangi suður með sjó. Keflvíkingar tóku kröftuglega á móti gestum sínum og lögðu grunninn að öruggum sigri sínum með glimrandi leik í fyrsta leikhluta þar sem Stólarnir voru hreinlega áhorfendur. Strákarnir okkar gáfust þó ekki upp, bitu reglulega frá sér en slæmu kaflarnir voru of langir og slæmir. Níu stiga tap, 93-84, gefur ekki sanna mynd af leiknum sem tapaðist af talsverðu öryggi.
Meira

Vilja að stjórnvöld framlengi átakið Allir vinna út árið 2022

Húnahornið segir frá því að stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafi skorað á ríkisstjórnina að framlengja gildistíma á verkefninu „Allir vinna“ út árið 2022. Að mati stjórnar SSNV hefur verkefnið skilað góðum árangri og skapað aukna atvinnu í kjölfar Covid-19. Fjölmargir hafi ráðist í framkvæmdir við fasteignir sínar og nýtt sér þann afslátt af virðisaukaskatti sem verkefnið felur í sér.
Meira

Jólamóti Molduxa frestað

Á fundi mótanefndar Jólamóts Molduxa fyrr í dag var ákveðið að fella niður hefðbundið stórmót sem vera átti annan jóladag vegna óvissuástands í Covid 19 málum þjóðarinnar.
Meira

Félag grunnskólakennara hafnar Lífskjarasamningi og slítur kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga

Í morgun sleit Félag grunnskólakennara kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga, en kjarasamningur aðila rennur út um næstu áramót. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð á grunni Lífskjarasamnings er gildir frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023. Tilboðið er í samræmi við þá samninga sem Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa þegar gert við aðra viðsemjendur sína.
Meira

Mesti fjöldi hraðprófa á heilsugæslunni á Sauðárkróki í morgun

Það var nóg að gera á heilsugæslustöðinni á Sauðárkróki í morgun þar sem yfir 400 hraðpróf voru tekin vegna Covid 19 en ekki er boðið upp á sýnatöku um helgar á Króknum. Að sögn Kristrúnar Snjólfsdóttur, yfirhjúkrunarfræðings, gekk sýnatakan mjög vel, enda fólk afar jákvætt í biðröðinni þrátt fyrir mikið frost en sem betur fer flestir frekar neikvæðir í niðurstöðum eftir sýnatöku. „Þetta er mesti fjöldi sem hefur komið til okkar í hraðpróf vegna viðburða,“ segir Kristrún.
Meira

Jólastemning í sundlauginni á Skagaströnd

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að það styttist í jólin. Í öllu hafaríinu sem fylgir undirbúningi jólanna er það að sjálfsögðu tilvalin hugmynd að láta streituna líða úr sér í heitum potti. Á Skagaströnd taka heimamenn þetta jafnvel skrefinu lengra því fram að jólum býðst þeim sem koma í heita pottinn í sundlauginni að fá rjúkandi heitt kakó með rjómatopp í boði hússins.
Meira

Tindastólssigur í fyrsta leik Kjarnafæðimótsins

Þau eru ekki löng fríin í fótboltanum nú um stundir. Lið Tindastóls féll sem kunnugt er niður í 4. deild í haust en það stoðar lítt að staulast um og sleikja sárin. Í fyrrakvöld spiluðu strákarnir fyrsta leik sinn á undirbúningstímabilinu fyrir næsta sumar. Þá mættu þeir liði KA 4 í Boganum á Akureyri í fyrstu umferð Kjarnafæðimótsins. Lokatölur voru 4-1 fyrir Tindastól.
Meira

Soroptimistasambands Íslands roðagyllir heiminn

Guðrún Lára Magnúsdóttir, forseti Soroptimistasambands Íslands, mun afhenda Kvennaráðgjöfinni, sem er ókeypis lögfræði-og félagsráðgjöf fyrir konur, og Sigurhæðum á Selfossi, sem er ný þjónusta á Suðurlandi fyrir konur 18 ára og eldri sem eru þolendur kynbundins ofbeldis í hvaða mynd sem er, fjárstyrki á lokadegi 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur í dag, 10. desember, á Alþjóða mannréttindadeginum sem jafnframt er dagur Soroptimista í heiminum. Styrkirnir eru afrakstur söfnunar allra klúbba landsins.
Meira

Aðventuopnun í Glaumbæ

Föstudaginn 17. desember næstkomandi verður sérstök aðventuopnun hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ. Boðið verður upp á heitt súkkulaði, jólate og kaffi í safnbúðinni við innganginn að svæðinu. Gamli bærinn verður kominn í jólabúning og hátíðarbragur yfir svæðinu og hægt að fara í rökkurgöngu um bæinn.
Meira