Skagafjörður

Leynilögga á leið í bíó: „Það er víst byrjað að ræða framhald...“

Það er ekki á hverjum degi sem von er á hasargrínmynd með sprungulausum Króksara í aðalhlutverki í bíó. Hljómar kannski eins og eitthvert bull en er engu að síður staðreynd því Króksbíó, líkt og fjölmörg kvikmyndahús um allan heim, tekur senn til sýningar kvikmyndina Leynilögga (Cop Secret) sem skartar Auðunni okkar Blöndal í aðalhlutverki. Myndin, sem er leikstýrt af Messi-víta-bananum Hannesi Þór Halldórssyni, er einnig byggð á hugmynd Audda.
Meira

Ekki fyrsta peningafölsunarmálið í Skagafirði

Feykir sagði frá því um liðna helgi að lögreglan á Norðurlandi vestra biðlaði til almennings og verslunareigenda að vera á varðbergi gagnvart fölsuðum peningaseðlum sem væru í umferð. Í fréttum RÚV í hádeginu kom fram að málið virðist ekki umfangsmikið, enn hefur aðeins einn falsaður 5000 krónu seðill uppgötvast, en öll peningarfölsunarmál tekur lögreglan af fullri alvöru.
Meira

Siðblindir höfðingjar dregnir fram í dagsljósið í Kakalaskála

Næstkomandi laugardag verður haldin heilmikil dagskrá um Sturlunga í Skagafirði á vegum Kakalaskála Sigurðar Hansen á Kringlumýri. Þar munu m.a. koma fram tveir miklir Sturlungasöguritarar, þeir Einar Kárason, sem m.a. fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir aðra Sturlungabókina sína, Ofsa, árið 2008, og Óttar Guðmundsson, sem velti fyrir sér geðrænum vandamálum á þrettándu öld og skoðaði róstusamt líf Sturlunga í bók sem kom út fyrir síðustu jól.
Meira

Unnur Þöll Benediktsdóttir nýr formaður SUF

46. Sambandsþing SUF (Samband ungra Framsóknarmanna) var haldið um helgina á Hótel Sel í Mývatnssveit. Hópur ungmenna sótti þingið og tók þátt í málefnavinnu. Mikið var rætt um velgengni Framsóknar í Alþingiskosningunum ásamt aðdraganda næstu kosninga, sveitarstjórnarkosningar. Hæst bar til tíðinda að nýr formaður tók við af Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, sem nú er orðin Þingmaður Framsóknar.
Meira

Talibanar Íslandssögunnar – Leiðari Feykis

Eins og lesendur geta séð í aðalefnis Feykis þessa vikuna er endalaust hægt að gera sér mat úr mesta ófriðartíma Íslandssögunnar, Sturlungaöldinni. Hún er yfirfull af valdabaráttu, svikum, auðsöfnun, misskiptingu og gríðarlegu ofbeldi. Menn eru drepnir hægri vinstri, ýmist felldir í bardögum, brenndir inni eða hálshöggnir, aflimaðir, blindaðir og geltir svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Aðsókn jókst í sundlaugar í Skagafirði þegar líða tók á sumar

Aðsókn í sundlaugarnar í Skagafirði sl. sumar var fremur dræm framan af sumri, eftir því sem fram kemur á heimasíðu sveitarfélagsins, en það rættist úr þegar á leið og var 7,2% aukning í ágúst samanborið við árið áður.
Meira

Nördamoli Byggðastofnunar um ferðalög íþróttaliða

„Íslandsmótið í knattspyrnu var háð í sumar eins og undanfarin rúmlega hundrað ár. Að horfa á einn fótboltaleik er góð skemmtun sem tekur kannski tvo tíma með öllu fyrir okkur áhorfendur. Fyrir leikmenn og starfsmenn leiksins tekur þetta mun lengri tíma eins og gefur að skilja,“ segir í færslu Byggðastofnunar frá því fyrir helgi þar sem ferðalög meistaraflokka karla og kvenna eru tekin fyrir með skemmtilegum hætti.
Meira

Yfirlýsing stjórnar Miðflokksins

Stjórn Miðflokksins harmar þá ákvörðun Birgis Þórarinssonar að yfirgefa þingflokk Miðflokksins nú strax að loknum kosningum og áður en þing hefur verið sett. Brotthvarf þingmannsins er fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi og unnið mikið og óeigingjarnt starf í kosningabaráttunni. Í því samhengi er ákvörðun þingmannsins mikil vonbrigði.
Meira

Af kynbótum :: Áskorandapenninn Ármann Pétursson Neðri-Torfustöðum í Húnaþingi vestra

Ég vil byrja á því að þakka Elísabetu fyrir þessa brýningu á mikilvægi þess að velja barninu nafn sem er til þess fallið að dóttir bóndans hinum megin við ána geti loks varpað öndinni léttar.
Meira

Breiðhyltingar reyndust sterkari gegn baráttuglöðum Stólastúlkum

Stólastúlkur spiluðu annan leik sinn í 1. deild kvenna í gær þegar sterkt lið ÍR mætti í Síkið. Lið Tindastóls gerði vel í fyrsta leikhluta en villuvandræði lykilleikmanns snemma leiks dró svolítið úr heimastúlkum og Breiðhyltingar gengu á lagið og tryggðu sér sigurinn með góðum leik í þriðja leikhluta. Lokatölur 52-75.
Meira