Skagafjörður

Fiskmarkaður Snæfellsbæjar á Krókinn

Vegfarendur sem um Eyrarveginn fara á Sauðárkróki hafa getað fylgst með niðurrifi gömlu Sandbúðanna svokölluðu sem hýstu m.a. saltverkun Fisk Seafood til langs tíma en fyrirhugað er að byggja þar nýja aðstöðu fyrir fiskmarkað.
Meira

Fyrstu gestirnir komu í byrjun sláturtíðar

Þann 8. júlí 2020 birti Feykir frétt þess efnis að Kaupfélag Skagfirðinga hefði þegar hafið framkvæmdir við endurbyggingu húsnæðis að Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, áður kallað Pakkhúsið en Minjahúsið síðar. Breyta átti húsnæðinu í starfsmannahúsnæði fyrir aðkomufólk sem tímabundið sækir vinnu hjá framleiðslufyrirtækjum KS. Nú hefur hluti hússins verið tekinn í notkun og komu fyrstu gestirnir í byrjun sláturtíðar að sögn Sigurgísla Kolbeinssonar hjá Trésmiðjunni Borg sem annast framkvæmdina.
Meira

Vísindi og grautur á fimmtudaginn

Fyrirlestur verður í fyrirlestraröðinni Vísindi og grautur á vegum ferðamáladeildar Háskólans á Hólum fimmtudaginn 7. okt. milli 9-10. Fyrirlesari er Robert O. Nilsson, doktorsnemi í Landfræði hjá Umeå háskóla í Svíþjóð. Fyrirlesturinn nefnist „Artification through naming and language use“.
Meira

Haraldur oftast strikaður út í Norðvesturkjördæmi

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk flestar útstrikanir, eða færslu neðar á sæti á lista, en nokkur annar í Norðvesturkjördæmi eða 69 sinnum í nýliðnum kosningum eftir því sem fram kemur í skýrslu yfirkjörstjórnar kjördæmisins til landskjörstjórnar og Hagstofu Íslands. Næstflestar voru hjá Stefáni Vagni Stefánssyni Framsóknarflokki, 63 og 46 hjá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins og fv. ráðherra.
Meira

Töluverðar skemmdir á Hofsóshöfn

Það hefur verið leiðinlegt haustveður lengstum síðustu daga, rigning og rok, með tilheyrandi grjóhruni og skriðuföllum hér norðanlands. Í síðustu viku skemmdust tæki og tól í Hofsóshöfn en að sögn Dags Þórs Baldvinssonar, hafnarstjóra hjá Skagafjarðarhöfnum, var mikil ágjöf yfir varnargarðinn í höfninni með þeim afleiðingum að vigtarskúr og vigt eru ónýt.
Meira

Magnús Þór Jónsson sækist eftir formannssæti í Kennarasambandi Íslands

„Í kjölfar afskaplega fallegra áskorana undanfarna daga og vikur hef ég ákveðið að bjóða mig fram til að leiða breiðfylkingu íslenskra kennara í Kennarasambandi Íslands,“ skrifar Magnús Þór Jónsson í tilkynningu til fjölmiðla.
Meira

Frá hugmynd að veruleika :: Áskorendapenninn Kolbrún Dögg Sigurðardóttir Sauðárkróki

Við hjónin erum dugleg að láta okkur dreyma og kasta á milli okkar hinum ýmsu hugmyndum sem skjóta upp kollinum. Við leyfum ímyndunaraflinu að toga okkur áfram og leiða okkur á ótroðnar slóðir. Engin hugmynd er óraunhæf, en auðvitað eru þær misgóðar. Við reynum svo að grisja úr þeim hugmyndum sem við fáum, sumar verða svo að veruleika, aðrar ekki. Sumar toga meira í mann, yfirleitt þær sem eru stórtækar og krefjast þess að maður fari út fyrir þægindarammann. Okkur finnst hollt að henda okkur stundum út í djúpu laugina og láta draumana rætast og hugmyndir verða að veruleika. Að fara út fyrir þægindarammann gefur manni tækifæri á að vaxa í lífi og starfi og öðlast breiðari sýn á heiminn.
Meira

Af hlýju sumri 2021 :: Hjalti Þórðarson skrifar

Hásumarið 2021 fer í einhverjar metabækur hvað varðar hlýindi og hafa íbúar á vestanverðu Norðurlandi ekki farið varhluta af þeim hlýindum. Sumarið skall á með látum 24. júní sl. eftir verulega svalan maí og stærstan hluta júnímánaðar. Snjór var þó almennt lítill frá vetrinum.
Meira

Maddie með 52 framlagspunkta í sigri Stólastúlkna

Kvennalið Tindastóls hóf leik í 1. deild kvenna í körfubolta nú undir kvöld. Stelpurnar heimsóttu þá sameinað lið Hamars og Þórs Þ. og var spilað í Hveragerði. Lið Tindastóls fór vel af stað en heimastúlkur svöruðu fyrir sig í öðrum leikhluta og voru tveimur stigum yfir í hálfleik. Í þriðja leikhluta gekk allt upp hjá liði Tindastóls sem náði góðu forskoti og sigraði leikinn örugglega 76-89.
Meira

Sjón að sjá þegar Silfrastaðakirkju var rennt út á Krók

Það hefur legið fyrir í talsverðan tíma að Silfrastaðakirkja í Blönduhlíð í Skagafirði þyrfti á nauðsynlegri yfirhalningu að halda. Fyrir nokkru var kirkjuturninn fjarlægður og í gær var kirkjan tekin af grunni sínum, hífð upp á vörubílspall og keyrð út á Krók til viðgerðar á Trésmiðjunni Ýr. Samkvæmt heimildum Feykis er reiknað með að viðgerðin geti tekið fjögur ár en kirkjan er 125 ára gömul í ár og ansi lúin.
Meira