Skagafjörður

Helgi Freyr segir ekkert sjálfgefið að Tindastóll sé með lið í úrvalsdeild

Nú er það ljóst að Tindastóll endaði í fjórða sæti Subway deildarinnar í körfubolta eftir að spennandi lokaumferð lauk sl. fimmtudag. Árangur Stóla er nokkuð á pari við spár sem birtar voru fyrir tímabilið þar sem þeim var spáð 5. sæti af þjálfurum fyrirliðum og formönnum liða en 3. sæti af fjölmiðlum. Að vera kominn með heimavallarrétt í úrslitakeppninni er sérlega góður árangur m.t.t. til stöðu liðsins fyrir ekki svo löngu þegar ekki var útséð með það hvort liðið næði inn í úrslitakeppnina.
Meira

Rekstri Verzlunar Haraldar Júlíussonar hætt

„Nú er lokið samfelldri 103 ára sögu Verslunar Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki sem afi minn og amma, Haraldur Júlíusson og Guðrún Bjarnadóttir og móðurbróðir minn Bjarni Haraldsson áttu og ráku,“ skrifar Einar K. Guðfinnsson, fv. alþingismaður, ráðherra og forseti Alþingis, á Facebooksíðu sína en hann var systursonur Bjarna og mjög stoltur af tengingunni norður á Krók.
Meira

Frægðin kemur að utan: ÖXIN, AGNES OG FRIÐRIK í Félagsheimilinu á Blönduósi

Ég var búinn að láta vita að ég myndi verða með sýninguna Öxin, Agnes og Friðrik á Blönduósi í nóvember. Svo óx Covid og sýningunni frestað til 13 janúar. Enn varð að fresta en nú trúum við að ekkert stoppi okkur. Sýning í Félagsheimilinu á Blönduósi föstudagskvöldið 8. apríl , kl. 20.00.
Meira

Úreltir kynjakvótar :: Leiðari Feykis

Nú kemur hver framboðslistinn í leitirnar líkt og farfuglarnir og sitt sýnist hverjum um uppstillingu frambjóðenda á þeim eins og gengur. Í lauslegri talningu minni á þeim sem þegar hafa litið dagsins ljós má ætla að þokkalegt samspil sé á milli kynja þó halli örlítið á kvenfólkið.
Meira

Húnvetningar verðlaunaðir á Búnaðarþingi

Landbúnaðarverðlaunin 2022 voru veitt á setningarathöfn Búnaðarþings í morgun og voru Húnvetningar sigursælir. Verðlaunahafar að þessu sinni eru Borghildur Aðils og Ragnar Ingi Bjarnason, sauðfjárbændur á Bollastöðum í Blöndudal, Karólína Elísabetardóttir sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð og lífrænt vottaða mjólkurvinnslan Biobú í Reykjavík.
Meira

Í Austurdal í Framhéraði Skagafjarðar

Á dögunum leitaði hugurinn til myndarinnar Í Austurdal þar sem Stefáni Hrólfssyni á Keldulandi á Kjálka er fylgt um Austurdal bæði í ferðum og léttu spjalli. Fjallaunnandinn og hestamaðurinn Stefán fer á kostum í myndinni með léttleik sínum og virðingu fyrir umhverfinu. Myndin sýnir ekki bara heillandi og mikilfenglegt umhverfi heldur ekki síður væntumþykju og ást á dalnum fagra. Menn bókstaflega ljóma þegar þeir ríða um sléttar grundir dalsins og virða fyrir sér umhverfið, frjálsir frá erli hversdagslífsins og ekkert annað kemst að en að njóta stundarinnar. Í svona dal getur ekkert slæmt leynst, allir eru jafnir og ekki möguleiki fyrir nokkurn mann að vera í vondu skapi. Sannarlega frábær mynd og eftirminnileg og ekki hægt annað en að hrífast með.
Meira

Hólmfríður Sveinsdóttir ráðin rektor Háskólans á Hólum

Ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar hefur skipað dr. Hólmfríði Sveinsdóttur rektor Háskólans á Hólum til fimm ára frá og með 1. júní 2022. Skipan Hólmfríðar er samkvæmt einróma ákvörðun háskólaráðs frá 25. mars s.l. um að tilnefna hana sem næsta rektor skólans. Á heimasíðu skólans segir að háskólaráð hans hlakki til samstarfs við Hólmfríði og óskar henni velfarnaðar í störfum sínum.
Meira

Gísli leiðir Sjálfstæðismenn áfram og Sólborg Borgars í öðru

Listi Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí var samþykktur einróma á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Skagafirði í gærkvöldi. Gísli Sigurðsson mun áfram leiða listann, í öðru sæti er Sólborg S. Borgarsdóttir, í því þriðja er Guðlaugur Skúlason og fjórða sætið skipar Regína Valdimarsdóttir.
Meira

Treyja Helga Freys upp í rjáfur á morgun

Á morgun fara fram síðustu leikir í Subway deild karla þetta tímabilið og ræðst þá hverjir raðast saman þegar ný keppni hefst, úrslitakeppnin sjálf. Tindastóll tekur þá á móti Þór Akureyri klukkan 19:15 en áður en upphafsflautið gellur mun treyja númer 8 verða hengd upp í rjáfur í Síkinu með viðhöfn.
Meira

Hvað á sameinað sveitarfélag í Skagafirði að heita?

Nú gefst fólki kostur að leggja fram tillögu að heiti á sameinað sveitarfélag Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Rafræn hugmyndasöfnun fer fram á sameiningarsíðunni Skagfirðingar.is þar sem öllum gefst kostur á að senda inn tillögur að heiti.
Meira