Skagafjörður

Hópur frá FNV heimsótti Vilníus á vegum Erasmus+

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er þátttakandi í Erasmusverkefninu og á heimasíðu skólans segir að dagana 27. mars til 3. apríl heimsóttu fimm nemendur FNV í félagi við tvo kennara Vilníus í Litháen og tóku þar þátt í vinnuviku á vegum verkefnisins. Auk Íslendinga og Litháa voru þáttakendur frá Eistlandi, Tékklandi, Englandi og Spáni.
Meira

Æfingaferðin til Portúgal hefur gengið frábærlega

Knattspyrnufólk í Tindastóli skaust á dögunum suður til Portúgals til æfinga og undirbúnings fyrir komandi tímabil í boltanum. Að sögn Sæþórs Más Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Stólanna, er ferðin búin að ganga alveg frábærlega, mjög góð stemning í hópnum og æfingarnar hafa heppnast mjög vel. Hópurinn, sem telur 35 manns, er á svæði sem heitir Colina Verde. „Eru í rauninni með hótelið út af fyrir sig og mjög gott æfingasvæði,“ segir Sæþór.
Meira

Spennandi vinnustofur í TextílLabinu á Blönduósi

Á vegum Textílmiðstöðvar Íslands verða haldnar sjö spennandi vinnustofur í TextílLabinu á Blönduósi að Þverbraut 1 dagana 22. apríl - 7. maí nk. Námskeiðin eru ókeypis fyrir þátttakendur á kostnað Shemakes Evrópuverkefnisins sem Textílmiðstöðin tekur þátt í.
Meira

Byggðagleraugun enduðu á nefi HMS á Sauðárkróki

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa veitt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022 fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðvar stofnunarinnar á Sauðárkróki. Starfsstöðin hefur mikla þýðingu fyrir samfélögin á Norðurlandi vestra og þykir fyrirmyndardæmi um árangursríkan flutning verkefna á landsbyggðina. Starfsstöðin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri og fer starfsmönnum fjölgandi með fjölgun verkefna. Vinnustaður eins og HMS hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið.
Meira

Skagfirðingar á palli á Íslandsmóti í crossfit

Íslandsmótið í crossfit fór fram um helgina í CrossFit Reykjavík en um svokallaða boðskeppni var að ræða þar sem tólf efstu á Íslandi í Open, sem er alþjóðleg netkeppni á vegum crossfit, fengu sæti á mótinu. Þrír Skagfirðingar fengu þetta boð, Áslaug Jóhannsdóttir, Haukur Rafn Sigurðsson og Ægir Björn Gunnsteinsson.
Meira

Bjartir tímar framundan í Gránu

„Eftir magra tíð á tímum heimsfaraldurs er lífið í Gránu að færast í eðlilegra horf,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, yfirsturlungur í Gránu á Króknum, þegar Feykir spyr hann út í hvað sé framundan en Grána Bistro og sýningin 1238 – Baráttan um Ísland voru lokuð nú í byrjun árs en þá urðu breytingar í veitingarekstri og sömuleiðis herjaði Covid-veiran sem sjaldan fyrr á okkar svæði.
Meira

Þórgunnur sigursæl í Meistaradeild Líflands og æskunnar

Lokamót Meistaradeildar Líflands og æskunnar fór fram í Víðidalnum í Reykjavík um helgina þar sem keppt var í gæðingaskeiði (PP1) og slaktaumatölti (T2). Þórgunnur Þórarinsdóttir, frá Sauðárkróki, stóð uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppninni en einnig var hún í stigahæsta liðinu.
Meira

Áfangastaðir - Vísindi og grautur í hádeginu á morgun

Gunnar Þór Jóhannesson og Katrín Anna Lund frá Háskóla Íslands flytja erindi um áfangastaði í fyrirlestraröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Vísindi og graut. Fyrirlesturinn fer fram á Zoom og verður haldinn milli klukkan 11 og 12 á morgun, þriðjudaginn 5. apríl.
Meira

KUSK sigraði Músíktilraunir og á ættir að rekja á Krókinn

Úrslit Músíktilrauna 2022 fóru fram í Hörpu í gærkvöldi en Músíktilraunir eiga sér 40 ára sögu en þar lætur ungt tónlistarfólk ljós sín skína og tilraunirnar oft stökkpallur inn í glæsta framtíð á tónlistarsviðinu. Í gær var það KUSK sem bar sigur úr býtum og eftir því sem Arnar Eggert, tónlistarvitringur, segir mun þetta vera í fyrsta sinn sem einstaklingur sigrar keppnina því á bak við KUSK stendur 18 ára snót af höfuðborgarsvæðinu, Kolbrún Óskarsdóttir, sem rekur ættir sínar til Vopnafjarðar og Skagafjarðar.
Meira

Saga hrossaræktar – félagskerfið, hrossaræktarfélögin :: Kristinn Hugason skrifar

Nú skal tekinn upp þráðurinn þar sem honum var sleppt í 38. tbl., 6. október 2021 en þar var svo komist að orði í niðurlagi greinarinnar: „Fyrsta hrossaræktarfélagið: Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja var stofnað 1904, þau voru síðan stofnuð hvert af öðru. Er hér um að ræða upphaf mikillar sögu, enda runninn upp ný öld. Öld umbrota og framfara, eða eins og stórskáldið, athafna- og hestamaðurinn Einar Benediktsson orðaði það í lokaorðum kvæðis síns Aldamót; „Lát snúast tímans tafl, / tuttugasta´öld.““. Verður nú þessari sögu framhaldið.
Meira