Skagafjörður

Falsaðir peningaseðlar í umferð

Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra eru almenningur og verslunareigendur beðnir um að vera vel á verði gagnvart fölsuðum peningaseðlum sem eru í umferð.
Meira

Góð byrjun Tindastóls og loksins sigur gegn Val

„Ég reikna með að við spilum vörn í vetur og sendum boltann á milli,“ svaraði Baldur Þór spurningu Stöð2Sport fyrir fyrsta leik Tindastóls í Subway-deildinni þennan veturinn. Með þessu svari hefur hann örugglega glatt alla stuðningsmenn Stólanna sem flestir voru ókátir með spilamennsku liðsins á síðasta tímabili. Andstæðingar Tindastóls í fyrsta leik voru Valsmenn og þó leikur Tindastóls hafi ekki verið fullkominn þá var spiluð hörkuvörn, boltinn var hreyfður vel og leikgleði og vilji leikmanna var smitandi. Niðurstaðan var góður 76-62 sigur og fín byrjun á mótinu.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Vík í Sæmundarhlíð

Þetta bæjarnafn þekkist fyrst úr Sturlungu. Meðal þeirra manna, sem Brandur Kolbeinsson hafði í vígförinni að Þórólfi Bjarnasyni, er nefndur ,,Einarr auðmaðr í Vík“ (Sturl. II. bls. 333).
Meira

Steintröllið í Hlöðnuvík í Fljótum féll í óveðrinu í síðustu viku

„Fjaran hérna í Fljótum er frekar einsleit, en við sunnaverða Hlöðnuvík í landi Hrauna [í Fljótum] hefur steintröll staðið vaktina í mörghundruð ár og sett svip á umhverfið. Síðustu viku, líklega þriðjudaginn 28. september, féll þessi útvörður okkar í miklu brimi sem fylgdi fyrstu óveðurslægð haustsins,“ skrifar Halldór Gunnar Hálfdánarson á Molastöðum í Fljótum.
Meira

Gul viðvörun í dag en Haustkálfar boða milt haust

Nú hefur Veðurklúbburinn á Dalbæ tekið aftur til starfa eftir sumarfrí og segir í skeyti til fjölmiðla að nýr starfsmaður hafi tekið við stjórn klúbbsins. Þá kemur einnig fram að með nýju fólki megi búast við breytingum og nýjungum. Jákvætt er að spáð er mildum október með suðlægum áttum.
Meira

Karlaliði Tindastóls spáð 3. og 5. sæti í Subway-deildinni

Á þriðjudaginn var haldinn kynningarfundur fyrir komandi leiktíð í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta þar sem spár þjálfara, fyrirliða og formanna liða í úrvals- og 1. deildum karla og kvenna voru m.a. kynntar, ásamt spá fjölmiðla fyrir úrvalsdeildir karla og kvenna. Karlaliði Tindastóls er spáð 3. sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum en 5. sæti af fjölmiðlum en kvennaliðið því áttunda. Í upphafi fundar var skrifað undir samning við nýjan samstarfsaðila úrvalsdeilda og heitir nú Subway-deildin og tekur við af Dominos.
Meira

Ekkert kæruleysi hér :: Leiðari Feykis

Þegar þessi pistill er í smíðum er ekki enn komin niðurstaða um það hvað á að gera í sambandi við talningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi eftir kosningar til Alþingis. Eins og kunnugt er kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað við talninguna með þeim afleiðingum að heilmikil hringekja fór af stað hjá uppbótarþingmönnum landsins alls. Ekki breytist fjöldi þingmanna hvers flokks heldur fengu einhverjir inni á þingi á kostnað flokksfélaga sem áður hafði hlotið kjörgengi í öðru kjördæmi.
Meira

Haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra og Strandabyggðar 2021

Í ár var haldið haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra og Strandabyggðar. Sveitarfélögin skiptast á að halda þingið og sjá skólastjórnendur í sveitarfélögunum um skipulagningu. Í ár sá Húnaþing vestra um skipulagningu og var haustþingið haldið á Hótel Laugarbakka í september.
Meira

Síðasta bindi Byggðasögu Skagafjarðar farið í prent - „Hver staður hefur sinn sjarma og sín sérkenni,“ segir Hjalti Pálsson

Stór tímamót urðu sl. mánudag er lokahönd var lagt á 10. bindi Byggðasögu Skagafjarðar, sem jafnframt er það síðasta í ritröð þessa viðamikla og metnaðarfulla verkefni sem Hjalti Pálsson hefur stýrt allt frá upphafi, og bíður þess nú að verða prentað. Lokaritið fjallar m.a. um kauptúnin þrjú í austanverðum Skagafirði, Grafarós, Hofsós og Haganesvík. Reiknað er með að bókin komi úr prentun um miðjan nóvember.
Meira

Vísindi eða hindurvitni

Eins og margir vita kom nú á haustdögum upp nýtt riðutilfelli í kind í Skagafirði. Áfallið er mikið fyrir bændur á viðkomandi bæ og miðað við núverandi reglur er niðurskurður alls fjárstofnsins á bænum framundan með tilheyrandi fjárhagstjóni og andlegu álagi, en flestir sauðfjárbændur sem stunda sinn búskap af alúð tengjast dýrunum tilfinningaböndum.
Meira