Skagafjörður

Tindastólsmenn láta hendur standa fram úr ermum og það er leikur í kvöld!

Það er alltaf líf og fjör á Facebook-síðunni Skín við sólu og fólk duglegt við að pósta myndum og ýmsu efni þangað inn. Nú um helgina var síðuhaldarinn, Ómar Bragi, með símann á lofti og náði meðal annars að mynda liðsmenn Tindastóls í körfunni sem unnu við gluggahreinsanir í haustblíðunni.
Meira

KS áfram með matargjafir fyrir jólin

Fyr­ir síðustu jól og fram eft­ir þessu ári hefur Kaupfélag Skagfirðinga gefið mat­væli sem dugað hafa í nærri 200 þúsund máltíðir en um er að ræða kjöt- og mjólk­ur­vör­ur, græn­meti, kart­öfl­ur og brauð. „Það hef­ur orðið að sam­komu­lagi á milli kaup­fé­lags­ins og hjálp­ar­stofn­ana að halda þessu sam­starfi áfram núna í aðdrag­anda jól­anna,“ seg­ir Þórólf­ur Gísla­son kaup­fé­lags­stjóri í samtali við Morgunblaðið um síðustu helgi en KS mun áfram gefa mat­væli til nokk­urra hjálp­ar­stofn­ana hér á landi.
Meira

Undirbúa heimsiglingu Freyju til Siglufjarðar

Varðskipið Freyja er nú komið á flot í litum Landhelgisgæslunnar í Rotterdam en það var tekið upp í slipp fyrr í mánuðinum þar sem það var málað og unnið að minniháttar lagfæringum. Á Facebook-síðu Gæslunnar segir að áhöfn Freyju sé komin til Hollands og undirbýr heimsiglinguna. Eins og fram hefur komið í fréttum mun heimahöfn Freyju verða á Siglufirði og er gert ráð fyrir því að skipið komi til þangað þann 6. nóvember.
Meira

Hollur er heimafenginn biti - Leiðari Feykis

Eins og kemur fram á forsíðu Feykis þessa vikuna hefur leyfi yfirvalda fengist til að starfrækja svokölluð örsláturhús og geta bændur því selt afurðir sínar milliliðalaust hafi þeir á annað borð haft fyrir því að afla sér leyfisins. Það hefur reynst löng og þung ganga að fá þetta í gegn og kostað ýmsar fórnir. Bjarni Jónsson, sem þá var varaþingmaður VG, varpaði fram fyrir réttu ári síðan, fyrirspurn til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann hefði í hyggju að breyta reglum um örsláturhús og auka frelsi sauðfjárbænda til að slátra eigin lömbum og selja afurðir þeirra beint til neytenda og hvort lagalegt svigrúm væri til þess. Kristján Þór svaraði því til að hugmyndir um örsláturhús eða heimasláturhús rýmdust ekki innan gildandi löggjafar eða alþjóðlegra skuldbindinga þá.
Meira

Táin og Strata færðu Dagdvöl aldraðra gjöf

Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar segir af því að systurnar Hjördís og Rannveig Helgadætur í Tánni og Strata hafi á dögunum fært Dagdvöl aldraðra veglega gjöf þegar þær afhentu þrjú vélræn stuðningsdýr. Að sögn Stefaníu Sifjar Traustadóttur, forstöðumanns Dagdvalar, koma stuðningsdýrin sér afar vel fyrir notendur og eru þegar farin að vekja mikla lukku og umræður.
Meira

Ofurspenntir krakkar á Króksamóti

Króksamót Tindastóls var haldið í Síkinu á laugardaginn og var þetta í tíunda skipti sem þetta mót var haldið. Um 150 krakkar, bæði stelpur og strákar, tóku þátt og voru þátttakendur að þessu sinni að koma frá Þór Akureyri, Samherja Eyjarfjarðasveit, Smáranum Varmahlíð, Fram Skagaströnd, Hvöt Blönduósi og Tindastól Sauðárkróki.
Meira

Karsten í Sauðárkróksbakaríi kominn í úrslit í keppni um Köku ársins 2022

Forkeppni um Köku ársins 2022 var haldin dagana 21.-22. október sl. en þar gafst bökurum innan Landssambands bakarameistara tækifæri til að senda inn nýjar og spennandi kökur. Sala kökunnar hefst á konudaginn 20. febrúar 2022 og eflaust bíða nú þegar einhverjir spenntir með sínar sætu tennur eftir því að fá smakk. Fjórar kökur urðu hlutskarpastar hjá dómnefnd og fer lokakeppnin fram 19. nóvember.
Meira

22 nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Hólum

Á heimasíðu Háskólans á Hólum segir frá því að föstudaginn 8. október síðastliðinn var brautskráningarathöfn háskólans að hausti í Hóladómkirkju en alls brautskráðust 22 nemendur að þessu sinni.
Meira

Stór tímamót í heimaslátrun örsláturhúsa - „Ég trúi ekki að fólk sjái ekki tækifærin í þessu,“ segir Þröstur í Birkihlíð

Síðastliðinn föstudag urðu þau tímamót í Íslandssögunni að slátrun fór fram í svokölluðu örsláturhúsi í fyrsta sinn á Íslandi með leyfi yfirvalda. Það eru hjónin Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson í Birkihlíð í Skagafirði sem í nokkur misseri hafa staðið í ströngu við að ná því í gegn hjá íslensku reglugerðarkerfi að löglegt verði að slátra heima að undangengnum skilyrðum um ásættanlegar aðstæður og búnað til verksins og frágang afurða og úrgangs.
Meira

Íbúafundur vegna sameiningarviðræðna í Skagafirði í dag

Samstarfsnefnd um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, boðar til tveggja íbúafunda í dag. Haldnir verða tveir samskonar fundir og eru þeir opnir öllum. Sá fyrri verður haldinn í Félagsheimilinu Ljósheimum við Sauðárkrók kl. 17 til 18.30 og sá seinni í Héðinsminni Blönduhlíð kl. 20 til 21.30
Meira