Skagafjörður

Sjaldan fleiri holur á vegum landsins eftir erfiðan vetur

„Vorverkin hjá Vegagerðinni eru komin í fullan gang, enda sumarið handan við hornið,“ segir í frétt Vegagerðarinnar en unnið er nú hörðum höndum að því að gera við holur sem hafa myndast í bundnu slitlagi á vegum víða um land. Í myndbandi sem tekið var upp á dögunum kemur fram að umhleypingar í veðri, frost og þíða, hafa mikil áhrif á holumyndun á vegum.
Meira

Gleðilegt sumar!

Feykir óskar öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir samveruna í vetur.
Meira

Ný leikskólaviðbygging ferðaðist um Þjóðveg 1 í nótt

Í morgun var hafist handa við að koma viðbyggingu leikskólans Ársala við Árkíl á Sauðárkróki á sinn stað en um er að ræða einingar frá Eðalbyggingum á Selfossi. Fór flutningurinn fram í nótt en lagt var af stað frá Selfossi um kl. 21 í gærkvöldi og rétt fyrir klukkan 5 í morgun liðaðist fimm trukka bílalest í lögreglufylgt inn í Krókinn með farangurinn.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Hópur listamanna frá Þýskalandi er nú staddur á Skagaströnd og dvelur í Salthúsinu og eru margir þeirra tíðir gestir á NES listamiðstöð. Í dag er opið hús og allir velkomnir að sjá hvað listafólkið hefur haft fyrir stafni undanfarið.
Meira

Til mikils að vinna á umhverfisdegi FISK Seafood

Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn þann 7. maí nk. í Skagafirði en áætlað er að tína rusl á strandlengjunni á Sauðárkróki, í Varmahlíð og á Hofsósi. Til mikils er að vinna því fyrirtækið greiðir 10.000 kr. á hvern einstakling sem tekur þátt, inn á reikning aðildarfélags eða deildar innan UMSS sem þátttakandi óskar.
Meira

Leggja til að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður

Formenn stjórnarflokkanna hafa gefið út yfirlýsingu vegna sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars og hefur verið á milli tannanna á fólki og margir gagnrýnt. Formennirnir eru sammála um að söluferlið hafi ekki staðið að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast við með því að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Meira

Íslandsbankasalan - Að bregðast trausti þjóðarinnar

Flokkur fólksins er eini flokkurinn á Alþingi sem var móti sölunni á Íslandsbanka. Óljóst er hver rök annarra stjórnmálaflokka er fyrir sölunni í núverandi umhverfi á bankamarkaði, þar sem samkeppnisleysið er algjört.
Meira

Töfrastund Tindastóls í troðfullu Síkinu

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust í kvöld í fimmtu og allra síðustu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Bæði lið höfðu unnið tvo leiki og sigurvegarinn átti því víst sæti í undanúrslitum þar sem andstæðingurinn yrði deildarmeistarar Njarðvíkur. Reiknað var með hörkuleik og stuðningsmenn liðanna streymdu í Síkið sem aldrei fyrr. Viðureignin reyndist hin besta skemmtun fyrir heimamenn því lið Tindastóls mætti í miklu stuði til leiks, tók snemma góða forystu sem gestirnir voru hreinlega aldrei nálægt að vinna upp. Lokatölur 99-85 og Stólarnir því áfram í undanúrslitin.
Meira

Búin að gefa dætrum mínum saumavélarnar

Aðalheiður Dóra Sigurðardóttir er fædd og uppalin í Hafnarfirði (Gaflari). Hún á þrjú börn; stelpu fædda 1994, strák fæddan 1995, stelpu sem er fædd 2004 og stjúpdóttur sem er 1983 árgangur og það eru komin þrjú barnabörn hjá henni.
Meira

Gersemar & Gamanmál :: Hugverk Hilmis flutt af fjölbreyttum hópi listamanna

Föstudaginn 29. apríl munu fjölmargir listamenn stíga á stokk í Háa salnum á Gránu á Sauðárkróki og flytja ýmis lög við texta Hilmis Jóhannessonar, ort við margs konar tækifæri. „Þetta verður fjöllistahópur einhvers konar en ég ætla líka að sýna myndir sem hann málaði og ég gerði lög við vísurnar sem hann teiknaði á myndirnar,“ segir Eiríkur sonur hans sem stendur að baki viðburðinum.
Meira