Skagafjörður

Horft til framtíðar

Á laugardaginn kemur, 19. febrúar, verður kosið um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar. Hinn 26. mars kjósa svo íbúar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps um sameiningu sem og íbúar í Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ.
Meira

Hittumst í þinni heimabyggð! Flokkur fólksins á Kaffi Krók nk. föstudag

Þingflokkur Flokks fólksins verður á ferð og flugi í kjördæmaviku, sem átti að hefjast á Sauðárkróki síðasta mánudag en vegna ófærðar og slæms veðurs syðra tafðist ferðin um sólarhring og hófst ferðin því í gær í gamla heimabæ formannsins, Ingu Sæland, á Ólafsfirði. Flokkur fólksins verður hins vegar á Króknum á föstudaginn.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar stendur yfir hjá sýslumönnum vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga sem fram fer nk. laugardag 19. febrúar: Blönduósbær og Húnavatnshreppur; Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur; Snæfellsbær og Eyja- og Miklaholtshreppur.
Meira

Smitum fjölgar á Norðurlandi vestra

Samkvæmt nýrri stöðutöflu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur orðið töluverð aukning í smitum í umdæminu þar sem 97 einstaklingar eru skráðir í einangrun. Enginn er í sóttkví enda búið að fella hana niður með reglugerð sem birt var sl. föstudag en þá losnuðu hátt í 10.000 manns undan þeim sóttvarnaraðgerðum á landsvísu.
Meira

Skráning hafin í Körfuboltabúðir Tindastóls

Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar í ágúst og er skráning þegar hafin. Til að mæta vaxandi eftirspurn hefur verið ákveðið að bjóða upp á tvö námskeið, annars vegar dagana 8.-12. ágúst fyrir 12-16 ára krakka og 13.-14. ágúst fyrir 9-11 ára.
Meira

Þórsarar lagði í háspennuleik í 1. deild körfuboltans

Stólastúlkur áttu góðan leik sl. laugardag er þær mættu nágrönnum sínum frá Akureyri í 1. deild kvenna í körfubolta á heimavelli og nældu sér í montréttinn yfir Norðurlandi um. Leikurinn var spennandi frá upphafi til enda og um hörkuleik að ræða og myndaðist sannkölluð sigurstemning hjá þeim rúmlega 200 áhorfendum sem létu sig ekki vanta á pallana.
Meira

Ólympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson heimsótti Árskóla

Árskóli á Sauðárkróki fékk góðan gest í heimsókn sl. föstudag þegar ólympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson ræddi við nemendur um heima og geima.
Meira

Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag

Slaufunarmenning, stafrænt ofbeldi, stéttskipting í íslensku ljósi, viðhorfsbreytingar tengdar #metoo, frjósemisréttindi fatlaðra kvenna, valdójafnvægi innan íþrótta, textíll og hringrásarkerfi sem jafnréttismál, ljósmyndasýning tengd mannúðarstörfum kvenna og staða jafnréttismála innan háskóla landsins er meðal þeirra fjölbreyttu umfjöllunaref
Meira

Svandís staðfestir svikin við sjávarbyggðirnar!

Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins. Svandís hafði þá nýlokið við að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðikerfinu um 1.500 tonn sem var fyrsta embættisverk hennar í nýrri ríkisstjórn. Ég fór fram á einfalt svar frá ráðherra, já eða nei.
Meira

Hittumst í þinni heimabyggð! Flokkur fólksins á Kaffi Krók í kvöld :: UPPFÆRT! FUNDUR FELLUR NIÐUR VEGNA ÓFÆRÐAR SYÐRA

Þingflokkur Flokks fólksins verður á ferð og flugi í kjördæmaviku. 14. – 18. febrúar. Efnt verður til fjörugra umræðna um lífskjör og lífsgæði íbúanna; þjónustu í heimabyggð og brýnustu úrlausnarefni á hverjum stað. Einnig verða heilbrigðismál, skólamál, atvinnumál, húsnæðismál og samgöngumál undir smásjánni.
Meira