Skagafjörður

Góðar starfsvenjur í evrópskum skólum á tímum Covid

Á heimasíðu Árskóla á Sauðárkróki er sagt frá því að skólinn er þátttakandi í Evrópuverkefni sem leitt er af vendinámssetri Keilis í Reykjanesbæ. Snýr verkefnið að góðum starfsvenjum í evrópsku skólakerfi á tímum Covid. Verkefnið, sem nefnist BestEDU, er styrkt af Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins og er til tveggja ára. Það er unnið í samstarfi átta skóla og fræðslustofnana í sex Evrópulöndum.
Meira

Lið KR fór illa með Stólastúlkur í þriðja leikhluta

Kvennalið Tindastóls í körfunni heimsótti lið KR á Meistaravelli í gærkvöldi í 1. deildinni. Leikurinn fór ágætlega af stað og lið Tindastóls tveimur stigum yfir að loknum fyrri hálfleik. Heimastúlkur bitu hinsvegar duglega frá sér í þriðja leikhluta og náðu góðri forystu fyrir lokafjórðunginn. Stólastúlkur sýndu karakter og náðu að klóra í bakkann en lokatölur voru 80-71 fyrir KR.
Meira

Átta Stólastúlkur komnar með samning fyrir næsta sumar

Hjá Knattspyrnudeild Tindastóls er nú unnið að því að semja við leikmenn fyrir næsta keppnistímabil. Nú hafa átta stúlkur skrifað undir samning um að leika áfram með liði Tindastóls næsta sumar en liðið tekur þátt í 1. deild kvenna undir stjórn nýráðins þjálfara, Donna Sigurðssonar. Um er að ræða sex heimastúlkur og tvær bandarískar, sem þarf nú hvað úr hverju að fara að tala um sem heimastúlkur, en það eru Murr og Amber.
Meira

Sá dásamlegi tími, haustið :: Áskorandinn Emma Sif Björnsdóttir Hofsósi

Haustið er minn tími. Ekki það að ég sé ekki eins og hver annar sólardýrkandi Íslendingur sem rýkur út um leið og sólin fer að skína að sumri til, þá er bara eitthvað annað við haustið.
Meira

1.796 laxar veiddust í Miðfjarðará

Á Húnahorninu segir af því að laxveiðitímabilinu sé nú lokið í flestum ám landsins þetta sumarið. Í sjö helstu laxveiðiánum í Húnavatnssýslum veiddust samtals 4.550 laxar og er það 156 löxum meira en í fyrra þegar 4.394 laxar veiddust.
Meira

37% vilja láta síðari talningu í NV-kjördæmi gilda

Enn er tekist á um talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í kjölfar alþingiskosninganna sem fram fóru 25. september síðastliðinn. Nú hafa að minnsta kosti ellefu aðilar kært kosningarnar til Alþingis og þegar þessi frétt er skrifuð er undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa að funda. Mjög skiptar skoðanir eru ríkjandi varðandi málið en í nýrri könnun Gallup sem RÚV segir frá kemur í ljós að flestir telji að seinni talning eigi að standa.
Meira

Siggi tendraði Tindastólspúðrið

Það var boðið upp á allt (nema góða skotnýtingu) þegar gömlu erkifjendurnir, KR og Tindastóll, mættust á Meistaravöllum í Subway-deildinni í gærkvöldi. Stuðningsmenn Tindastóls fjölmenntu að sjálfsögðu og studdu sína menn af fítonskrafti og ekki veitti af því leikurinn var æsispennandi, liðin skiptust þrettán sinnum á um að hafa forystuna og það þurfti að framlengja. Sekúndubroti munaði að Vesturbæingar hefðu náð að sigra leikinn en sigurinn féll Stólamegin eftir magnaðan þrist frá Arnari þegar fimm sekúndur voru eftir. Lokatölur 82-83 fyrir Tindastól.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur hafa gengið til formlegra sameiningarviðræðna

Sameiningarviðræður eru hafnar milli Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, með það fyrir augum að íbúar kjósi um tillöguna í lok janúar eða byrjun febrúar. Samstarfsnefnd sveitarfélaganna er skipuð tíu fulltrúum, fimm frá hvoru sveitarfélagi og er vinnuheiti verkefnisins, Skagfirðingar. Finna má upplýsingar um verkefnið og framgang þess á vefsíðunni skagfirdingar.is sem nýbúið er að opna.
Meira

Edda Daða komin með upp í kok af kræklingatali

„Ég er búin að fá mig fullsadda á þessari endalausu kræklingavitleysu,“ sagði Edda Daða þegar hún hafði samband við ritstjórn á dögunum. „Sauðkræklingar! Hverslags ónefni er þetta eiginlega!? Ég sat og horfði á beina útsendingu á Stöð2Sport með manninum mínum og þar eru einhver glaðhlakkaleg borgarbörn að lýsa leik Tindastóls og Vals og þau svoleiðis staggla á þessu kræklinga-kjaftæði endalaust að það endaði með því að ég fékk bara alveg upp í kok og skipti hérna yfir á hann Gísla Martein... já, þá er nú langt gengið skal ég segja þér!“
Meira

Sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar sendir samúðarkveðjur til borgarstjóra Kongsberg

Fólki var brugðið í gærkvöldi þegar spurnir bárust af skelfilegum atburði í Kongsberg í Noregi, vinabæ Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þar sem maður á fertugsaldri varð fimm manns að bana og særði tvo til viðbótar. Hann var handtekinn og hefur við yfirheyrslur játað sök að sögn lögreglunnar.
Meira