Skagafjörður

Í desember - Jólalag dagsins

Nýjasta jólalag í heimi, alla vega í Skagafirði, er jólalag dagsins hér á Feykir.is „Glænýtt! Skagfirskt og samið í byrjun desember,“ segir höfundurinn Brynjar Páll Rögnvaldsson, tónlistarmaður á Sauðárkróki.
Meira

Leikur tungl við landsins enda

Það fer ekkert mikið fyrir þeim hvíta þessa dagana (nema á skíðasvæðinu í Tindastólnum) og skammdegið því enn drungalegra en ella. Veðurstofan virðist gera ráð fyrir minniháttar hitabylgju fram yfir helgi með tilheyrandi sunnanáttum og eru því talsverðar líkur á rauðum jólum að þessu sinni.
Meira

Hamborgarar til styrktar fjölskyldu Erlu Bjarkar

Í nóvember var stórt skarð höggið í skagfirska fjölskyldu þegar Erla Björk Helgadóttir varð bráðkvödd á heimili sínu á Víðimel í Skagafirði. Til að styrkja fjölskylduna hefur Hard Wok Cafe ákveðið að öll hamborgarasala dagsins renni til hennar.
Meira

Fróðleikur úr fjöllunum og magnaðar myndir :: Hvammshlíðardagatal 2022 komið út

Enn á ný má finna hið skemmtilega dagatal Karólínu í Hvammshlíð sem, auk þess að halda manni við réttu dagana, er jafnan fræðandi og prýtt fjölda mynda.
Meira

Dráttarbáturinn fékk nafnið Grettir sterki - Myndband

Í gær var nýjum dráttarbát Skagafjarðarhafna gefið nafn við látlausa athöfn á Suðurbryggju á Sauðárkróki. Fékk hann nafnið Grettir sterki, eftir einum frægasta útlaga Íslandssögunnar.
Meira

Landsnet, Orka náttúrunnar og Tengill í samstarf við Alor ehf.

Tæknifyrirtækið Alor ehf. vinnur að þróun og síðar framleiðslu sjálfbærra álrafhlaðna og orkugeymslna. Alor hefur undirritað samninga við Orku náttúrunnar, Landsnet og Tengil um stuðning fyrirtækjanna við framleiðslu frumgerðar álrafhlöðu. Það er markmið samstarfsins að byggja upp þekkingu auk þess að stuðla að nýsköpun og framförum á sviði hönnunar og framleiðslu álrafhlaðna á Íslandi. Slík framleiðsla mun stuðla að hraðari orkuskiptum sem og að bæta nýtingu raforku og draga úr sóun hennar.
Meira

17,2 milljarðar í framlög vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2021

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endanlegt skiptihlutfall vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2021. Áður hafa verið gefnar út tvær áætlanir fyrir árið. Áætlað er framlög ársins 2021 nemi rúmum 17,2 milljörðum króna.
Meira

Jólin í Gránu næsta laugardag- Getraun, finnur þú tengingar innan hópsins?

Tónleikarnir Jólin í Gránu verða haldnir í Háa salnum í Gránu á Sauðárkróki nk. laugardagskvöld, 18. desember. „Á dagskránni eru nokkur glæný skagfirsk jólalög sem samin hafa verið sérstaklega fyrir okkur í bland við gömlu góðu fallegu jólalögin,“ segir í kynningu.
Meira

Sorpurðunar- og sorphirðugjald hækkar um 15% í Skagafirði

Á fundi byggðarráðs svf. Skagafjarðar fyrir helgi kom fram að sveitarfélagið greiðir tugi milljóna fyrir sorphirðu og sorpurðun umfram tekjur á ári hverju. Er það í mótsögn við lög sem skyldar sveitarfélög að innheimta gjöld í samræmi við kostnað í þeim málaflokki.
Meira

Fullt hús stiga á Jólin heima

Jólatónleikarnir Jólin heima voru haldnir fyrir fullum sal í Menningarhúsinu Miðgarði sl. laugardagskvöld, haldnir af ungu skagfirsku tónlistarfólki sem áður höfðu haldið jólatónleika á síðasta ári í netstreymi. Til að gera langa sögu stutta tókust tónleikarnir afar vel og fá fullt hús stiga.
Meira