Skagafjörður

Útibú Arionbanka á Sauðárkróki gefur húsgögn og málverk á sjúkrahúsið

Vegna breytinga á húsnæði útibús Arionbanka á Sauðárkróki þurfti að finna nýjan stað fyrir stóla og sófa sem ekki nýttust lengur þar en að sögn Sigrúnar Ólafsdóttur, útibússtjóra er að ræða muni sem voru í góðu ásigkomulagi en pössuðu ekki lengur í nýtt útibú. Auk þessa færði bankinn sjúkrahúsinu tólf málverk til eignar.
Meira

Skagfirðingabók komin út

Út er komin Skagfirðingabók númer 41, rit Sögufélags Skagfirðinga, en sú fyrsta kom fyrir almenningssjónir árið 1966. Átta greinar eru í bókinni að þessu sinni og höfuðgreinin um Ingibjörgu Jóhannsdóttur á Löngumýri, eftir Gunnar Rögnvaldsson.
Meira

Útgáfuhátíð Byggðasögu Skagafjarðar

Annað kvöld, mánudaginn 11. apríl, stendur Sögufélag Skagfirðinga fyrir útgáfuhátíð tíunda og síðasta bindis Byggðasögu Skagafjarðar. Fer hátíðin fram í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi og hefst kl. 20:00. Í lokabindinu, sem kom út í lok síðasta árs, er fjallað um Hofsós, Grafarós, Haganesvík og eyjarnar Drangey og Málmey.
Meira

Það er gaman að vera hér og hitta félagana :: Nafabóndinn Hörður Sigurjónsson

Áfram er haldið með heimsóknir á Nafirnar á Króknum en þar hafa frístundabændur lengi verið með kindurnar sínar og notið náttúru og mannlífs sem þar ríkir. Þó margir þeirra hafi verið þar í langan tíma með sinn búskap er einnig hægt að finna einhverja sem teljast til nýseta og er Hörður Sigurjónsson einn af þeim. Misserin er enn hægt að telja á fingrum annarrar handar frá því hann fékk sér kindur og líkt og aðrir Nafabændur líkar honum vel að snúast í kringum féð og taka þátt í skemmtilegu mannlífi.
Meira

Hvalfjarðarvegur lokaður á morgun

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu er vakin athygli á að Hvalfjarðarvegur verður lokaður við Miðsand frá kl. 09:00-12:30 mánudaginn 11. apríl næstkomandi vegna varnaræfingarinnar Norður-Víkings.
Meira

Keflvíkingar eldri en tvævetur í körfunni

Eftir frábæran sigurleik Tindastóls í fyrsta leik úrslitakeppninnar gegn Keflvíkingum voru einhverjir stuðningsmenn Stólanna farnir að láta sig dreyma um kúst og fæjó. Það kom hins vegar í ljós í gærkvöldi að Keflvíkingar eru töluvert eldri en tvævetur þegar kemur að körfuboltaleikjum og þeir Suðurnesja menn náðu vopnum sínum á meðan Stólunum gekk afleitlega að koma boltanum í körfu Keflvíkinga. Leikurinn var engu að síður lengstum jafn og spennandi og Stólarnir í séns fram á síðustu mínútur. Lokatölur 92-75, allt jafnt í einvíginu og liðin mætast í þriðja sinn í Síkinu nk. mánudag.
Meira

Salan á Íslandsbanka er ólöglegt hneyksli!

Eftir Hrun eða árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögunum er ætlað að gera hlutverk Alþingis veigameira í sölumeðferðinni en áður. Lögin innihalda meginreglur og fastmótaðan ramma utan um tilhögun sölunnar. Þessar meginreglur kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.
Meira

Á sveitaballi :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 2. hluti

Kristrún Þórlaug Örnólfsdóttir f. 29.03 1902 d. 16.08 1978 skrifaði eftirfarandi frásögn í „Sóley“, handskrifað blað kvenfélagsins í Súgandafirði: Ég fór til Skagafjarðar vorið 1923 og var þar á sama bæ í 2 og 1/2 ár. Bærinn hét Sjávarborg. Var það skammt frá Sauðárkróki eða í kringum hálftíma gangur út á Krókinn. Ég fór, því miður, óvíða um Skagafjörð. Fór einu sinni fram að Reynistaðarétt, út að Meyjarlandi á Reykjaströnd, yfir í Blönduhlíð að Syðribrekkum og Hofsstöðum og 4 bæi á Hegranesi; Ás, Ríp, Helluland og Vatnskot. Ennfremur kom ég að Gili, Hólkoti, Brennigerði og Borgargerði og svo oft út á Krók, því þangað áttum við kirkjusókn.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2022

Eftir rúm tvö ár í undarlegum aðstæðum sem sköpuðust vegna áhrifa kórónuveirunnar, sem á einhvern undarlegan hátt ákvað að herja á mannkynið með Covid-19, stefna Skagfirðingar ótrauðir á að halda alvöru Sæluviku með glaum og gleði sem aldrei fyrr. Þar sem er Sæluvika þar er Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga.
Meira

Ísland næstu árin

Við getum örugglega öll verið sammála um mikilvægi þess að um allt land séu blómlegar byggðir með hamingjusömum íbúum. Á landsbyggðinni eru starfandi öflug fyrirtæki sem skapa tekjur inn í þjóðarbúið. Lífið á landsbyggðinni er allskonar og kallar á mismunandi nálganir. En ekkert gerist af sjálfu sér, svo við getum haldið öflugum byggðum allt í kringum landið er nauðsynlegt að hafa raunhæfa byggðaáætlun.
Meira