Af hverju er heilagt kl. 18 á aðfangadag?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
28.12.2021
kl. 09.01
Margir hafa velt því fyrir sér af hverju jólin hefjast hjá okkur Íslendingum, sem og öðrum Norðurlandabúum, á aðfangadag en víðast hvar í heiminum daginn eftir eða þann 25. desember. Skýringuna er m.a. að finna á Vísindavefnum en þar segir að til forna hafi nýr dagur hafist um miðjan aftan, það er kl. 18 og hefst því jóladagur klukkan sex síðdegis á aðfangadag.
Meira