Skagafjörður

Ræningjar og rassálfar, nornir og grádvergar - Leikfélag Sauðárkróks setur Ronju ræningjadóttur á svið

Leikfélag Sauðárkóks frumsýnir nk. föstudag í Bifröst barnaleikritið Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur.
Meira

Ungt skagfirskt tónlistarfólk með Jólatónleika í Miðgarði

Jólatónleikarnir Jólin heima verða haldnir þann 11. desember í Menningarhúsinu Miðgarði. Á bakvið tónleikana stendur ungt skagfirskt fólk sem kemur bæði að skipulagi þeirra og flutningi. Tónleikarnir fóru fram í Félagsheimilinu Bifröst í fyrra í gegnum myndbandsstreymi og fengu þeir góðar viðtökur.
Meira

Eftirspurn greiðslumarks mjólkur langt umfram framboð

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bárust 187 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember 2021. Þrettán vildu selja en fjöldi kauptilboða var alls 174. Þetta er síðasti markaður ársins og taka viðskiptin gildi frá 1. janúar 2022.
Meira

Margmenni í opnu húsi Byggðastofnunar

Byggðastofnun bauð síðasta föstudag gestum og gangandi að koma og fagna með starfsfólki stofnunarinnar að hafa tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði undir starfsemi sína á Sauðárkróki. Ekki stóð á gestakomunni og segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri, ánægjulegt að sjá þann áhuga sem fólk sýnir starfsemi stofnunarinnar og þeim verkefnum sem hún vinnur að.
Meira

Landsliðsmanni vikið úr landsliðinu í hestaíþróttum

Stjórn Landssambands hestamannafélaga (LH) og landsliðsnefnd sendu frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem sagt er frá þeirri ákvörðun hennar að víkja einum landsliðsmanni úr landsliðshópi Íslands í hestaíþróttum. Fram kemur að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hefði ekki verið kunnugt um dóminn.
Meira

Eingöngu leyfilegt að veiða rjúpu eftir hádegið

Veiðitímabil rjúpu hefst í dag 1. nóvember og stendur út mánuðinn en samkvæmt tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er heimilt að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann á miðvikudögum og fimmtudögum líkt og undanfarin ár.
Meira

Stjarnan lagði Stólana eftir dramatískar lokasekúndur

Tindastóll fékk lið Stjörnunar í heimsókn í 16 liða úrslitum í VÍS bikarnum í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Stjarnan náði undirtökunum í þriðja leikhluta og virtist ætla að stinga Stólana af. Taiwo Badmus og Siggi Þorsteins héldu heimamönnum inni í leiknum og fjórði leikhluti var æsispennandi. Lið Tindastóls fékk færi á að klára leikinn með góðri lokasókn en hún var langt frá því að vera sannfærandi og ekki vildi boltinn í körfu Stjörnunnar sem nældi þar með í sigurinn, lokatölur 78-79.
Meira

Stólastúlkur áttu ekki breik í Blika

Kvennalið Tindastóls mætti liði Breiðabliks í 16 liða úrslitum VÍS bikarsins í dag og var spilað í Smáranum í Kópavogi fyrir framan 32 áhorfendur. Lið Blika spilar í Subway deildinni og er ansi sterkt þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum í vetur. Þær reyndust í það minnsta of sterkar fyrir Stólastúlkur og unnu að lokum stórsigur, 111-53, og lið Tindastóls því úr leik í bikarnum.
Meira

Rekaviður í listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd

Laugardaginn 30.október var sýningin „Rekaviður – lifandi gagnabanki“opnuð í listamiðstöðinni Nesi að Fjörubraut 8 á Skagaströnd og við sama tækifæri var heimildamynd um rekavið frumsýnd. Sýningin verður opin frá kl. 13-17 mánudag til miðvikudags nú í fyrstu viku nóvember.
Meira

Aldrei verður hægt að laga Siglufjarðarveg almennilega

Á Vísi.is er sagt frá því að Vegagerðin hafi í byrjun október lýst yfir viðvarandi óvissustigi á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs og hættu á grjóthruni allt árið um kring. Fyrrverandi eftirlitsmaður telur að aldrei muni vera hægt að laga veginn almennilega, finna verði varanlegri lausn.
Meira