Skagafjörður

Ístak kærir Vegagerðina vegna útboðs Þverárfjallsvegar

Verktakafyrirtækið Ístak hefur kært ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Skagfirska verktaka, sem áttu lægsta tilboð í byggingu nýs vegar á milli Blönduóss og Skagastrandar, eða nánar tiltekið Þverárfjallsvegar (73) í Refasveit og Skagastrandarvegar (74) um Laxá. Meðan málið er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála verður ekki skrifað undir samning eins og til stóð.
Meira

Aðgerðum við Sauðá lokið

Í tilkynningu sem var að berast frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra segir að búið sé að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem á voru settar vegna gruns um krapastíflu í Sauðá.
Meira

Telja hættuástand yfirvofandi vegna krapastíflu á Sauðárkróki - Uppfært, götum lokað og íbúðir rýmdar

Lögreglan á Norðurlandi vestra varar við hugsanlegu hættuástandi á Sauðárkróki þar sem talið er að krapastífla hafi myndast í Sauðánni en tilkynnt var um það að hún væri hætt að renna að mestu leyti.
Meira

Austan Vatna meðal átta verkefna Vaxtarrýmis

Átta nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem mun hefja göngu sína 4. október næstkomandi. Á heimasíðu SSNV er sagt að teymin átta séu kraftmikil en fjölmargar umsóknir bárust víðsvegar af Norðurlandi af fjölbreyttum verkefnum.
Meira

Appelsínugul veðurviðvörun á morgun

Veðurstofan spáir versnandi veðri á norðanverðu landinu á morgun allt frá Vestfjörðum að Austurlandi að Glettingi og hefur virkjað bæði gula og appelsínugula viðvörun fyrir svæðið. Búist er við norðan og síðar vestan hríð á Norðurlandi vestra og bálhvössu veðri.
Meira

Vanda sjálfkjörin formaður KSÍ fram í febrúar

Vanda Sigurgeirsdóttir var sú eina sem bauð sig fram til formanns KSÍ en kosningar fara fram á aukaþingi þann 2. október nk. Hún er því sjálfkjörin til embættisins líkt og stjórn og varastjórn sem einnig eru sjálfkjörin þar sem jafn margir buðu fram krafta sína og þurfti að manna. Formaður og stjórn sitja því til bráðabirgða og starfa fram að næsta knattspyrnuþingi sem haldið verður í febrúar árið 2022.
Meira

Oddviti Pírata vill endurtaka kosningarnar í Norðvesturkjördæmi

Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. Kæran verður lögð fram formlega á næstu dögum. Eftir atvikum verður kæra einnig send til lögreglu.
Meira

Amber og Jónas Aron best í Tindastól

Uppskeruhátíð meistaraflokka Tindastóls í fótbolta var haldin á veitingastaðnum Sauðá á Sauðárkróki sl. laugardagskvöld að viðstöddum allflestum leikmönnum liðanna, þjálfurum og stjórn. Þar voru bestu og efnilegustu leikmennirnir valdir ásamt bestu liðsfélögunum.
Meira

Donni ráðinn þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála hjá Tindastól

Í dag skrifuðu stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls og Halldór Jón Sigurðsson, Donni, undir þriggja ára samstarfssamning um að Donni taki að sér aðalþjálfarastöðu beggja meistaraflokka félagsins auk þess að vera yfirmaður knattspyrnumála.
Meira

Framsókn og ríkisstjórnin sigurvegarar kosninganna

Kosið var til Alþingis í gær og þegar atkvæði höfðu verið talin var ljóst að niðurstaða var sigur Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar sem bætti við sig tveimur þingmönnum frá því í kosningunum 2017. Það var Framsókn sem ber ábyrgð á bætingunni því flokkurinn náði inn 13 þingmönnum nú en hafði átta fyrir. Í Norðvesturkjördæmi hlaut Framsókn þrjá þingmenn undir forystu Stefáns Vagns Stefánssonar, fékk 25,8% atkvæða sem er ríflega 7% meira en 2017.
Meira