Skagafjörður

Rúnar Már kominn til CFR Cluj í Rúmeníu

Íslenski landsliðsmaðurinn og Skagfirðingurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur komist að samkomulagi við Astana um að rfita samningi sínum við félagið og hefur nú fært sig um set því í framhaldinu skrifaði hann undir tveggja ára samning við rúmenska stórliðið CFR Cluj sem hefur af og til leitt gæðinga sína fram á sparkvelli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu.
Meira

Sveitarstjórnarráðherra vill auka svigrúm sveitarfélaga

Húnahornið flytur frétt af því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mælti í síðustu viku fyrir frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru á íslenskt efnahagslíf og samfélag. Markmið frumvarpsins eru einkum þríþætt: Að auka svigrúm sveitarfélaga til að ráðast í auknar fjárfestingar, auðvelda sveitarfélögum að koma til móts við rekstraraðila í greiðsluerfiðleikum og að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað og tekið ákvarðanir við óvenjulegar aðstæður, m.a. á tímum heimsfaraldurs.
Meira

Góður sigur gegn Völsungi

Lið Tindastóls og Völsungs mættust í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í gær. Það er skemmst frá því að segja að Stólastúlkur reyndust talsvert sterkari aðilinn og skoruðu tvö mörk í sitt hvorum hálfleik og lokatölur því 4-0.
Meira

Drangey aflahæst í janúar

Togarar Fisk Seafood á Sauðárkróki áttu góðu gengi að fagna í síðasta mánuði en Drangey SK2 varð aflahæst skipa á Íslandi í sínum flokki (botnvarpa) í janúarmánuði og eina skipið sem veiddi meira en 800 tonn í mánuðinum. Málmey SK1 var ekki langt undan þar sem það vermdi í 6. sæti á lista Aflafrétta.is með um 668 tonn.
Meira

Tómt vesen Tindastóls í Sláturhúsinu

Lið Tindastóls var lítil fyrirstaða fyrir sterkt lið Keflavíkur þegar liðin mættust í Sláturhúsinu suður með sjó í gærkvöldi. Stólarnir héldu í við heimamenn í fyrri hálfleik en voru níu stigum undir í hálfleik, 48-39. Í þriðja leikhluta stigu Keflvíkingar bensínið í botn og Stólarnir virkuðu bæði orku- og ráðalausir. Lokatölur 107-81 og hollingin á okkar piltum ekki par góð.
Meira

Húnaklúbburinn fær Evrópustyrk

Við tilkynnum með stolti að Húnaklúbburinn og Óríon hafa fengið Erasmus+ styrk vegna verkefnisins Leiðin að rótunum. Ungmennaráðin í Húnaþingi vestra og í Pyhtää í Finnlandi munu vinna saman að því að hvetja æskuna til aukinnar lýðræðisþátttöku, til að taka meiri þátt í að móta samfélög sín og búa ungmenni undir samskipti við stjórnvöld og aðra menningarheima í alþjóðlegu umhverfi. Verkefnið hlaut alls styrk upp á €137.000 (27.374.220 íslenskra króna) fyrir árin 2021 og 2022.
Meira

Fækkar á Norðurlandi vestra

Lítilsháttar fækkun varð á, Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Norðurlandi eystra frá 1. desember 2020 til 1. febrúar sl. samkvæmt samantekt Þjóðskrár Íslands. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði aftur á móti um 0,2% eða um 376 íbúa en mest hlutfallsleg fjölgun var á Vestfjörðum eða um 0,3% eða um 18 íbúa.
Meira

Katrín Sif vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi. Katrín Sif er fjörtíu og fimm ára hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir gift Aðalsteini Ingólfssyni og samtals eiga þau átta börn. Sem stendur starfar hún sem ljósmóðir í mæðravernd og sinnir heimafæðingaþjónustu. Katrín Sif var formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands og sat í stjórn félagsins á árunum 2017-2019 og leiddi á þeim tíma mjög harða kjarabaráttu þar sem áhersla var lögð á að allt skyldi vera uppi á borðum, á gagnsætt ferli með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi.
Meira

ÍSLENSK KJÖTSÚPA, JÁ TAKK!

Norðvesturkjördæmi spannar stórt landsvæði með fjölbreytt landslag, fallega náttúru, mikla möguleika og áskoranir. Kjördæmið býður upp á margbreytileg atvinnutækifæri og sóknarfærin eru mörg. Í þessari yfirferð langar mig aðeins að tala um landbúnað, sem er ein af grunnstoðum atvinnulífs og byggðar í kjördæminu.
Meira

Skaflasteik og eftirréttur óbyggðanna

„Við þökkum fyrir áskorunina frá Steinunni og Sigga. Stefán hefur í gegnum tíðina ferðast mikið á fjöllum og er uppáhaldsmaturinn hans svokölluð skaflasteik. Það er því kærkomið að segja ykkur frá því hvernig slík steik er matreidd en hana má grilla jafnt í holu í jörðinni sem og í holu sem grafin er í skafl. Eftirrétturinn er svo réttur sem varð til úr afgöngum í hálendisgæslu Skagfirðingasveitar sumarið 2015 en við erum bæði virkir félagar í björgunarsveitinni,“ sögðu þau Hafdís Einarsdóttir, kennari við Árskóla, og Stefán Valur Jónsson, starfsmaður Steypustöðvarinnar á Sauðárkróki sem voru matgæðingar Feykis í 44. tbl. ársins 2018.
Meira