Rannveig Sigrún söng til sigurs
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
06.02.2021
kl. 12.43
Óhætt er að segja að áhorfendur hafi skemmt sér vel á skemmtilegri Söngkeppni NFNV sem haldin var á sal skólans í gærkvöldi. Keppendur voru tólf og fluttu þeir tíu ansi ólík lög. Keppninni var streymt beint en vegna tæknilegra örðugleika tafðist keppnin um 30 mínútur. Það var Rannveig Sigrún Stefánsdóttir sem stóð að lokum uppi sem sigurvegari.
Meira
