Skagafjörður

Leikurinn sýndur á Völsungur TV

Tindastólsstúlkur verða í eldlínunni í Lengjudeildinni í dag því kl. 16:15 hefst viðureign þeirra við lið Völsungs á Húsavík. Mögulega verður um að ræða einn merkilegasta leik í sögu félagins, ef hann vinnst, og því örugglega einhverjir sem hafa rennt norður í Víkina. Aðrir eiga kannski ekki heimangegnt en vildu gjarnan fylgjast með gangi mála og eftir því sem Feykir kemst næst þá verður leikur liðanna sýndur á YouTube-rásinni Völsungur TV.
Meira

Háskólinn á Hólum hlaut styrk til námsefnisgerðar í fiskeldisfræðum

Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum hlaut 350 þúsund evra styrk, 56,6 milljónir íslenskar krónur, frá Erasmus+ til að vinna að rannsóknaverkefninu „Blue region Initiatives for developing growth, employability and skills in the farming of finfish“ sem útleggja má sem Frumkvæði á „bláum svæðum“ til aukins þroska, ráðningarhæfni og fjölhæfi einstaklinga í fiskeldi.
Meira

Teitur Björn til liðs við Íslensku lögfræðistofuna

Teitur Björn Einarsson, lögmaður, bætist í hóp lögmanna Íslensku lögfræðistofunnar nú í september og verður með starfsstöð í Skagafirði. Teitur er kvæntur Margréti Gísladóttur og eiga þau saman tvo syni.
Meira

Haraldur Birgisson ráðinn í nýtt starf hjá Fisk Seafood

Haraldur Birgisson hefur verið á sjónum fyrir Fisk Seafood í meira en þrjátíu ár en hefur nú verið kallaður í land í nýtt starf. Var hann mjög farsæll bátsmaður á togaranum Málmey SK 1 þar sem hann sá um að allt væri á sínum stað og í standi á dekkinu. Það verður einnig eitt af hans verkefnum í landi eins og á sjónum því mikil tiltekt og hreinsun hefur átt sér stað við og í húsakynnum starfseminnar á Króknum ásamt Hofsósi og Skagaströnd.
Meira

Sigur gegn Akureyringum í æfingaleik

Lið Tindastóls og Þórs frá Akureyri mættust í Síkinu í gær í æfingaleik. Nýr Kani Tindastóls, Shawn Glover, spilaði sínar fyrstu mínútur í Tindastóls-búningnum og sýndi ágæta spretti þó hann hafi verið þungur á köflum, enda ekki búinn að ná mörgum æfingum með sínum nýju félögum. Stólarnir áttu ekki í teljandi vandræðum með lið gestanna sem þó bitu frá sér og þá sérstaklega í öðrum fjórðungi. Lokatölur voru 100-76.
Meira

Plastlaus september 2020- Breytum til hins betra

Árvekniátakið Plastlaus september er nú í fullum gangi fjórða árið í röð. Vegna samkomutakmarkana hefur Plastlaus september einbeitt sér að því að miðla upplýsingum og hvatningu til fólks með rafrænum hætti og hefur það fengið afar góðar undirtektir, segir í tilkynningu samtakanna um Plastlausan september, en tekið er dæmi um veggspjaldið „30 leiðir til að minnka plastið“ sem hefur fengið góða dreifingu á samfélagsmiðlum.
Meira

Eitt smit á Norðurlandi vestra og níu í sóttkví

Kórónuveiran hefur enn og aftur löðrungað okkur Íslendinga en talað er um að þriðja bylgjan af COVID-19 hafi skollið á okkur undir lok síðustu viku. Langflest eru smitin á höfuðborgarsvæðinu og virðast einkum tengjast skemmtistöðum og háskólasamfélögunum. 242 einstaklingar eru nú með smit og í einangrun en ríflega 2100 eru í sóttkví.
Meira

Leikur við Þór Akureyri í Síkinu í kvöld

Körfuboltamenn halda áfram að gíra sig upp fyrir komandi tímabil. Í kvöld mæta Þórsarar frá Akureyri í heimsókn í Síkið og hefst leikurinn kl. 18:30. Að sögn Ingólfs Jóns Geirssonar, formanns körfuknattleikdeiildar Tindastóls, má reikna með því að eitthvað sjáist í nýjan Kana Tindastóls, Shawn Glower, í leiknum.
Meira

35 þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár

Tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár er farið af stað og alls taka 35 býli, víðsvegar um landið, þátt í verkefninu. Markmið þess er leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur falið Hólmfríði Sveinsdóttur, doktor í lífvísindum og næringarfræðingi í Skagafirði, að stýra verkefninu fyrir hönd ráðuneytisins.
Meira

Kalt í vikunni en spáð hlýrra veðri um helgina

Kuldaboli baular á Norðurlandi vestra þessa dagana og heldur því áfram megnið af vikunni samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar. Eitthvað hríðaði í nótt á svæðinu og þar sem flestallir eru væntanlega með farartæki sín á sumardekkjum er rétt að benda á að hálka eða hálkublettir eru á Þverárfjallsvegi, Vatnsskarði, Siglufjarðarvegi og á Öxnadalsheiði. Snjór var í Fljótum og inn til sveita. Hiti í byggð er nú víðast rétt ofan frostmarks og ekki gert ráð fyrir að hiti hækki í dag en reikna má með rigningu eða slyddu af og til.
Meira