Leikurinn sýndur á Völsungur TV
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.09.2020
kl. 14.47
Tindastólsstúlkur verða í eldlínunni í Lengjudeildinni í dag því kl. 16:15 hefst viðureign þeirra við lið Völsungs á Húsavík. Mögulega verður um að ræða einn merkilegasta leik í sögu félagins, ef hann vinnst, og því örugglega einhverjir sem hafa rennt norður í Víkina. Aðrir eiga kannski ekki heimangegnt en vildu gjarnan fylgjast með gangi mála og eftir því sem Feykir kemst næst þá verður leikur liðanna sýndur á YouTube-rásinni Völsungur TV.
Meira
