Skagafjörður

Liði Tindastóls spáð einu af toppsætunum

Stólastúlkur fóru af stað í 1. deild kvenna um liðna helgi en nú er komið að strákunum að spretta úr spori. Annað kvöld hefst keppni í Dominos-deild karla og af því tilefni blés KKÍ til blaðamannafundar í Laugardalshöll sl. föstudag.
Meira

Landsmót hestamanna 2026 verður haldið á Hólum í Hjaltadal

Á fundi stjórnar Landssambands hestamanna sl. mánudag var ákveðið að Landsmót færi fram á Hólum í Hjaltadal 2026 og verður gengið til samninga við Hestamannafélagið Skagfirðing um mótshaldið á grunni fyrirliggjandi samninga við Landsmót 2018, 2022 og 2024.
Meira

Íbúakönnun landshlutanna 2020

„Taktu þátt og hafðu áhrif“. Það getur þú gert með því að taka þátt í íbúakönnun landshlutanna sem er nú í gangi um allt land. Þetta er sagt vegna þess að hún hefur hingað til nýst okkur hjá landshlutasamtökunum í að meta og hafa yfirlit yfir raunverulega stöðu okkar á landsbyggðinni. Það hefur mótað áherslur í starfi okkar og breytt forgangsröð þess. Einnig hefur hún nýst inn í hverskonar stefnumótun sem landshlutasamtökin hafa þurft að fara í og leggur því línurnar inn í framtíðina sem er mikilvægt í málum sem vinna þarf stöðugt að yfir langan tíma. Og að síðustu hafa upplýsingarnar nýst okkur í hagsmunabaráttu fyrir landshlutana. Fólk tekur mark á upplýsingum sem koma frá miklum fjölda fólks þar sem söfnun og úrvinnsla er faglega unnin. Þegar menn setjast niður með gögn sem þessi er hlustað.
Meira

Hvað er sönn ást?

Amanda Oleander, listamaður frá Los Angeles, teiknar ótrúlega skemmtilegar myndir sem fanga hversdagsleikann bak við luktar dyr. Hann er oft á tíðum ekki glansandi fagur og virðist hún vita mikið um þessa hluti. Hún er óhrædd við að sýna það í verkum sínum eins og sjá má á Instagram síðunni hennar.
Meira

Á móti straumnum, mynd Óskars Páls Sveinssonar, frumsýnd á laugardaginn

RIFF kvikmyndahátíð í Reykjavík var sett þann 24. september sl. og stendur fram á sunnudag, 4. október, en boðið er upp á úrval alþjóðlegra kvikmynda, viðburða og pallborðsumræðna í Bíó Paradís, Norræna húsinu og á netinu. Auk hefðbundinna bíósýninga í Bíó Paradís er boðið upp á yfir 100 myndir frá öllum heimshornum í gegnum netið. Á móti straumnum, mynd Óskars Páls Sveinssonar um transkonuna Veigu Grétarsdóttur sem siglir á kayak í kringum Ísland, verður frumsýnd nk. laugardag kl. 18.
Meira

Aukinn stuðningur við nýsköpun á landsbyggðinni eftir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur kynnt frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun í Samráðsgátt stjórnvalda. Í frumvarpinu eru lagðar til talsverðar breytingar á opinberu stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi. Í frumvarpinu felast áform um að starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verður lögð niður, stofnaðir verða Nýsköpunargarðar með áherslu á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði hátækni, framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni verða aukin og nýr sjóður settur á fót fyrir rannsóknir í byggingariðnaði.
Meira

Tröllaskagatvíburarnir töfruðu fólk upp úr skónum

Hin ástsæla Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram sl. laugardagskvöld í Exton í Kópavogi í þrítugasta sinn. Keppnin, sem átti að fara fram í vor en var frestað vegna ... dúmmdúmmtrisss ... COVID-19, var að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV. Sigurvegarar kvöldsins komu frá nágrönnum okkar í Menntaskólanum á Tröllaskaga en þar fóru tvíburarnir Tryggvi og Júlíus Þorvaldssynir á kostum ásamt Herði Inga Kristjánssyni og Mikael Sigurðssyni.
Meira

Endurbættur vefur Ísland.is

Fyrir helgi var vefurinn Ísland.is, sem er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi, opnaður í nýrri og endurbættri útgáfu með það að markmiði að gera viðmót gagnvart notendum skýrara og betra. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að á Ísland.is verður auðvelt að finna það sem leitað er að og eru þrjár meginleiðir til að finna efni. Sú fyrsta er í gegnum lífsviðburði, svo sem upplýsingar um nám, flutninga, barneignir eða stofnun fyrirtækja. Þá er búið að skilgreina helstu þjónustuflokka á vefnum, t.d. um akstur og bifreiðar, fjármál og skatta, heilbrigðismál og fjölskyldu og velferð. Ennfremur hefur leit á vefnum verið styrkt og er auðvelt að sækja upplýsingar í gegnum hana.
Meira

Sama gamla góða sagan á Sauðárkróksvelli

Tindastóll fékk Haukastelpur í heimsókn á Krókinn í dag og það er skemmst frá því að segja að enn einn sigurinn vannst og enn einu sinni héldu Stólastúlkur markinu tandurhreinu. Lið gestanna má þó eiga það að það lét aðeins reyna á Amber Michel í marki Tindastóls en hún stóð fyrir sínu eins og vænta mátti. Lokatölur voru 3–0 eftir tvö mörk Tindastóls í blálokin.
Meira

Skin og skúrir hjá Stólastúlkum í Síkinu um helgina

Lið Tindastóls spilaði fyrstu leiki sína í 1. deild kvenna í körfubolta á nýju tímabili í Síkinu nú um helgina. Mótherjinn í þessum tvíhöfða var lið Vestra frá Ísafirði og fór svo að heimastúlkur unnu fyrri leikinn nokkuð örugglega en þær hentu frá sér sigri í seinni leiknum sem fram fór í hádeginu í dag með hræðilegum leik í fjórða leikhluta.
Meira