Sveitarfélagið Skagafjörður fær leyfi til að urða riðufé á Skarðsmóum við Sauðárkrók
feykir.is
Skagafjörður
06.11.2020
kl. 18.33
Í gær var allt fé á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð skorið niður vegna riðusmits sem greindist á bænum fyrr í vetur og gekk sú framkvæmd vel eftir plani, að sögn Jóns Kolbeins Jónssonar, héraðsdýralæknis Matvælastofnunar. Allt fullorðið fé auk nokkurra lamba fór í sorpeyðingarstöðina Kölku í Reykjanesbæ en annað sem ekki komst þangað verður urðað á Skarðsmóum við Sauðárkrók.
Meira
