Skagafjörður

Sveitarfélagið Skagafjörður fær leyfi til að urða riðufé á Skarðsmóum við Sauðárkrók

Í gær var allt fé á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð skorið niður vegna riðusmits sem greindist á bænum fyrr í vetur og gekk sú framkvæmd vel eftir plani, að sögn Jóns Kolbeins Jónssonar, héraðsdýralæknis Matvælastofnunar. Allt fullorðið fé auk nokkurra lamba fór í sorpeyðingarstöðina Kölku í Reykjanesbæ en annað sem ekki komst þangað verður urðað á Skarðsmóum við Sauðárkrók.
Meira

Setti á sig svuntuna og reyndi sitt besta

Matgæðingur vikunnar í tbl 39 var Magnús Ásgeir Elíasson sem býr á Stóru Ásgeirsá í Húnavatnssýslunni. Þar stundar hann smá búskap ásamt því að reka hestaleigu og gistingu. Vinkona hans á næsta bæ, Sigríður Ólafsdóttir í Tungu, skoraði á hann að taka þetta verkefni að sér því hún taldi hann vera betri kokk.
Meira

Kosið á milli fimm nafna á sorpmóttökustöð í Varmahlíð

Nú er hægt að velja á milli fimm nafna á nýju sorpmóttökustöðina í Varmahlíð en nýverið óskaði Sveitarfélagið Skagafjörður eftir hugmyndum Skagfirðinga um nafngift á hana. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að undirtektir fólks hafi verið afskaplega ánægjulegar því alls bárust inn 62 tillögur.
Meira

Lokabindi Byggðasögu Skagafjarðar í uppsetningu

Hafin er vinna í prentsmiðjunni Nýprent á Sauðárkróki við að setja upp lokabindi Byggðasögu Skagafjarðar en þar er á ferð 10. bindið í ritröðinni. Meðal efnis þess eru verslunarstaðirnir Hofsós, Grafarós og Haganesvík en einnig fá eyjarnar Málmey og Drangey umfjöllun en Drangeyjartexti er ritaður af Kristjáni Eiríkssyni frá Fagranesi.
Meira

Vinnustofur Uppbyggingarsjóðs færðar í fjarfund

Vinnustofur fyrir þá sem eru að vinna að umsóknum í Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra hafa verið færðar í fjarfund í ljósi aðstæðna. Á heimasíðu SSNV kemur fram að boðið verður upp á vinnustofu í gegnum fjarfundaforritið Zoom mánudaginn 9. nóvember, kl. 16-17. Þar er einnig minnt á að umsóknarfresturinn renni út kl. 16:00 mánudaginn 16. nóvember nk.
Meira

Reyndi að ræna systur sinni í Garðabæinn

Knattspyrnukappinn snyrtilegi, Óskar Smári Haraldsson frá Brautarholti í Skagafirði, gerði á dögunum 2. flokk kvenna hjá Stjörnunni að Íslandsmeisturum. Kappinn hefur spilað með liði Tindastóls í 3. deildinni í sumar en gert út frá Garðabænum. Óskar Smári segist gríðarlega stoltur af árangrinum en hann er aðalþjálfari 2. flokks kvenna en einnig er hann aðstoðarþjálfari í meistaraflokki kvenna hjá Stjörnunni sem er með lið í Pepsi Max deildinni.
Meira

Engar tilkynningar um kórónuveirusmit í minkum á Íslandi

Í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði kórónaveiru úr minkum í fólk í Danmörku ætlar Matvælastofnun að hefja skimun fyrir kórónaveiru á minkabúum landsins. Ekki er grunur um að kórónaveirusmit hafi komið upp á minkabúum hérlendis. Á heimasíðu MAST kemur fram að þegar fregnir hafi borist af kórónuveirusmiti úr fólki í minka í sumar sendi Matvælastofnun tilmæli til íslenskra minkabænda um hertar sóttvarnir á búunum og að einstaklingar með sjúkdómseinkenni haldi sig fjarri þeim.
Meira

Nóvember verður þrælmildur :: Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Í gær, þriðjudaginn 3. nóvember, mættu 14 spámenn til fundar í Veðurklúbbinn á Dalbæ til að spjalla um veðrið framundan. Þrátt fyrir að hafa ekki sent frá sér veðurlýsingu fyrir október þá líst fundarmönnum bara vel á veðrið þann mánuð.
Meira

Gul viðvörun í kortunum

Gul viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Austfirði. Í athugasemd veðurfræðings segir að suðvestan stormur verði víða um land eftir hádegi og mega íbúar Stranda og Norðurlands vestra búast við suðvestan 20-25 m/s, og staðbundnar vindhviður yfir 35 m/s. Varasamar aðstæður gætu myndast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og er fólki einnig bent á að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.
Meira

9 aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang

Landssamtökin Geðhjálp standa fyrir undirskriftasöfnum á síðunni 39.is um að setja geðheilsu í forgang. Söfnuninni lýkur á miðnætti sunnudaginn 8. nóvember. Við skorum á alla landsmenn að skrifa undir og setja þannig geðheilsu í forgang. Meðfylgjandi eru 9 aðgerðir til þess að það megi takast.
Meira