Skagafjörður

Er þörf á almenningssamgöngum á vinnusóknarsvæðum á Norðurlandi vestra?

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hafa gert með sér samstarfssamning um vinnu við skoðun á fýsileika þess að koma á fót almenningssamgöngum a vinnusóknarsvæðum á Norðurlandi vestra.
Meira

Rafræn hátíðarhöld á degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember og verður fagnað með fjölbreyttum hætti um land allt. Hátíðarhöld og verðlaunaafhending Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar verða þó með óhefðbundnum hætti þetta árið vegna sóttvarnaráðstafana. Hátíðardagskrá ráðuneytisins verður miðlað með streymi en þau munu fara fram í Hörpu kl. 16 hvar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp og tilkynnir um verðlauna- og viðurkenningarhafa Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar árið 2020.
Meira

Vill sjá aukin framlög inn í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Sveitarstjóri Blönduósbæjar er Valdimar O Hermannsson og hann svaraði góðfúslega spurningum Feykis um stöðu og horfur sveitarfélagsins á tíma heimsfaraldurs. Valdimar tók við stöðu sveitarstjóra á Blönduósi að loknum kosningum sumarið 2018. Líkt og aðrir sveitarstjórar og oddvitar sem svöruðu Feyki þá segir Valdimar að besta almenna aðgerð ríkisins gagnvart sveitarfélögunum væru aukin framlög inní Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Meira

Er eins og við flest

Þórhildur María er matgæðingur af líf og sál en hún sá um matarþáttinn í tbl. 40 í Feyki núna í október. Þórhildur eða Tóta eins og hún er kölluð finnst fátt skemmtilegra en að smakka mat og prufa nýja rétti. „Ég gef mér samt oft of lítinn tíma til að elda heima og er bara eins og við flest, eldamennskan má helst ekki taka neinn tíma, kvöldmaturinn þarf helst að vera klár á 20 mínútum og max 40 mínútur þá með frágangi í eldhúsinu. En ef við ætlum að gera hlutina frá grunni taka þeir bara aðeins lengri tíma. Ég ætla að gefa ykkur hér tvær mjög ólíkar uppskriftir sem er gott að njóta á haustin. Haustið er tími sem við viljum heita rétti sem ylja og veita ánægju,“ segir Tóta.
Meira

Tíminn flýgur :: Nýr diskur Guðmundar Ragnarssonar og Róberts Óttarssonar

Á dögunum kom út fimm laga geisladiskur Guðmundar Ragnarssonar og Róberts Óttarssonar á Sauðárkróki og fengu þeir félagar Úlf Úlfinn, Helga Sæmund, í lið með sér en hann sá um hljóðfæraleik, útsetningar og upptökur fjögurra laganna. Fimmta lagið var hins vegar unnið í Stúdíó Benmen á Króknum þar sem Fúsi Ben lék á trommur, bassa og undirgítar en Magnús Jóhann Ragnarsson á Hammond og Reynir Snær Magnússon á gítar.
Meira

Sendibíll fullur af góðgæti

Það hafa eflaust margir, sem fylgjast með Vörusmiðju BioPol á Facebook, orðið varir við smáframleiðendur á Norðurlandi vestra þar sem þeir hafa verið áberandi síðustu vikurnar eftir að sérútbúinn sendibíll fór á flakk með vörurnar þeirra í þeim tilgangi að selja þær. Þetta flotta verkefni sem kallast Smáframleiðendur á ferðinni virkar þannig að sá aðili sem er að framleiða afurð getur boðið upp á hana í þessum bíl sem staðsettur er í tiltekinn tíma á nýjum og nýjum stað (nokkra daga í röð) á Norðurlandi vestra. Áhugasamir geta svo komið og keypt vörur frá smáframleiðendum á þessum fyrirfram ákveðnu stöðum eða til að sækja það sem pantað var í gegnum netverslunina hjá vorusmidja.is
Meira

Það mun reynast erfitt að fjármagna lögbundin verkefni

Oddviti Akrahrepps er Hrefna Jóhannesdóttir sem auk þess er skipulagsfulltrúi hjá Skógrækt ríkisins, skógfræðingur og skógarbóndi á Silfrastöðum. Hún svaraði spurningum Feykis um stöðu Akrahrepps og framtíðarhorfur á tímum COVID-19. Hrefna segir að það muni reynast mörgum sveitarfélögum erfitt að fjármagna lögbundin verkefni og kallar eftir auknum fjármunum í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Meira

Ásgeir Bragi eða Ouse gerir risasamning við Twelve Tones

Ásgeir Bragi Ægisson á Sauðárkróki, hefur heldur betur skotist upp á stjörnuhiminninn með tónlist sína en hann hefur nú gert plötusamning við útgáfufyrirtækið Twelve Tones í Bandaríkjunum. Ásgeir segir samninginn hefðbundinn en niðurstaðan varð sú að semja við þetta fyrirtæki eftir mikla vinnu og samtöl við ýmsa aðra útgefendur. „Okkur leist bara mjög vel á þetta og enduðum á að samþykkja samningin frá þeim,“ segir Ásgeir.
Meira

Í öllum breytingum felast möguleikar og tækifæri :: Áskorandapenninn, Sigurður Hólmar Kristinsson

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, eru orð sem eiga vel við á þessari stundu. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að vera í þeim sporum að sitja og rembast við að koma á blað nokkrum orðum til birtingar í fjölmiðli. Þann heiður á ég að þakka Pétri Björnssyni, fyrrverandi stórvini mínum.
Meira

Ingvi Hrannar Ómarsson hlaut hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna

Tilkynnt var um verðlaunahafa Íslensku menntaverðlaunanna í dag en þeim er ætlað að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Verðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum auk hvatningarverðlauna og bárust fjölmargar tilnefningar í öllum þeirra. Hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna hlýtur að þessu sinni Ingvi Hrannar Ómarsson kennari og frumkvöðull á Sauðárkróki.
Meira