Skagafjörður

Orðinn meiri útivera - Nýliðar í golfi - Margeir Friðriksson

Nýliðar voru áberandi í starfi GSS í sumar en metþátttaka var á árlegu nýliðanámskeiði í júní. Formaður klúbbsins brá sér í hlutverk blaðamanns og tók nokkra þeirra tali og hefur Feykir birt viðtöl í nokkrum blöðum. Hér er komið að síðasta þætti, í bili að minnsta kosti.
Meira

Golfklúbbur Skagafjarðar 50 ára í dag

Til hamingju með daginn kæru félagsmenn Golfklúbbs Skagafjarðar. En það var á þessum degi, 9. nóvember árið 1970, að þeir félagar Friðrik. J. Friðriksson og Reynir Þorgrímsson, félagar í Rotaryklúbbi Sauðárkróks, boðuðu til fundar til að kanna áhuga á golfíþróttinni á Króknum. Á fundinn mættu ríflega 20 manns og töldust því til stofnfélaga Golfklúbbs Sauðárkróks.
Meira

Margt brallað í Skagafirði

Sagt er frá því á heimasíðu Svf. Skagafjarðar að ýmsar framkvæmdir hafa verið í gangi í Skagafirði á haustmánuðum. Má þar til dæmis nefna malbikunarframkvæmdir bæði á Króknum og í Varmahlíð, vinnu við sjóvarnir og lengingu sandfangara við Sauðárkrókshöfn og margt fleira. Feykir gerði sér lítið fyrir og fékk lánaðar nokkrar fínar myndir af heimasíðunni.
Meira

Áskoranir og tækifæri á óvissutímum

28. ársþing og fjórða haustþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra var haldið föstudaginn 23. október með fjarfundi en þetta var í fyrsta skiptið sem þing samtakanna er haldið með þessum hætti og tókst framkvæmdin vel. Daginn áður stóð SSNV fyrir vefráðstefnu sem bar yfirskriftina Framtíð atvinnulífs á Norðurlandi vestra. Fyrirlesarar komu úr ýmsum áttum en allir áttu það sameiginlegt að ræða um þau tækifæri sem felast í landshlutanum, í landbúnaði, sjávarútvegi, ferðaþjónustu, nýsköpun og menningu svo fátt eitt sé talið. Feykir hafði samband við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra SSNV, og lagði fyrir hana nokkrar spurningar.
Meira

Meistaradeildarsæti væri mjög sexy - Liðið mitt Eysteinn Ívar Guðbrandsson

Eysteinn Ívar Guðbrandsson er mörgum kunnur þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur margoft stigið á svið með Leikfélagi Sauðárkróks og Leikhópi NFNV. Þá hefur hann getið sér góðs orðs í lýsingum leikja Tindastóls TV, bæði í fót- og körfubolta. Eysteinn er ekki alveg ókunnur Feyki því hann vann sem afleysingablaðamaður sumarið 2019 en í sumar vann hann í Sumartím en sem stendur er hann nemi við FNV ásamt því að starfa í Húsi frítímans.
Meira

Safnahúsið opið þrátt fyrir veiruna

Að gefnu tilefni vill starfsfólk Safnahússins á Sauðárkróki vekja athygli á því að Safnahúsið er opið, þrátt fyrir veiruna sem enn hrellir heimsbyggðina. Samkvæmt tilkynningu er bókasafnið opið frá kl. 11-18 alla virka daga og skjalasafnið frá kl. 9-12 og 13-16 alla virka daga.
Meira

Torskilin bæjarnöfn Páfastaðir á Langholti

Þetta nafn finst í stofnskrá Reynistaðarklausturs, sem talin er frá árinu 1295. Er skráin sögð að vera næstelzt af íslenzkum frumbrjefum (Reykholtsmáldagi elzt). Er þetta þá líklega elzta heimildin um Páfastaðanafnið. Meðal þeirra jarða, sem Jörundur biskup Þorsteinsson leggur til klaustursins „á Stað í Reynisnesi“ standa Pauastaðir. Telja má víst, að nafnið sje misritað í skránni, sem ýms önnur bæjanöfn, því aðeins 20 árum síðar, eða árið 1315, er afnið ritað Pafastaðir í staðfestingarbrjefi Auðuns biskups um stofnun klaustursins (Dipl. Ísl. II. b., bls. 301 og 398). Rúmri öld síðar, eða 1446, í „Reikningi Reynistaðarklausturs“, eru klausturjarðirnar taldar, þar á meðal Pafvestaðir.
Meira

„Það er gaman þegar gestirnir okkar eru ánægðir“

Frostastaðir sveitagisting í Blönduhlíð í Skagafirði er í eigu Þórarins Magnússonar, bónda, og Söru R. Valdimarsdóttur, kennara, sem búsett eru á Frostastöðum, um 12 kílómetra frá Varmahlíð. Þau sjá bæði um reksturinn en einnig hafa tvær dætra þeirra, Inga Dóra og Þóra Kristín, hjálpað til við framkvæmdir og rekstur ásamt tengdasonunum Edu og Rúnari. Það er ekki langt síðan gamla húsið var tekið í gegn og farið var að bjóða gistingu í þremur vel útbúnum íbúðum.
Meira

Konni og Luke í liði ársins

Það náðist að ljúka um það bil 20 umferðum í 3. deild karla í knattspyrnu í sumar og haust. Niðurstaðan eftir að KSÍ flautaði mótið af er sú að lið KV og Reynis Sandgerði fara upp í 2. deild en Álftanes og Vængir Júpiters falla í 4. deild. Tindastóll endaði hins vegar í sjöunda sæti með 25 stig, vann sex leiki, gerði sjö jafntefli og tapaði sjö leikjum. Í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni var lið sumarsins valið.
Meira

Ný netverslun smáframleiðenda í loftið

Vörusmiðjan BioPol á Skagaströnd hóf starfsemi haustið 2017 en þar er vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur og einstaklinga sem geta leigt rýmið með tólum og tækjum og framleitt það sem þeir óska sér þó innan leyfilegra marka. Þórhildur M. Jónsdóttir er verkefnastjóri smiðjunnar og segir mikla grósku í starfseminni. Nýlega opnaði netverslun á heimasíðu Vörusmiðjunnar þar sem smáframleiðendur bjóða upp á sínar vörur.
Meira