Skagafjörður

Miðflokkurinn vill neyðaraðgerðir strax

Fjölmennur flokksráðsfundur Miðflokksins fór fram í gær á netinu og voru heilmargar ályktanir samþykktar en ljóst er að flokkurinn vill aðgerðir strax vegna aðsteðjandi vanda í þjóðfélaginu. Meðal þess sem Miðflokkurinn leggur til er að heimilum, sem orðið hafa fyrir tekjufalli, verði veitt skjól meðan náð er utan um vandann og lausnir fundnar, lækka staðgreiðslu skatta, tekjuskatt og útsvar í 24% til loka árs 2021 og greiðslur vaxta og verðbóta vegna fasteignalána atvinnulausra falli niður í allt að 18 mánuði.
Meira

Stólastúlkur fá Hauka í heimsókn í dag

Í dag, sunnudaginn 27. september, taka Stólastúlkur á móti liði Hauka úr Hafnarfirði á Kaupfélagsteppinu á Króknum. Leikurinn hefst kl. 16:00 og skiptir bæði lið máli. Haukastúlkur eiga enn möguleika (afar veikan) á að ná liði Keflavíkur sem er í öðru sæti Lengjudeildarinnar en lið Tindastóls, sem hefur þegar tryggt sér sæti í efstu deild, stefnir á að vinna Lengjudeildina og hefur því engan áhuga á að tapa.
Meira

Stólarnir á flökti í 3. deildinni

Stólastrákar mættu ferskir á Fylkisvöll í gærkvöldi en Árbæingarnir í liði Elliða reyndust sterkari og uppskáru 3-1 sigur. Í síðustu fimm leikjum hafa Stólarnir tapað tvisvar, gert tvö jafntefli og unnið einn leik og má því segja að hálfgert flökt sé á liðinu, eini stöðugleikinn er óstöðugleikinn. Lið Tindastóls er í miklum og jöfnum pakka um miðja deild þegar flest liðin eiga eftir að spila fjóra til fimm leiki.
Meira

Kallað eftir jarðgöngum úr Fljótum í Siglufjörð

Siglufjarðarvegur hefur verið talsvert í umræðunni síðustu daga eftir að Trölli.is birti myndir af veginum. Það var einkum og sér í lagi ástand vegarins rétt við gangnamunnann að Strákagöngum sem hleypti hrolli í fólk enda minnir vegarstæðið á köflum á hroðavegi Bólivíu – þó ástand vegarins sé að sjálfsögðu ekki svo slæmt. Hins vegar er töluvert jarðsig á veginum nær Fljótunum, í Mánárskriðum og Almenningi. Ýmsir óttast að vegurinn hreinlega renni í sjó fram einn daginn. Aðstæður eru þannig að lítið er hægt að gera fyrir veginn, enda ekkert pláss til að færa hann.
Meira

Minningarplatta um Helgu Sigurðardóttur komið fyrir í Húsgilsdragi

Föstudaginn 28. ágúst var gerður út leiðangur fámenns hóps áhugamanna um sögu og afdrif Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns Arasonar á Hólum, í Húsgilsdrag sem staðsett er suðvestur af Flugumýrardal, við suðurenda Glóðafeykis í Blönduhlíð í Skagafirði. Markmið leiðangursmanna var að setja upp minningarplatta, og málmkassa fyrir gestabók, á stóran stein og gera staðinn að áhugaverðum viðkomustað.
Meira

Andavefjur, Tagliatelle og frönsk súkkulaðikaka

Sunna Gylfadóttir og Davíð Þór Helgason voru matgæðingar vikunnar í tbl 34 í Feyki. Sunna er fædd og uppalinn á Skagaströnd en Davíð er frá Sauðárkróki. Sunna flytur á Krókinn árið 2006 en í dag vinnur Sunna í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem deildarstjóri í stærðfræði- og raungreinum. Davíð er háseti á Málmey SK 1 og eiga þau saman hana Iðunni Ölmu sem er í skólahóp í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki.
Meira

Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar

Velheppnuðu rafrænu landsþingi Viðreisnar lauk í gær með kjöri Daða Más Kristóferssonar sem varaformanns Viðreisnar en áður hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verið endurkjörin formaður flokksins. Í stjórn voru kjörin: Axel Sigurðsson, Benedikt Jóhannesson, Elín Anna Gísladóttir, Jasmina Vajzovic Crnac og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Tveir varamenn í stjórn eru Karl Pétur Jónsson og Sonja Sigríður Jónsdóttir.
Meira

Eigið húsnæði fyrir tekjulága

Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. Það getur nú með stuðningi ríkisins keypt sína fyrstu fasteign og haft þannig möguleika á betra búsetuöryggi til langs tíma með því að ríkið fjármagni hluta af verði hagkvæms húsnæðis.
Meira

Stólastúlkur hefja leik í 1. deildinni í körfu um helgina

Á morgun, laugardaginn 26. september, spilar kvennalið Tindastóls fyrsta leik sinn í 1. deild kvenna þetta tímabilið. Andstæðingurinn er lið Vestra frá Ísafirði og hefst leikurinn kl. 16:00 í Síkinu. „Það eru allar klárar í slaginn um helgina, smá eymsli en ekkert sem hefur áhrif,“ segir Árni Eggert Harðarson þjálfari Tindastóls.
Meira

Miklar rafmagnsframkvæmdir í Skagafirði

Byggingu nýrrar aðveitustöðvar RARIK á Sauðárkróki, sem hófst haustið 2019 er að ljúka og er nú unnið að uppsetningu búnaðar í nýju stöðinni. Á heimasíðu RARIK kemur fram að með tilkomu stöðvarinnar verði hægt að tvöfalda orkuafhendingu á svæðinu því í stað einnar 66kV tengingar og eins 10MVA aflspennis í gömlu stöðinni verða tvær 66kV tengingar og tveir 20 MVA aflspennar í þeirri nýju.
Meira