Miðflokkurinn vill neyðaraðgerðir strax
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.09.2020
kl. 13.32
Fjölmennur flokksráðsfundur Miðflokksins fór fram í gær á netinu og voru heilmargar ályktanir samþykktar en ljóst er að flokkurinn vill aðgerðir strax vegna aðsteðjandi vanda í þjóðfélaginu. Meðal þess sem Miðflokkurinn leggur til er að heimilum, sem orðið hafa fyrir tekjufalli, verði veitt skjól meðan náð er utan um vandann og lausnir fundnar, lækka staðgreiðslu skatta, tekjuskatt og útsvar í 24% til loka árs 2021 og greiðslur vaxta og verðbóta vegna fasteignalána atvinnulausra falli niður í allt að 18 mánuði.
Meira
