Skagafjörður

Íslenska gæðingakeppnin – þróunin fram til dagsins í dag :: Sögusetur íslenska hestsins

Lesendur góðir, í þessari grein verður botninn sleginn í umfjöllunina um íslensku gæðingakeppnina. Tekið verður hlé á skrifum í sumar en haldið áfram í haust og í fyrsta tölublaði september verður hafin umfjöllun um íþróttakeppnina.
Meira

Byrðuhlaup á 17. júní

Árlegt Byrðuhlaup UMF Hjalta verður haldið á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, á Hólum í Hjaltadal og keppa þátttakendur um titilinn Byrðuhlaupari ársins 2020. Lagt verður af stað klukkan 11:00 frá Grunnskólanum að Hólum og hlaupið eða gengið upp í Gvendarskál sem er sylla í fjallinu Hólabyrðu sem rís yfir Hólastað. Í tilkynningu frá UMF Hjalta segir að keppt verði í barnaflokki upp í þrettán ára aldur og í fullorðinsflokki, 14 ára og eldri. Boðið verður upp á hressingu í Gvendarskál. Frítt er í hlaupið og allir velkomnir.
Meira

Bakkabræður á Sauðárkróki

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Lotta hefur sérhæft sig í utandyra sýningum á sumrin og ferðast nú 14. sumarið í röð með glænýjan fjölskyldusöngleik.
Meira

Beikonvafðar döðlur, chilibollur og fljótlegur skyrdesert

Björn Magnús Árnason og Eva María Sveinsdóttir sáu um Matgæðingaþátt Feykis í 24 tbl. ársins 2018. Þau fluttu á Sauðárkrók frá Reykjavík vorið 2014 með strákana sína tvo, Svein Kristinn, og Eyþór Inga. Síðan þá hafa kynjahlutföllin í fjölskyldunni jafnast og tvær stúlkur bæst í hópinn, þær Ragnhildur Emma og Hólmfríður Addý. Björn Magnús er menntaður landfræðingur og vinnur á Stoð ehf. verkfræðistofu og Eva María er menntaður hársnyrtir sem eftir þrjú ár heimavinnandi starfaði þá í sumarafleysingum á dagdvöl aldraðra ásamt því að þjálfa sund. Þau buðu upp á þrjár girnilegar uppskriftir.
Meira

Skemmtibát hvolfdi á Skagaheiði

Björg­un­ar­sveit­ir á Norður­landi voru kallaðar út um miðjan dag í gær eft­ir að skemmti­bát hvolfdi á Langavatni á Skagaheiði. Í frétt á mbl.is segir að þrír hafi verið um borð í bátnum og hafi allir komist á kjöl. Björgunarsveitarmen voru komnir að vatninu um klukkan fjögur og komu fólkinu á þurrt þar sem sjúkraflutningamenn tóku við og hlúðu að því. Enginn slasaðist en fólkið var kalt og hrakið.
Meira

Bensínsölu hætt hjá Bjarna Har

Talsverð tímamót urðu í sögu bensín- og olíuafgreiðslu á Sauðárkróki í dag þegar ný afgreiðslustöð við Borgarflöt á Sauðárkróki var opnuð formlega. Nýja stöðin, sem er ÓB sjálfsafgreiðslustöð með tveimur dælum, leysir af hólmi bensínafgreiðslu við Verzlun Haraldar Júlíussonar við Aðalgötu þar sem afgreiðsla Olís hefur verið til húsa allt frá árinu 1930.
Meira

Aflatölur vikunnar

Þar sem ekki var pláss fyrir aflatölur síðustu viku í nýjasta Feyki eru þær birtar hér að þessu sinni: Í síðustu viku lönduðu 25 bátar á Skagaströnd, flestir handfærabátar, og var samanlagður afli þeirra rúmlega 61 tonn. Aflahæstur var línubáturinn Sævík GK 757 með rúm 14 tonn. Á Sauðárkróki var landað rúmum 411 tonnum og var það Málmey SK 1 sem átti tæp 273 tonn af þeim afla. Tveir bátar löduðu á Hofsósi rúmum þremur tonnum og á Hvammstanga landaði einn bátur rúmum átta tonnum. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra þessa fyrstu viku júnímánaðar var 484.128 kíló.
Meira

Þjóðhátíðarkaffi fellur niður í Skagabúð

Ekkert verður af árvissu þjóðhátíðarkaffihlaðborði í Skagabúð þetta árið. Vonandi sjáumst við að ári í þjóðhátíðarstuði. Njótið þjóðhátíðar með fjölskyldu og vinum og förum varlega í sumar.
Meira

Vinna við endurskoðun byggðaáætlunar hafin

Hafin er vinna við endurskoðun byggðaáætlunar 2018-2024 en í gær, þann 11. júní, voru liðin tvö ár frá samþykki hennar. Af því tilefni boðaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til samráðsfundar í Hafnarborg í Hafnarfirði og var tilgangur fundarins að hefja formlegt ferli endurskoðunarinnar.
Meira

Hólmfríður leggur svuntunni

Eftir 50 farsæl ár í fiskvinnslu hefur Hólmfríður Runólfsdóttir ákveðið að taka niður svuntuna. Í frétt frá Fisk seafood segir: „Hún hóf störf hjá Skildi á Sauðárkróki árið 1975, en frá og með 1993 hefur hún starfað fyrir FISK Seafood. Í tilefni að þessum tímamótum var boðið upp á köku og kaffi í matsal landvinnslunnar á Sauðárkróki þar sem henni var færður þakklætisvottur fyrir sitt framlag fyrir fyrirtækið. Viljum við koma á framfæri þökkum frá stjórn og samstarfsfólki FISK fyrir farsæl og góð störf og við óskum henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur.“
Meira