Lögreglustöðin á Sauðárkróki opnuð aftur eftir endurbætur
feykir.is
Skagafjörður
17.06.2020
kl. 08.00
Formleg opnun lögreglustöðvarinnar á Sauðárkróki eftir breytingar var í gær 16. júní að viðstöddum gestum. Unnið hefur verið að endurbótum að lögreglustöðinni í vetur og að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns má segja að húsið hafi verið gert fokhelt og allt endurnýjað. Stöðin hefur öll fengið nýtt yfirbragð og skrifstofum og fundarherbergjum fjölgað.
Meira
