Hitaveita komin að Ásgarðsbæjunum
feykir.is
Skagafjörður
10.06.2020
kl. 08.30
Síðastliðinn fimmtudag fór fram formleg opnun á heitavatnslögn frá Hofsósi að Neðri Ási í Hjaltadal og Ásgarðsbæjunum og segir á heimasíðu Svf. Skagafjarðar að góður hópur hafi verið viðstaddur athöfnina þegar formaður veitunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Haraldur Þór Jóhannsson, ræsti dælu í gang í dælustöðinni í Hofsósi sem flytur heita vatnið að dælustöð á Sleitustöðum. Verkfræðistofan Stoð ehf sá um umsjón og ráðgjöf og verktakar voru Vinnuvélar Símonar.
Meira
