Skagafjörður

Opna KS mótið um helgina

Opna KS mótið var haldið á Hlíðarendavelli síðastliðinn laugardag. Þátttaka í mótinu var góð en alls skráðu 22 lið sig til leiks. Spilað var Texas Scramble liðakeppni.
Meira

Hættulegir reiðhjólahrekkir

Því miður hefur borið á því í vor hér á Sauðárkróki að óprúttnir aðilar hafi losað um framdekkin á reiðhjólum barna. Það er stórhættulegt athæfi og getur endað með ósköpum þar sem reiðhjólamaðurinn getur stórslasast við það að fljúga fram fyrir sig á hjólinu ef það er á miklum hraða. Eru hrekkir sem þessir ekki eingöngu bundnir við Skagafjörð og eru dæmi um að börn um allt land hafi stórslasast eftir byltu af þessum sökum.
Meira

Hvalir með stórsýningu í Skagafirði

Það hefur heldur betur verið buslugangur í Skagafirði undanfarna daga en nokkrir hnúfubakar hafa gert sig heimakomna og sótt í æti sem virðist vera nóg af. Hafa þeir verið með sýningu hvern dag eins og fjöldi mynda ber með sér hjá Facebooknotendum. Feykir fékk leyfi til að sýna myndbönd Kristjáns Más Kárasonar og Soffíu Hrafnhildar Rummelhoff en Kristján nálgaðist hvalina á fleyi sínu meðan Soffía naut nærveru þeirra í fjörunni austast á Borgarsandi.
Meira

Mikið um framkvæmdir í Skagafirði

Með hækkandi sól og betra tíðarfari er rétti tíminn til framkvæmda og Skagafjörður er þar engin undartekning. Mikið eru um framkvæmdir í firðinum þessa dagana og mikið að sjá fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með uppganginum.
Meira

Fornminjafundur á Grófargili í Skagafirði

Fornt og áður óþekkt bæjarstæði uppgötvaðist nýlega á bænum Grófargili í Skagafirði þegar unnið var við að taka riðugröf en riðuveiki kom upp á bænum fyrr á árinu. Í bæjarstæðinu fundust fornminjar sem eru frá því vel fyrir árið 980 af gjóskulögum að dæma.
Meira

Tveir sigrar Stóla í Mjólkurbikar

Það var kátt á gervigrasinu á Króknum í gær þegar meistaraflokkar Tindastóls unnu báða sína leiki í annarri umferð Mjólkurbikarskeppninnar og komu sér áfram í keppninni. Stelpurnar fengu Völsung frá Húsavík í heimsókn og strákarnir lið Samherja úr Eyjafirði en ljóst er að mótherjar næstu umferðar verða mun erfiðari. Stelpurnar mæta Pepsí-deildarliði KR syðra og strákarnir mæta ÍBV í Vestmannaeyjum en þeir leika í Lengju-deildinni í ár.
Meira

Breyttar reglur vegna COVID-19 á morgun

Á morgun, mánudaginn 15. júní, tekur gildi auglýsing heilbrigðisráðherra um frekari tilslökun á samkomubanni vegna COVID-19. Í frétt á vef heilbirgðisráðuneytisins segir að meginbreytingin felist í því að fjöldamörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Núgildandi takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva við 75% af leyfilegum hámarksfjölda falla jafnframt niður. Aðrar breytingar verða ekki.
Meira

Íslenska gæðingakeppnin – þróunin fram til dagsins í dag :: Sögusetur íslenska hestsins

Lesendur góðir, í þessari grein verður botninn sleginn í umfjöllunina um íslensku gæðingakeppnina. Tekið verður hlé á skrifum í sumar en haldið áfram í haust og í fyrsta tölublaði september verður hafin umfjöllun um íþróttakeppnina.
Meira

Byrðuhlaup á 17. júní

Árlegt Byrðuhlaup UMF Hjalta verður haldið á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, á Hólum í Hjaltadal og keppa þátttakendur um titilinn Byrðuhlaupari ársins 2020. Lagt verður af stað klukkan 11:00 frá Grunnskólanum að Hólum og hlaupið eða gengið upp í Gvendarskál sem er sylla í fjallinu Hólabyrðu sem rís yfir Hólastað. Í tilkynningu frá UMF Hjalta segir að keppt verði í barnaflokki upp í þrettán ára aldur og í fullorðinsflokki, 14 ára og eldri. Boðið verður upp á hressingu í Gvendarskál. Frítt er í hlaupið og allir velkomnir.
Meira

Bakkabræður á Sauðárkróki

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Lotta hefur sérhæft sig í utandyra sýningum á sumrin og ferðast nú 14. sumarið í röð með glænýjan fjölskyldusöngleik.
Meira