Hættulegir reiðhjólahrekkir
feykir.is
Skagafjörður
16.06.2020
kl. 11.54
Því miður hefur borið á því í vor hér á Sauðárkróki að óprúttnir aðilar hafi losað um framdekkin á reiðhjólum barna. Það er stórhættulegt athæfi og getur endað með ósköpum þar sem reiðhjólamaðurinn getur stórslasast við það að fljúga fram fyrir sig á hjólinu ef það er á miklum hraða. Eru hrekkir sem þessir ekki eingöngu bundnir við Skagafjörð og eru dæmi um að börn um allt land hafi stórslasast eftir byltu af þessum sökum.
Meira
