Skagafjörður

Hertar takmarkanir á samkomum – mörkin sett við 20 manns

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Viðburðir þar sem fólk kemur saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður. Við öll mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum. Ákvörðunin tekur gildi á miðnætti í kvöld (þ.e. aðfaranótt þriðjudags). Takmörkun á skólahaldi verður óbreytt.
Meira

Leiðrétt uppskrift að laxarúllum

Í matarþætti vikunnar í nýjasta tölublaði Feykis (11.2020) urðu þau mistök að eitt orð féll niður. Það var í uppskrift að laxarúllum en laxinn í þeim á að vera REYKTUR. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og birtist uppskriftin hér að neðan eins og hún á að vera:
Meira

Lokað fyrir áður opna tíma í endurhæfingu á HSN Sauðárkróki vegna neyðarstigs almannavarna

Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 hefur viðbragðsstjórn HSN á Sauðárkróki tekið þá ákvörðun að loka áður opnum tímum í æfingarsal og sundlaug endurhæfingar stofnunarinnar. Er það gert til að draga úr smithættu þeirra sem nýta sér þjónustuna og starfsfólks endurhæfingar.
Meira

Einnar nætur gaman - Beggó Pálma blæs lífi í glóðheitan smell

Tónlistarmaðurinn af Króknum Beggó Pálma hefur nú sett lag sitt Einnar nætur gaman á allar helstu streymisveitur en það lag naut gífurlegra vinsælda á Króknum á sínum tíma, og segist Breggó vera að reyna að blása lífi í lagið. „Ég flutti suður til að elta drauma mína í tónlist en hlutirnir gengu ekki alveg upp eins og vonað var eftir og áform mín söltuð. En núna er ég að gera eina tilraun enn til að koma mér á framfæri,“ segir Beggó.
Meira

Sungið fyrir heimilisfólk HSN - Myndband

Heimilisfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands var boðið á tónleika í gær þrátt fyrir að samkomu- og heimsóknarbann væri í gildi á stofnuninni. Var þetta gert að fyrirmynd annarra listamanna sem hafa einmitt stillt saman strengi og skemmt fólki sem sæta þurfa fyrirmælum almannavarna um að sitja í nokkurs konar sóttkví meðan Covid 19 ógnar heilsu þjóðarinnar og alls heimsins.
Meira

Allir íbúar Húnaþings vestra sæta úrvinnslusóttkví

Vegna grunsemda um víðtækt smit í Húnaþingi vestra verður að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða strax. Frá og með kl. 22:00 í kvöld, laugardaginn 21. mars 2020, skulu allir íbúar sveitarfélagsins sæta úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra.
Meira

Þegar Norðurlandi var lokað

Ýmislegt hefur verið nefnt til sögunnar sem möguleiki í baráttunni gegn útbreiðslu og smitleiðum COVID-19 kórónaveirunnar og þar á meðal er að setja heilu landshlutana eða byggðarlögin í sóttkví. Þetta gerði Jónas Kristjánsson, læknir á Sauðárkróki, í félagi við fleiri lækna á Norðurlandi, árið 1918 í baráttunni við hina illræmdu spænsku veiki sem er talin hafa lagt að velli um 50 milljón manns og þar af um 484 Íslendinga.
Meira

Hægeldaðir lambaskankar

Uppskrift vikunnar birtist í tólfta tölublaði ársins 2018. Hún kemur frá Kristni Bjarnasyni og móður hans, Guðlaugu Jónsdóttur, á North West Hóteli í Víðigerði en fjölskyldan hefur rekið hótel og veitingasölu þar frá árinu 2014. Þau buðu upp á hægeldaða lambaskanka með rauðvínssoðsósu, basil-parmesan kartöflumús, sykurgljáðum gulrótum og pikkluðu salati. Uppskriftin er fyrir tvo.
Meira

Allt íþróttastarf fellur niður

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna.
Meira

Að alast upp á Sauðárkróki - Áskorandi Helga Elísa Þorkelsdóttir

Allstaðar þar sem ég hitti nýtt fólk og kynni mig þá er ég ekki lengi að koma því að, að ég er Skagfirðingur, enda mjög stolt af því. Við Bjarni, eiginmaður minn, erum bæði fædd og uppalin á Sauðárkróki en fluttum 20 ára til Reykjavíkur í nám. Á meðan námi okkar stóð, ræddum við oft framtíðina og hvar við vildum búa, þ.e. erlendis, á höfuðborgarsvæðinu eða á Sauðárkróki. Að lokum ákváðum við að hreiðra um okkur í Kópavogi.
Meira