Búrhvalstarfurinn við Blönduós reyndist 12,66 m langur
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.03.2020
kl. 08.42
Náttúrustofa Norðurlands vestra gerði í gær rannsóknir á búrhvalnum sem rak á land við Blönduós. Á heimasíðu stofunnar segir að dýrið hafi reynst vera 12,66 m búrhvalstarfur og dánarorsök ókunn og var dýrið tiltölulega ferskt og án áverka. Bjarni Jónsson forstöðumaður Náttúrustofu NV ásamt Ágústi Bragasyni umsjónarmanni tæknideildar Blönduósbæjar, mældu dýrið og tóku vefjasýni til erfðafræðilegra rannsókna, sjúkdómagreininga og mögulega fleiri efnagreininga.
Meira
