Skagafjörður

Hvenær þarft þú að fara í sóttkví?

Það eru margir að velta því fyrir sér hvort eða hvenær þeir eigi að fara í sóttkví. Á vef ruv.is var birt mjög gott skýringarmyndband sem ég mæli með að allir horfi á til að hafa þetta á hreinu þar sem að fyrstu smitin eru komin á þetta svæði.
Meira

Ný Menntastefna Skagafjarðar tekur gildi

Sagt er frá því á heimasíðu Svf. Skagafjarðar að ný Menntastefna Skagafjarðar hefur nú verið gefin út og tekið gildi. Vinna við mótun menntastefnunnar hefur staðið yfir í u.þ.b. eitt ár. Menntastefnan var unnin í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Frístundar og Fræðsluþjónustu Skagfirðinga.
Meira

Vill að íþróttastarf liggi niðri í samkomubanni

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, leggur áherslu á að allt íþróttastarf eigi að liggja niðri á meðan samkomubannið er í gildi og segir á heimasíðu UMFÍ að borist hafi vísbendingar um að íþróttafólk félaga sé að stunda íþróttaæfingar úti í litlum hópum þrátt fyrir strangt samkomubann. Það finnst henni ekki til fyrirmyndar.
Meira

Vefráðstefna um stöðu og framtíð úrgangsmála á Norðurlandi

Vefráðstefna um stöðu og framtíð úrgangsmála á Norðurlandi verður haldin á miðvikudaginn kemur, 1. apríl, klukkan 13.00-16.30. Ráðstefnan er öllum opin og verður slóð á viðburðinn birt á viðburðasíðu ráðstefnunnar á Facebook og á Facbook síðum SSNV og SSNE
Meira

Covid-19 smit í Skagafirði

Nú hafa verið greind 22 tilfelli af Covid-19 á Norðurlandi vestra þar af hafa verið greind þrjú smit í Skagafirði á síðasta sólahring. Uppruni þessara smita eru utan héraðsins, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum á Norðurlandi vestra. Smitrakningu er lokið og hafa tengdir aðilar verið settir í sóttkví. Ekki er talin þörf á neinum frekari aðgerðum vegna þessa smita.
Meira

Hrafnhildur Viðars lætur tímann líða

Áfram höldum við í að leita til sérfræðinga í að láta tímann líða en ljóst er að margur situr heima þessa dagana, sumir tilneyddir en aðrir af skynsemis sjónarmiðum. Að þessu sinni tökum við hús á Hrafnhildi Viðars á Víðigrundinni á Króknum sem er nú alla jafna með puttann á púlsinum og í takt við tímann.
Meira

Ekki allt svart

Eins og vænta má hefur Covid-19 veirufaraldurinn haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í landinu enda mikið um afbókanir og fáir á ferðinni. Þetta er erfiður baggi fyrir ferðaþjónustuna en menn mega samt ekki afskrifa hana eins og fram kemur í viðtali Karls Eskils Pálssonar við Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, á sjónvarpsstöðinni N4. „Það er ekki allt svart og menn sjá tækifæri í þessu líka,“ segir Arnheiður.
Meira

Hjálparsími og netspjall Rauða krossins eflt með stuðningi félagsmálaráðuneytis

Vegna mikils álags á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið, 1717.is hefur félagsmálaráðuneytið ákveðið að styðja við þjónustuna og segir á heimasíðu ráðuneytisins að stuðningurinn muni efla Hjálparsímann og netspjallið í að sinna meðal annars fjölskyldum, börnum og ungmennum, fötluðu fólki, öldruðum og fólki af erlendum uppruna á þeim fordæmalausu tímum sem nú eru uppi vegna COVID-19.
Meira

Nýtt Skagafjarðarkort komið í dreifingu

Nú í vikunni kom nýtt Skagafjarðarkort Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði og Sveitarfélagsins Skagafjarðar úr prentun. Kemur kortið í stað Skagafjarðarbæklingsins sem gefinn hefur verið út árlega síðustu árin sem og afrifukortanna þar sem var kort af Skagafirði og götukort þéttbýlisstaðanna í sveitarfélaginu. Nýja kortið verður aðgengilegt í öllum helstu upplýsingamiðstöðvum landsins sem og hjá ferðaþjónustuaðilum í Skagafirði.
Meira

Tækniæfingar Tindastóls og Feykis

Þar sem engar hefðbundnar fótboltaæfingar eru í gangi þessa dagana hefur knattspyrnudeild Tindastóls ákveðið að hvetja unga iðkendur til að vera duglega að gera æfingar heimafyrir og meðfram því efnt til skemmtilegrar keppni til að hvetja krakkana til enn meiri dáða.
Meira