Skagafjörður

Minjastofnun gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög umhverfisráðherra

Minjastofnun Íslands hefur sent inn umsagnir um drög að frumvörpum til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða annars vegar og Hálendisþjóðgarð hins vegar en ljóst þykir stjórnendum að útgjöld Minjastofnunar og vinnuálag muni aukast verulega með stofnun þjóðgarðs. Þykir því nauðsynlegt að efla Minjastofnun Íslands eigi að vera hægt að uppfylla markmið þjóðgarðsins um verndun menningarminja.
Meira

Hópur útilegufjár heimtur af fjalli

Í síðustu viku náðist að koma 16 kinda hópi til byggða sem höfðust við í Stakkfellinu í Vesturfjöllum í Skagafirði. Það var Andrés Helgason, bóndi í Tungu í Gönguskörðum, sem gerði sér ferð í fjöllin og kom fénu heim.
Meira

Tapleikir gegn Grindvíkingum

Kvennalið Tindastóls í körfunni spilaði tvo leiki við Grindavík-b um helgina og fóru báðir leikirnir fram í Mustad-höll Grindvíkinga. Stólastúlkur unnu báða heimaleiki sína gegn Suðurnesjastúlkunum hér heima en nú fór á annan veg því stelpurnar töpuðu í tvígang og hafa nú tapað sex leikjum í röð í 1. deildinni. Það munaði talsvert um að reynsluboltinn Petrúnella Skúladóttir var í liði heimastúlkna en hún skoraði grimmt og hirti fjölda frákasta.
Meira

Uppsteypa með lægra tilboðið í leikskólann á Hofsósi

Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar í síðustu viku voru lögð fram tilboð í verkið Leikskóli á Hofsósi. Alls bárust tvö tilboð í verkið en ákveðið var að ganga til samninga við Uppsteypu ehf. sem var með lægra boðið.
Meira

Valsmenn kipptu fótunum undan Stólunum

Tindastóll og Valur mættust í Síkinu í gærkvöldi í 15. umferð Dominos-deildarinnar. Valsmenn hafa verið Stólunum erfiðir upp á síðkastið, töpuðu ósanngjarnt fyrir ári í Síkinu eftir framlengingu en unnu Stólana svo í framlengingu í haust. Stuðningsmenn Stólanna voru engu að síður bjartsýnir fyrir leikinn í gær, enda nýr kani liðsins, Deremy Geiger, loks kominn með leikheimild. Það dugði þó ekki til því Valsmenn, með Austin Bracey óstöðvandi, unnu og þurftu ekki framlengingu til að þessu sinni. Lokatölur 89-91 og lið Tindastóls hefur nú tapað þremur af fjórum leikjum sínum í janúar.
Meira

Nautasteik og góður ís á eftir

Matgæðingar vikunnar í fjórða tbl. ársins 2018 voru Húnvetningarnir Anna Birna Þorsteinsdóttir og Pétur Þröstur Baldursson sem höfðu þetta að segja: „Við hjónin búum í Þórukoti í Víðidal. Við eigum þrjú börn, Rakel Sunnu, Róbert Mána og Friðbert Dag. Einnig erum við svo heppin að geta haft tengdasoninn Jóhann Braga inn í þessari upptalningu. Hér er hefðbundinn blandaður búskapur með kúm, kvígum- og nautauppeldi, spari fé, hestum og hundinum Oliver. Allur barnaflotinn er fyrir sunnan við nám á veturna og gengur vel. Á meðan er veturinn notaður til að breyta súrheyshlöðu í uppeldishús fyrir nautgripi og lagfæra íbúðarhúsið.“
Meira

Söfnuðu fyrir reiðhallarspeglum

Unglingadeild hestamannafélagsins Skagfirðings hefur frá árinu 2017 staðið í alls kyns fjáröflunum til kaupa á speglum í Reiðhöllina Svaðastaði og voru þeir settir upp í desember. Þegar blaðamaður Feykis leit við í reiðhöllinni sl. fimmtudagskvöld stóðu unglingarnir sjoppuvaktina og rukkuðu inn á sýnikennslu Þórarins Eymundssonar.
Meira

Ég mun ná þessum 100 leikjum! – Liðið mitt … Brynhildur Ósk Ólafsdóttir - Manchester United

Brynhildur Ósk Ólafsdóttir á Sauðárkróki gerði garðinn frægan með meistaraflokki Tindastóls á árum áður í fótboltanum. Hennar fyrsti skráði meistaraflokksleikur var á móti Sindra í B riðli 1. deildar kvenna í maí 2008 en þá var Brynhildur 15 ára gömul en síðasti leikurinn var níu árum síðar gegn ÍA í maí 2017. Alls lék hún 97 meistaraflokksleiki og skoraði fimm mörk. Brynhildur svara spurningum í Liðinu mínu þessa vikuna.
Meira

Garðfuglahelgi Fuglaverndar

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar stendur yfir dagana 24.-27. janúar. Hér er um að ræða fastan lið í starfsemi félagsins sem vanalega á sér stað síðustu helgina í janúar. Felst hann í því að þátttakendur fylgjast með garði sínum einhvern tiltekinn dag þessa helgi og skrá hjá sér fjölda fugla sem í garðinn koma.
Meira

Deremy Terrell Geiger verður með Stólunum í kvöld

Leikur Tindastóls gegn Val í 15. umferð Domino’s deild karla fer fram klukkan 18:30 í Síkinu í kvöld. Stólarnir eiga harma að hefna þar sem Valsarar tóku fyrri leikinn eftir að Pavel setti niður langan þrist þegar tæpar þrjár sekúndur voru eftir í framlengingu og unnu 95-92. Það munu Stólar ekki láta gerast aftur. Allra nýjustu fréttir herma að Deremy Terrell Geiger sé kominn með leikheimild en ótrúlegar tafir hafa verið í kerfinu með þau mál fyrir kappann.
Meira