Skagafjörður

Gáfu forláta æfingahjól til endurhæfingar HSN

Í síðustu viku komu félagar í stjórn Sjálfsbjargar í Skagafirði færandi hendi til endurhæfingar HSN á Sauðárkróki og afhentu deildinni forláta æfingahjól. Tækið, sem er að verðmæti 790 þúsund krónur, er af gerðinni MOTOmed viva 2 og kemur frá fyrirtækinu Eirberg. Einnig fylgir gjöfinni sjónvarpsskjár og tæknibúnaður sem gerir þeim sem hjóla á því kleift að hjóla hinar ýmsu hjólaleiðir úti í heimi og fylgjast jafnframt með á skjánum.
Meira

Hætta vegna snjósöfnunar undir háspennulínum

Mikill snjór er nú á Þverárfjalli á Skaga og hefur m.a. hlaðist upp undir háspennulínu RARIK á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar. Aðstæður á þessu svæði er nú orðinn þannig að vírinn,, þar sem hann er lægstur, er kominn niður fyrir tvo metra. Á heimasíðu RARIK kemur fram að reynt verði að ryðja snjó undan línunni ef aðstæður leyfa og verður það líklega gert nk. mánudag.
Meira

Breiðhyltingar í Síkinu í kvöld

Dominos-deildin í körfubolta heldur áfram í kvöld en þá hefst 21. umferðin sem er sú næstsíðasta. Lið Tindastóls á heimaleik í Síkinu og það eru Breiðhyltingar í ÍR sem mæta brattir til leiks eftir ágætt gengi að undanförnu. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru stuðningsmenn hvattir til að styðja við bakið á Stólunum í baráttunni um þriðja sætið.
Meira

SSNV bjóða ráðgjöf í gegnum fjarfundarforrit

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða nú upp á aðstoð eða ráðgjöf í gegnum fjarfundarforritið Zoom. Í frétt á vef SSNV segir að forrit þetta sé einfalt í notkun, hægt að tengjast með myndbandi eða án og deila skjá á milli fundaraðila.
Meira

Mottudagurinn er á morgun - er allt klárt?

Sjálfur Mottudagurinn er á morgun föstudaginn, 13. mars og hvetur Krabbameinsfélagið alla til að taka þátt, gera sér glaðan dag og vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum í körlum.
Meira

Hvetur til rafrænna samskipta

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hvetur viðskiptavini sína til að nýta sér rafræn samskipti. Í tilkynningu frá embættinu segir:
Meira

Elvar Einarsson nýr formaður Skagfirðings

Formannsskipti urðu í Hestamannafélaginu Skagfirðingi á aðalfundi þess sem haldinn var í Tjarnabæ í síðustu viku. Skapti Steinbjörnsson, á Hafsteinsstöðum, sem gegnt hefur embættinu sl. fjögur ár, ákvað að bjóða ekki fram krafta sína á ný og því var nýr formaður kosinn. Sá eini sem bauð sig fram, Elvar Einarsson á Skörðugili, fékk afgerandi kosningu eða öll atkvæði utan eins sem merkt var Stefáni Loga Haraldssyni, sem þó hafði ekki óskað eftir þeim frama í félaginu.
Meira

Gult ástand og ófærð víða

Vetrarfærð er í öllum landshlutum og víða slæmt veður og margir lokaðir vegir um norðanvert landið. Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendi. Á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra er norðaustan hríð, 15-23 m/s og talsverð eða mikil snjókoma og skafrenningur, einkum í Skagafirði, á Tröllaskaga og á Ströndum. Takmarkað skyggni og léleg akstursskilyrði. Lægir og styttir upp í kvöld. Austlæg átt, 5-13 á morgun og stöku él á annesjum en sjókoma sunnantil annað kvöld. Frost 0 til 6 stig en 2 til 10 stig á morgun.
Meira

Greitt fyrir skil á merktum hrognkelsum

BioPol ehf. á Skagaströnd hefur um langt árabil átt samstarf við Hafrannsóknastofnun um merkingar á hrognkelsum. Síðustu tvö ár voru 760 ungfiskar merktir í alþjóðlegum makríl leiðangri norður og suður af Íslandi og við austurströnd Grænlands.
Meira

Ferðalangar kreista sömu brúsana á pylsubörum vegasjoppanna

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur fengið ábendingu um að endurskoða beri það verklag sem tíðkast víða á vegasjoppum að viðskiptavinirnir sjálfir hafi hendur á sömu sósubrúsunum, á pylsustöndum.
Meira