Gáfu forláta æfingahjól til endurhæfingar HSN
feykir.is
Skagafjörður
13.03.2020
kl. 09.47
Í síðustu viku komu félagar í stjórn Sjálfsbjargar í Skagafirði færandi hendi til endurhæfingar HSN á Sauðárkróki og afhentu deildinni forláta æfingahjól. Tækið, sem er að verðmæti 790 þúsund krónur, er af gerðinni MOTOmed viva 2 og kemur frá fyrirtækinu Eirberg. Einnig fylgir gjöfinni sjónvarpsskjár og tæknibúnaður sem gerir þeim sem hjóla á því kleift að hjóla hinar ýmsu hjólaleiðir úti í heimi og fylgjast jafnframt með á skjánum.
Meira
