Fiskikör skulu vera hrein
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
01.02.2020
kl. 12.19
Eftirlitsmenn Matvælastofnunar hafa víða orðið varir við óhreinindi í fiskikörum eins og fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar en reglulega berast kvartanir frá sjómönnum og fiskkaupendum um óhrein og skemmd löndunarkör. Kör sem notuð eru fyrir matvæli þurfa að vera hrein og er það eingöngu tryggt með hreinsun eftir hverja notkun en óæskilegt er að nota fiskikör fyrir annað en matvæli.
Meira
