Stólarnir komnir í undanúrslit Geysis-bikarsins eftir laufléttan sigur á Þór
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.01.2020
kl. 09.29
Það var reiknað með hörkuleik í gærkvöldi þegar lið Tindastóls og Þórs frá Akureyri mættust í átta liða úrslitum Geysis-bikarsins í Síkinu. Í öðrum leikhluta stungu Stólarnir granna sína frá Akureyri af og voru 20 stigum yfir í hálfleik og í síðari hálfleik náðu gestirnir aldrei að ógna liði Tindastóls sem bætti bara í frekar en hitt. Lokatölur 99-69 og það eru Stjörnumenn sem mæta liði Tindastóls í undanúrslitum í Laugardalshöll í febrúar.
Meira
