Skagafjörður

Haukar sigraðir í hörkuleik í baráttunni um 3. sætið

Haukar í Hafnarfirði tóku á móti liði Tindastóls á Ásvöllum í gærkvöldi og er óhætt að fullyrða að leikurinn hafi tekið á taugarnar. Engu að síður var lið Tindastóls yfir frá fyrstu körfu til hinnar síðustu. Jasmin Perkovic átti sinn besta leik fyrir Stólana en kappinn gerði 13 stig og hirti 14 fráköst, helmingi fleiri en Flenard Whitfield í liði Hauka. Döpur hittni af vítalínunni átti stóran þátt í tapi heimamanna en lokatölur leiksins voru 76-79 fyrir Tindastól eftir æsilegar lokamínútur.
Meira

Viðbjóðslegt drasl á meðal flokkaðs rusls

Starfsfólk Flokku á Sauðárkróki hafa brugðið á það ráð að sleppa því að losa grænar tunnur sem ekki er flokkað nægilega vel í og stendur til að herða það enn frekar. Verða þá engar óflokkaðar grænar tunnur losaðar. Á Fésbókarsíðu fyrirtækisins voru birtar myndir í morgun sem sýna vægast sagt dapurlegar myndir af rusli sem ætti að vera flokkað og hreint en þvælist fyrir þeim sem handflokka allt efnið í fimm flokka.
Meira

Viggó kveður skíðasvæðið eftir 20 ára starf

„Þetta var eins góður dagur og mögulegt var. Það hjálpaðist allt að, gott veður, gott færi og frábær snjór um allan Stólinn og þó víðar væri leitað. Það gekk bara allt upp, í einu orði sagt dásamlegur dagur,“ sagði Viggó Jónsson, staðarhaldari skíðasvæðisins, í nýjasta Feyki er hann var inntur eftir því hvernig hefði gengið er nýja skíðalyftan var vígð á AVIS skíðasvæðinu í Tindastól sl. sunnudag. Nú er komið að tímamótum hjá Viggó þar sem hann hættir hjá skíðadeildinni nú um helgina og er því að klára sína síðustu viku í starfi framkvæmdastjóra deildarinnar.
Meira

„Næstu tvö ár verða erfið“

Viðræður standa yfir við Arnar Skúla Atlason um að hann verði næsti aðstoðarþjálfari karlaliðs Tindastóls í knattspyrnu. Rangt var farið með í Feyki að búið væri að skrifað undir samninga. Að sögn Rúnars Rúnarssonar sitjandi formanns deildarinnar verður í beinu framhaldi farið í að klára að manna liðið.
Meira

Flóð og feikna hviður í Skagafirði

Veður er að ganga niður á Norðurlandi vestra en bálhvasst hefur verið í allan dag. Í morgun var veðrið hvað verst og vindhraði mældist yfir 55 metra á sekúndum í verstu hviðunum við Stafá á mótum Sléttuhlíðar og Fljóta. Í hlýindunum og hlákunni hafa ár víða flætt yfir bakka sína og er Eylendi Skagafjarðar komið á kaf.
Meira

Samið um gerð fýsileikakönnunar á auknu samstarfi safna og setra á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum hafa gert með sér samning um gerð fýsileikakönnunar um aukið samstarf og mögulega sameiningu safna á Norðurlandi vestra að því er fram kemur á vef SSNV.
Meira

Vindhviður allt að 40m/sek við fjöll

Nú er gul veðurviðvörun í gildi um land allt en sunnanstormur gengur nú yfir landið með hlýindum og fór hiti í 17 stig á Seyðisfirði í nótt. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að vind lægi síðdegis og þá fari einnig að kólna í veðri.
Meira

Ingvi Hrannar styrktur til náms af SSNV

Stjórn SSNV hefur ákveðið að veita Ingva Hrannari Ómarssyni, kennara við Árskóla á Sauðárkróki, einnar milljón króna styrk vegna náms hans við Stanford háskóla í Bandaríkjunum en hann leggur nú stund á framhaldsnám til M.A. gráðu í Learning, Design & Technology (LDT). Segir á heimasíðu SSNV að Ingvi Hrannar uni halda námskeið um stafrænar lausnir í kennslu fyrir kennara á starfssvæði samtakanna að námi loknu.
Meira

Feðgar í liði Kormáks/Hvatar

Lið Kormáks/Hvatar tekur nú þátt í B-deild Kjarnafæðismótsins í knattspyrnu en sex lið taka þátt í henni. Lið Húnvetninga hefur nú þegar leikið þrjá leiki og náði í sinn fyrsta sigur í síðustu viku. Þá öttu þeir kappi við lið Samherja og höfðu sigur, 4-2.
Meira

Lífshlaupið hafið

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, var ræst í 13. sinn í morgun, í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og er markmið þess að hvetja alla til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta.
Meira