Haukar sigraðir í hörkuleik í baráttunni um 3. sætið
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
07.02.2020
kl. 11.31
Haukar í Hafnarfirði tóku á móti liði Tindastóls á Ásvöllum í gærkvöldi og er óhætt að fullyrða að leikurinn hafi tekið á taugarnar. Engu að síður var lið Tindastóls yfir frá fyrstu körfu til hinnar síðustu. Jasmin Perkovic átti sinn besta leik fyrir Stólana en kappinn gerði 13 stig og hirti 14 fráköst, helmingi fleiri en Flenard Whitfield í liði Hauka. Döpur hittni af vítalínunni átti stóran þátt í tapi heimamanna en lokatölur leiksins voru 76-79 fyrir Tindastól eftir æsilegar lokamínútur.
Meira
