Veður að ganga niður á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.12.2019
kl. 09.45
Þrátt fyrir að veður sé að ganga niður er enn vonskuveður á Norðurlandi vestra og ekkert ferðaveður. Ófært er á öllum stofnleiðum og rafmagnstruflanir víða og rafmagnsleysi. Björgunarsveitir hafa verið í viðbragðsstöðu og sinnt ýmsum útköllum og segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, að sveitirnar séu að ná utan um öll verkefni en verið er að sinna verkefni í Langadal en þar fauk þak að hluta af útihúsi.
Meira
