Skagafjörður

Opið fyrir umsóknir um hetjuupplifanir á Norðurstrandarleið

Þessa dagana stendur yfir umsóknarferli fyrir hetjuupplifanir á Norðurstrandarleið. Hetjuupplifanir eru upplifanir sem sérstaklega eru valdar út og dregnar fram sem eitthvað sérstakt sem einkennir Norðurstrandarleið. Slíkar upplifanir eru nú í boði hjá Síldarminjasafninu á Siglufirði, Brimslóð á Blönduósi, Norðursiglingu, Arctic Trip, Ytra Lóni og Hvalaskoðun og Ektafiski á Hauganesi.
Meira

Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-25 m/s

Það fer nánast að verða fréttaefni ef ekki er gul viðvörun vegna veðurs á landinu bláa en nú er í gildi appelsínugul viðvörun vegna veðurs fyrir Vestfirði en fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra og Miðhálendi er gul viðvörun. Vegurinn um Þverárfjall er lokaður vegna veðurs sem og um Öxnadalsheiði.
Meira

Auglýst eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa á vef sínum eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2019. Hér er um er ræða nýjung í starfinu en ætlunin er að viðurkenningin verði framvegis veitt á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra.
Meira

15 dælustöðvar hitaveitu keyrðar á varaaflsvélum í desemberóveðrinu

Farið var yfir greinargerð Skagafjarðarveitna vegna óveðurs dagana 10. til 13. desember sl. á fundi veitunefndar Svf. Skagafjarðar. Þar kom fram að langflestar dælustöðvar hitaveitu séu búnar varaaflsvélum sem fara sjálfkrafa í gang við rafmagnsleysi.
Meira

Konni farinn til Völsungs

Fyrirliði Tindastóls Konráð Freyr Sigurðsson, sem undanfarin ár hefur verið máttarstólpi í fótboltaliði Tindastóls, hefur samið við Völsung um að leika með liðinu komandi tímabil. Konni á að baki 120 meistaraflokksleiki fyrir Tindastól og Drangey og hefur skorað í þeim 15 mörk.
Meira

8,5% íbúa Norðurlands vestra eru erlendir ríkisborgarar

Þjóðskrá Íslands hefur gefið út tölur yfir hlutfall erlendra ríkisborgara eftir sveitarfélögum og landsvæðum. Þar kemur fram að hlutfallið er afar mismunandi eftir sveitarfélögum. Hæst er það í Mýrdalshreppi þar sem 44% íbúa hefur erlent ríkisfang eða 319 af 717 íbúum hreppsins þann 1. desember sl. Það sveitarfélag sem hefur lægst hlutfall erlendra ríkisborgara er Svalbarðshreppur en aðeins einn íbúi hreppsins hefur erlent ríkisfang sem ígildir einu prósenti íbúanna.
Meira

Starfsleyfi bensínstöðvarinnar á Hofsósi rann út 1. janúar sl.

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra í gær var N1 gefinn frestur til 10. febrúar nk. til þess að skila fyrstu niðurstöðum í mengunarmáli olíustöðvar fyrirtækisins á Hofsósi. Samkvæmt fundargerð nefndarinnar kynnti N1 bréfleg að gert hefði verið samkomulag við verkfræðistofu um að hefja forrannsókn á útbreiðslu og umfangi mengunar.
Meira

Fisk Seafood hlýtur jafnlaunavottorð

FISK Seafood á Sauðárkróki hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðli til næstu þriggja ára en á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að BSI á Íslandi hafi gefið út staðfestingu þess efnis á dögunum. Í kjölfarið sendi Jafnréttisstofa fyrirtækinu leyfi til að nota merki vottunarinnar.
Meira

Skýrsla um kolefnisspor Norðurlands vestra komin út

Út er komin skýrslan Kolefnisspor Norðurlands vestra sem er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra árin 2018-2019. Skýrslan er unnin af Stefáni Gíslasyni hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV.
Meira

Sveitarfélög á Norðurlandi vestra leggjast gegn frumvarpi um hálendisþjóðgarð

Sveitarstjórnir fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra; Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, hafa samþykkt sameiginlega umsögn við frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra til laga um Hálendisþjóðgarð. Málið hefur verið til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda en sveitarfélögin hafa fjallað um málið á fyrri stigum og leggjast gegn framgangi þess í núverandi mynd.
Meira